Dauðsföll af völdum Covid-19 nálgast sex milljónir Staðfest dauðsföll af völdum kórónuveirunnar eru nú við það að ná sex milljóna markinu samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum. Faraldurinn er því enn ekki að baki þrátt fyrir að samkomutakmarkanir heyri nú söginni til víða. Erlent 7. mars 2022 07:02
Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin. Formúla 1 7. mars 2022 07:00
Rússar boða tímabundið vopnahlé til að greiða fyrir rýmingu fjögurra borga Interfax fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytis Rússlands að árásum verði tímabundið hætt og öruggar flóttaleiðir opnaðar fyrir almenna borgara Kænugarðs, Maríupól, Kharkív og Súmí. Erlent 7. mars 2022 06:25
„Munum refsa öllum sem framið hafa voðaverk í þessu stríði“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hélt ávarp í kvöld þar sem hann fordæmdi þögn Vesturlanda við þeim ummælum varnarmálaráðuneytis Rússa að varnarinnviðir Úkraínumanna yrðu sprengdir á morgun. Erlent 6. mars 2022 22:53
„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. Innlent 6. mars 2022 22:00
Hakakross á kirkjuhúsi við Mýrargötu: „Svona vandalismi skilar engu“ Fulltrúar úr ólíkum kirkjudeildum komu saman við húsnæði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík í dag til að þvo burt hakakross sem málaður hafði verið á húsið. Innlent 6. mars 2022 21:01
Bretar skipuleggja frekari þvinganir gagnvart Rússum Breska þingið mun kjósa um frekari viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum á morgun. Boris Johnson segir að nýjar þvinganir geri Bretum kleift að ganga enn harðar fram. Erlent 6. mars 2022 19:48
Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. Handbolti 6. mars 2022 19:15
Almennir borgarar féllu í árás Rússa Að minnsta kosti þrír almennir borgarar létust þegar sprengjur féllu í bænum Irpin við Kænugarð í dag. Óttast er að fleiri hafi látist. Erlent 6. mars 2022 18:04
„Þeim er alveg sama hvað þeir sprengja, þetta eru villimenn“ Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi þjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. Handbolti 6. mars 2022 16:01
Brottrekstur Rússa úr heimshagkerfinu hafi gríðarleg áhrif Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði. Viðskipti erlent 6. mars 2022 15:06
Leita leiða til að sjá Úkraínumönnum fyrir MiG-herþotum Bandaríkjamenn skoða nú leiðir til að sjá Úkraínumönnum fyrir herþotum frá Póllandi en ein leiðin væri að Pólverjar sendu nágrannaþjóð sinni þotur gegn því að fá nýjar herþotur frá Bandaríkjunum. Erlent 6. mars 2022 14:34
Auðugir Rússar eru aufúsugestir Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli. Erlent 6. mars 2022 14:02
Þegar neyðin er stærst er mannúðin mest Þessa dagana fyllumst við öll máttleysi og vanmátt þegar við sjáum hinar skelfilegu hörmungar sem dynja yfir í Úkraínu. Það er okkur eðlislægt að finna til með fólki í neyð. Í huga okkar koma upp spurningar eins og “hvað ef þetta væri ég?” og “hvað get ég gert?”. Fyrir okkur sem hafa unnið við mannúðarstörf í áratugi, þá þekkjum við vel þessar spurningar, því þær eru drifkrafturinn fyrir því erfiða starfi sem á sér stað í kjölfar mikilla hörmunga. Skoðun 6. mars 2022 13:31
Ráðleggingar Erdogan fóru inn um eitt eyra og út um hitt Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag til að lýsa yfir vopnahléi í Úkraínu, hleypa almennum borgurum í öruggt skjól og komast að friðarsamkomulagi við Úkraínumenn. Erlent 6. mars 2022 12:37
Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. Innlent 6. mars 2022 12:17
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. Erlent 6. mars 2022 09:14
Johnson leggur fram aðgerðaáætlun til að sigra Pútín Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur lagt til áætlun til að sigra Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Áætlunin er í sex liðum og felst meðal annars í því að styrkja varnir Atlantshafsbandalagsins. Erlent 6. mars 2022 08:42
Vaktin: „Þeir munu ekki eiga friðsælan stað á þessari jörðu“ Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem Úkraínumenn freista þess nú að verja nokkrar lykilborgir á sama tíma og Rússar sækja hart fram. Erlent 6. mars 2022 07:56
Beina sjónum sínum að íbúðabyggð til að brjóta Úkraínumenn niður Kænugarður virðist vera aðalskotmark rússneskra hersveita að sögn yfirmanna úkraínska hersins en harðar árásir hafa einnig verið gerðar á Kharkív og Mykolaív síðasta sólahring. Erlent 6. mars 2022 07:27
Visa og Mastercard loka á Rússa Visa og Mastercard hafa tilkynnt að þau muni loka á viðskipti Rússa erlendis sem og notkun erlendra aðila í Rússlandi. Erlent 6. mars 2022 00:01
Segir Pútín hafa ætlað að bíða þar til Trump losaði sig við NATO Fyrrum öryggisráðgjafi Donald Trump sagði í viðtali í dag að hann telji að Vladimir Pútín hafi ætlað sér að bíða með innrás í Úkraínu þar til Trump yrði endurkjörinn og myndi draga Bandaríkin úr NATO. Erlent 5. mars 2022 23:01
Úkraínska þjóðfánanum flaggað við Ölfusárbrú Kona frá Úkraínu, sem búsett er á Selfossi segist vera mjög reið út í Pútín og pólitíkina hans. Úkraínskum fána hefur verið flaggað við Ölfusárbrú. Innlent 5. mars 2022 20:30
Breskir blaðamenn náðu því á myndband þegar Rússar réðust á þá Mesti fjöldaflótti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar er skollinn á. Hundruð þúsunda reyna að flýja Maríupol en Rússar eru sagðir hafa virt vopnahlé þar að vettugi. 56 eru komnir til Íslands frá Úkraínu. Erlent 5. mars 2022 20:03
Blinken og Kuleba hittust í Póllandi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, Antony Blinken og Dmytro Kuleba áttu fund á landamærum Úkraínu og Póllands í dag. Kuleba sagði það merki um veikleika að NATO neiti að setja á flugbann yfir Úkraínu. Erlent 5. mars 2022 19:30
Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Erlent 5. mars 2022 17:46
Á sjötta tug flóttamanna kominn til landsins og búist við 1000 til 1500 í heildina Á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa í Úkraínu hafa 56 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd hér á landi. Landamærasvið ríkislögreglustjóra býr sig undir komu um eitt þúsund til fimmtán hundruð flóttamanna. Innlent 5. mars 2022 16:37
Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Erlent 5. mars 2022 13:57
Furðar sig yfir fjarveru kvenna í viðræðum um frið Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, furðar sig á því að konur hafi ekki aðkomu að friðarviðræðum sendinefnda Rússlands og Úkraínu. Innlent 5. mars 2022 13:14
Fjöldi flóttamanna gæti náð einni og hálfri milljón um helgina Nú þegar hefur 1,3 milljón flóttamanna flúð Úkráinu á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá upphafi innrásar Rússa í landið. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, telur fjöldann munu ná einni og hálfri milljón fyrir helgarlok. Erlent 5. mars 2022 12:31
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent