Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

For­­maðurinn og þjálfarinn hand­skafa völlinn fyrir stór­­­leikinn á morgun

Vestra­menn sitja ekki auðum höndum þessar klukku­stundirnar. Fjöl­mennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að hand­skafa völlinn eftir snjó­komu síðustu tveggja sólar­hringa. Á morgun taka Vestra­menn á móti Fylki í loka­um­ferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heima­menn haldi sæti sínu í deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan

„Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þor­lákur tekinn við ÍBV

Þorlákur Árnason mun stýra ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur undanfarið þjálfað í efstu deild kvenna í Portúgal.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stubbur hrundi vegna á­lags

Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Orri Sigurður kallar leik­mann Fram ræfil

Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fá annað tæki­færi: Lengd fram­lengingar kærð

Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ör­lög HK ráðast í Laugar­dal

Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Íslenski boltinn