
Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið
Fantasy spilarar landsins geta glaðst því Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið.
Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Fantasy spilarar landsins geta glaðst því Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið.
Þrátt fyrir jarðhræringar á svæðinu ætlar Grindavík að spila heimaleiki sína í Lengjudeild karla í sumar í Grindavík.
Þrír leikmenn sem eiga að baki yfir eitt þúsund leiki samanlagt munu spila með Knattspyrnufélagi Vesturbæjar í 2. deild karla í sumar. Þar á meðal eru tveir starfsmenn KR.
Umtalaðasti maður undirbúningstímabilsins í íslenska fótboltanum var Gylfi Þór Sigurðsson en félagaskipti hans frá Val til Víkings vöktu mikla athygli. En Breiðablik vildi líka fá hann.
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir þrátt fyrir að brotthvarf Gylfa Þórs Sigurðssonar veiki Val sé liðið á ágætis stað fyrir komandi tímabil.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 3. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Fjórir leikmenn voru kærðir vegna gruns um hagræðingu úrslita í leik í 2. deild karla á Íslandi í fyrra. Þeir voru allir úrskurðaðir saklausir, af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Sölvi Geir Ottesen hefur skilning á ákvörðun Jóns Guðna Fjólusonar að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Jón Guðni er annar miðvörður Víkinga sem hættir iðkun knattspyrnu á skömmum tíma en þrátt fyrir það eru Víkingar vel mannaðir í öftustu línu.
Stefán Árni Geirsson fór í gær í fyrsta sinn út úr húsi eftir ökklaaðgerð á mánudaginn var. Hann líkir ökklanum við IKEA-húsgagn, enda þurfti að púsla honum saman með sjö skrúfum og plötu, auk þess að bora í gegnum hann.
HK, Haukar og Þór Akureyri komust öll áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld.
Sýrlenski varnarmaðurinn Ahmad Faqa spilar með FH í Bestu deild karla í fótbolta í sumar en leikmaðurinn samdi við Hafnarfjarðarfélagið rétt fyrir mót.
Nú styttist í að Besta deild karla í knattspyrnu fari af stað með pompi og prakt. Tímabilið er alltaf að verða lengra og að því tilefni ræddi Vísir við þrjá fitness þjálfara um stöðu þeirra og þróunina sem hefur orðið á þessum hluta fótboltans á gríðarlega stuttum tíma.
Hvernig er að lenda í lyftu með manninum sem átti sinn þátt í að þú komst ekki í Evrópukeppni? Það fengu Skagamennirnir Jón Þór Hauksson og Viktor Jónsson að reyna.
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að stuðningsmenn KR geti leyft sér að vera bjartsýnir fyrir komandi tímabil.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk.
Jón Guðni Fjóluson leikmaður Víkings, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla en félagið tilkynnti þetta á miðlum sínum í kvöld.
ÍBV hefur tilkynnt um komu Pólverjans Marcel Zapytowski til félagsins. Hann mun verja mark liðsins í Bestu deild karla í sumar.
Keppinautar Víkings geta huggað sig við það að árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna, um verðandi Íslandsmeistara, hefur ekki gengið eftir síðustu ár.
Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar.
Víkingar munu hrifsa til sín Íslandsmeistaratitilinn að nýju í haust en Vestramenn og nýliðar ÍBV falla, ef árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna í Bestu deild karla gengur eftir.
Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi Bestu deildar karla í fótbolta. Þar var meðal annars greint frá árlegri spá þjálfara, fyrirliða og formanna um lokastöðu deildarinnar.
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir ógjörning að ráða í Stjörnuliðið, bæði fyrir hvert tímabil og eins milli leikja. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sé óútreiknanlegur.
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 5. sæti Bestu deildar karla í sumar.
Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma.
Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis áhyggjuefni. Nýlega var fyrirliði Bestu deildar liðs dæmdur í bann vegna veðmála. Í ljósi þess hyggst sambandið auka fræðslu.
Þrír nýir sérfræðingar verða í Stúkunni í sumar. Þeir eru ekki af verri endanum en þeir hafa allir víðtæka reynslu úr fótboltanum.
Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.
Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri.