Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Húsnæðisverð hækkaði meira en spár gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í október og mælist nú 4,5 prósent. Þetta er mesta verðbólga á árinu frá því í apríl þegar hún mældist 4,6%. Verðbólgan er að miklu leyti til knúin áfram af miklum hækkunum á íbúðaverði að því er kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum

Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði og kortleggja búsetu fólks

Fulltrúar slökkviliðs munu á næstu mánuðum fara í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og kortleggja búsetu fólks. Ráðist er í verkefnið í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg og slökkviliðsstjóri segir markmiðið að tryggja öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði.

Innlent
Fréttamynd

Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin

„Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Af­siðun hús­næðis­markaðarins

Frá aldamótum fram að síðustu áramótum hækkaði verð á íbúðum í sambýli um 411%. Á sama tíma hækkaði almennt neysluverð um 151%. Þetta merkir að verð á íbúðum hækkaði um meira en helming umfram almennt verðlag. Það er galið.

Skoðun
Fréttamynd

Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi

Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi.

Innlent
Fréttamynd

Telja að jafnvægi náist ekki nema meira sé byggt

Sérfræðingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru ósammála hagfræðingum Landsbankans um að jafnvægi sé mögulegt á húsnæðismarkaðnum á næstunni. Telja þeir margt benda til að slíkt jafnvægi náist ekki nema núverandi byggingaráform verði aukin.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni

Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum.

Innlent
Fréttamynd

Tekist var á um hús­næðis­málin í Pall­borðinu

Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans

Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Arion banki hækkar vextina

Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt íbúðahverfi rís milli Suðurlandsbrautar og Ármúla

Íslenskar fasteignir ehf. hafa keypt orkureitinn svo kallaða af Reitum fyrir rúma 3,8 milljarða króna. Mikil uppbygging íbúða og þjónustustarfsemi er framundan á reitnum allt í kring um gamla Rafmagnsveituhúsið þar sem skimun eftir kórónuveirunni hefur farið fram undanfarin misseri.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti

Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir.

Neytendur
Fréttamynd

Dagur segir Ey­þór skjóta pólitískum púður­skotum

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts

„Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Ég er skilin við Okur­lána­sjóð Ís­lands

Sumarið 2008 keyptum við hjónin nýbyggt parhús í Borgarnesi og sá sem byggði hafði tekið tvö lán hjá Íbúðalánasjóði. Ég yfirtók lánin og sá aldrei útreikninga á greiðslubyrði eða hinum raunverulegu skilmálum lánanna.

Skoðun
Fréttamynd

Ný íbúðabyggð við Bústaðaveg

Meðal vinnutillagna í hverfisskipulagi fyrir Háaleiti og Bústaði er að leyfa byggingu húsa meðfram Bústaðavegi en þar er mikið vannýtt land sem í dag fer í samsíða götur, umferðareyjur og bílastæði.

Skoðun
Fréttamynd

Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum

Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum.

Innlent