Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guð­mundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frá Akur­eyri í Meistara­deild Asíu

Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gary Martin kveður Ís­land: „Takk fyrir mig“

Komið er að tíma­mótum á ferli enska sóknar­mannsins Gary Martin sem leikið hefur hér á landi við góðan orð­stír nær ó­slitið frá árinu 2010. Eng­lendingurinn er á leið heim eftir far­sælan feril hér á landi og hann þakkar fyrir sig í hjart­næmri færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skandall og ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta

Björg­vin Karl Gunnars­son, þjálfari kvenna­liðs FHL í fót­bolta, segir það ó­sann­gjarnt gagn­vart stelpum í fót­bolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvenna­boltanum er sam­mála og segir það al­gjöran skan­dal að það séu að­eins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll

Eyjamenn eru ansi nálægt því að geta fagnað sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 6-0 risasigur á Grindavík í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar í dag. Grótta féll en ÍR bjó sér til góða von um að fara í umspil.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ef þetta hefði gerst í karla­fót­bolta“

„Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta,“ skrifar Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu um mynd sem birt var af þjálfara FHL og aðstoðarþjálfara Fram eftir sigur síðarnefnda liðsins á því fyrrnefnda í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. Með sigrinum tryggði Fram sér sæti í Bestu deild kvenna að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram upp í Bestu deild kvenna

Fram hefur tryggt sér sæti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á næstu leiktíð. Það gerði liðið með frábærum 5-0 sigri á toppliði FHL í lokaumferð Lengjudeildar kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“

Hárréttur dómur eða óskiljanlegur? Eða kannski mannleg mistök í spennuþrungnum stórleik? Það voru að minnsta kosti heldur betur skiptar skoðanir í Stúkunni, á rauða spjaldinu sem Hólmar Örn Eyjólfsson fékk í 3-2 sigri Víkinga á Val í Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Slags­málin send til aga­nefndar

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn