Belgar varaðir við því að borða jólatrén Matvælastofnun Belgíu hefur varað fólk við því að leggja sér jólatré til munns, eftir að borgaryfirvöld í borginni Ghent lagði til við fólk að prófa. Erlent 8.1.2025 08:16
Veður gæti haft áhrif á brennuhald Jólin verða kvödd með þrettándabrennum víða um land í kvöld, það er að segja ef veður leyfir. Útlit er fyrir norðanátt í dag og nokkuð vindasamt veður. Innlent 6.1.2025 12:02
Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði sér fram á að hafa nóg að gera næstu daga því hann tekur að sér að safna jólatrjám á svæðinu fyrir íbúa og koma þeim í förgun. Allir ágóði söfnunarinnar rennur óskertur til Píeta samtakanna. Innlent 4.1.2025 14:06
Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Eyjamærin Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þau njóta nú lífsins og jólanna í sól og hita á Tenerife. Lífið 27. desember 2024 14:55
Eiga nú glöðustu hunda í heimi Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram. Lífið 27. desember 2024 10:15
Gary sem stal jólunum Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. Enski boltinn 27. desember 2024 09:30
Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, er frumsýnt í kvöld. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri verksins segir jólahald fara „allt í rugl“ þegar frumsýning er haldin annan í jólum. Menning 26. desember 2024 20:23
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Innlent 26. desember 2024 18:59
Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Það var rólegt í kvennaathvarfinu á aðfangadagskvöld en mikil aðsókn hefur verið í viðtalstíma athvarfsins allan mánuðinn. Framkvæmdastýran segir húsnæðið ekki anna eftirspurn og því sé beðið með eftirvæntingu eftir nýju húsi. Innlent 26. desember 2024 13:32
Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Vagn með aðfangadagsmáltíðum fyrir sjúklinga á Landspítalanum komst ekki á áfangastað sinn í Fossvogi með þeim afleiðingum að rúmlega 20 sjúklingar fengu ekki máltíðir sínar. Brugðist var hratt við og fengu þeir sjúklingar jólamáltíðir starfsfólks. Innlent 26. desember 2024 12:07
Skilaboð hátíðarinnar Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna. Skoðun 25. desember 2024 22:59
Jólakindin Djásn á Stokkseyri Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana. Innlent 25. desember 2024 20:06
Alls kyns jól um allan heim Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Erlent 25. desember 2024 20:03
Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg. Innlent 25. desember 2024 15:01
Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé. Innlent 25. desember 2024 11:48
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. Innlent 25. desember 2024 11:42
Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Enski boltinn 24. desember 2024 16:01
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Innlent 24. desember 2024 16:01
Jólagjafir íslenskra vinnustaða Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni. Lífið 24. desember 2024 13:23
Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla. Innlent 24. desember 2024 12:45
Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins. Innlent 24. desember 2024 12:01
Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða. Innlent 24. desember 2024 11:30
Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Á jólanótt fyrir margt löngu var ugla sem var illa á sig komin. Hún flaug um í myrkrinu og leitaði sér skjóls í næturfrostinu. Í fjarska kom hún auga á agnarsmátt ljós og tók stefnuna beint á það. Hún kom að afskekktum sveitabæ þar sem ljósið skein og fyrir neðan sig heyrði hún fótatak á frosnum snjónum. Uglan leit niður og sá þá stúlku sem var á göngu. Jól 24. desember 2024 09:30
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól