Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“ Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 23. júní 2023 13:59
Diljá sló í gegn í Besta þættinum: „Þetta er ógeðslega vont“ Eurovision-stjarnan Diljá Pétursdóttir var senuþjófur þegar HK og Breiðablik mættust í Besta þættinum, til að hita upp fyrir nágrannaslag liðanna sem fram fer í Kórnum í kvöld, í Bestu deild karla. Þáttinn má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 23. júní 2023 13:01
Sjáðu öll mörkin: Tu hrellti Val og Selfoss sá loks til sólar Áfram er nánast ómögulegt að spá til um úrslit í Bestu deild kvenna í fótbolta en meistarar Vals eru, þrátt fyrir jafntefli við Keflavík, áfram á toppnum eftir 9. umferð sem spiluð var í gær. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 22. júní 2023 14:01
Stefán Ingi á leið til Belgíu Stefán Ingi Sigurðarson, framherji Breiðabliks og annar af tveimur markahæstu leikmönnum Bestu deildar karla í knattspyrnu, er á leið til Belgíu. Íslenski boltinn 22. júní 2023 11:00
Jóhann: Getum spilað mjög vel þegar við náum okkar takti Þór/KA vann 5-0 heimasigur á Tindastóli í 9. umferð Bestu deildar kvenna fyrr í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik settu heimakonur í fimmta gír í þeim seinni og skoruðu þrjú mörk á 7 mínútna kafla og gengu að lokum frá leiknum með fimm mörkum. Fótbolti 21. júní 2023 23:00
„Hún var bara spörkuð út úr leiknum“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki sáttur eftir að markahæsti leikmaður Vals, Bryndís Arna Níelsdóttir, fór meidd af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í kvöld. Fótbolti 21. júní 2023 22:31
Telma: Fannst ég eiga seinna markið Telma Ívarsdóttir átti góðan leik í marki Breiðabliks í 2-2 jafntefli liðsins við Þrótt. Breiðablik tók forystuna snemma en fékk á sig tvö mörk með skömmu millibili í seinni hálfleik. Telma viðurkennir sjálf mistök sín í seinna markinu. Fótbolti 21. júní 2023 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þróttur R. 2-2 | Jafntefli í fjörugum leik Breiðablik og Þróttur Reykjavík skildu jöfn þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í Bestu deildinni í kvöld. Liðunum mistókst því að minnka forskot Vals á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 21. júní 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. Íslenski boltinn 21. júní 2023 20:54
Guðni: Þetta var erfiður sigur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga. Fótbolti 21. júní 2023 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Íslenski boltinn 21. júní 2023 19:22
Besta upphitunin: „Nóg af leikjum eftir og það geta allir tekið stig af öllum“ Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 21. júní 2023 11:00
Fjöldi leikja færður vegna þátttöku U-19 ára landsliðsins á EM Íslenska U-19 ára landsliðið í knattspyrnu tekur þátt í úrslitakeppni EM 2023 í sumar. Sökum þess hefur fjöldi leikja í Bestu deild karla og Lengjudeild karla verið færður til. Sjá má leikina hér að neðan. Íslenski boltinn 20. júní 2023 17:01
KA til Wales en Víkingur til Lettlands Lið Víkings og KA voru í skálinni í dag þegar dregið var í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Íslenski boltinn 20. júní 2023 13:14
Blikar mæta írsku meisturunum ef allt gengur upp Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta írsku meisturunum úr Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, takist Blikum að komast áfram úr fjögurra liða forkeppninni sem þeir taka þátt í. Íslenski boltinn 20. júní 2023 12:15
Hræðist ekki kaldara loftslag í Reykjavík: „Mikil spenna fyrir þessu verkefni“ Það skýrist í dag hvaða liði KA mætir í fyrstu viðureign sinni í rúm tuttugu ár í Evrópukeppni í fótbolta. Liðið mun þurfa að leika Evrópuleiki sína í Reykjavík og ríkir mikil spenna hjá KA-fólki fyrir drætti dagsins. Íslenski boltinn 20. júní 2023 12:01
Gísli fer til Vals Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust. Íslenski boltinn 19. júní 2023 13:13
Urðu að fá vatnspásu í leik á Íslandi: „Menn voru alveg að grillast“ Það telst til tíðinda að stöðva þurfi fótboltaleik á Íslandi vegna mikils hita, svo að leikmenn geti fengið sér að drekka, en þess gerðist þörf þegar Höttur/Huginn mætti Þrótti Vogum í 2. deild á þjóðhátíðardaginn um helgina. Íslenski boltinn 19. júní 2023 12:01
Erlent lið á höttunum á eftir markahæsta manni Bestu deildarinnar Ekki er víst að Stefán Ingi Sigurðarson klári tímabilið hér á landi með Íslandsmeisturum Breiðabliks en framherjinn er á óskalista liðs erlendis frá. Íslenski boltinn 19. júní 2023 11:25
„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Íslenski boltinn 17. júní 2023 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 0-1 | Stjarnan á leið í undanúrslit Keflavík tók á móti Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Stjörnukonur unnu síðustu viðureign liðanna 3-0 og unnu aftur í kvöld, þó með minnsta mögulega mun. Íslenski boltinn 16. júní 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Selfoss 2-1 | 1. deildarlið Víkings sló úrvalsdeildarlið Selfoss úr leik Víkingur og Selfoss mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld. Víkingur trónir á toppi Lengjudeildar á meðan Selfoss skrapar botninn í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 16. júní 2023 20:45
Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun. Íslenski boltinn 15. júní 2023 22:18
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. Íslenski boltinn 15. júní 2023 21:50
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. Íslenski boltinn 15. júní 2023 17:29
Meistarabanarnir taka á móti Blikum í kvöld: „Þetta verður hörkuleikur“ Það dregur til tíðinda í kvöld þegar að átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu hefjast og í Laugardalnum er á dagskrá stórleikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Íslenski boltinn 15. júní 2023 15:01
Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Íslenski boltinn 14. júní 2023 23:37
„Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár“ „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum,“ segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikstíl liðsins. Íslenski boltinn 14. júní 2023 20:58
Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur. Íslenski boltinn 14. júní 2023 13:00
Fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing Alberto Sánchez Montilla, leikmaður Kormáks/Hvatar hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Kára í 3. deildinni síðastliðinn sunnudag. Fótbolti 13. júní 2023 16:41
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti