Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.

Erlent
Fréttamynd

Tekur ummælin um Pútín ekki til baka

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Úkraínski herinn sækir á

Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent
Fréttamynd

Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu

Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd

Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar.

Innlent
Fréttamynd

Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið

Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar.

Erlent
Fréttamynd

Magnaðar ljós­myndir á gömlu al­mennings­salerni

Í Núllinu í miðbæ Reykjavíkur var áður almenningssalerni, en nú er starfrækt þar listastúdíó. Þessi dægrin má þar finna ljósmyndasýningu sem hverfist um Úkraínu, sögu landsins og stríðið sem geisað hefur þar síðasta rúma mánuðinn.

Menning
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins

Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 

Erlent
Fréttamynd

Ein leið að þreyta úkraínska herinn til upp­­­gjafar: „Enginn veit hvað Pútín er til­­búinn að ganga langt“

„Vandinn er bara að enginn veit hvað Pútín er tilbúinn að ganga langt og að því leytinu til hefur fólk auðvitað áhyggjur. Það er ekkert að sjá, og það er það sem manni finnst svo sársaukafullt. Það er ekki að sjá neitt ljós við enda ganganna,“ segir Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu

Innlent
Fréttamynd

Segja Rússa beita efna­vopnum í Austur-Úkraínu

Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv

Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 

Erlent
Fréttamynd

Öflugar loft­á­rásir gerðar á Lviv

Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að borgin verði „næsta Mariu­pol“

Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni.

Erlent
Fréttamynd

Bjóða kirkju­gestum upp á úkraínska borscht súpu

Boðið verður upp á úkraínska borscht rauðrófusúpu að lokinni messu í dómkirkjunni á morgun. Dómkirkjuprestur segir mikilvægt að sýna samstöðu en allur ágóði af sölu súpunnar rennur til neyðarsöfnunar hjálparstarfs kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn

Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „fals­fréttum“

Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum.

Erlent