

Jólavefur Vísis
Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Jólalögin eru komin í loftið
Jólalögin eru komin í spilun á útvarpsstöðvum núna, mörgum til mikillar gleði þó einhverjum þyki þetta of snemmt. Létt Bylgjan 96.5 er orðin að jólastöð líkt og á hverju ári.

Auðvelda fyrirtækjum að gleðja starfsfólk
Með fyrirtækjaaðgangi á vefverslun Vorhus.is geta vinnuveitendur nýtt þægilegt pöntunarferli og nálgast fallega gjafapakka fyrir starfsmennina allan ársins hring

Covid-19 ætti ekki að fæla fólk frá því að sækja sér jólatré
„Staðan er nú bara eins og verið hefur; við erum að fá hópa og fella tré og selja í heildsölu. Ég held reyndar að í ár verði fólk kannski að plana með styttri fyrirvara, því ástandið er búið að vera eins og það er. Fólk er kannski ekkert að hugsa fram í tímann fyrr en næstu leiðbeiningar koma.“

Jóhanna Guðrún gefur út fyrsta lagið af komandi jólaplötu
Jóhanna Guðrún hefur gefið út fyrsta lagið af væntanlegri jólaplötu.

Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst
Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag.

Yfir 200 verslanir á heimapopup á Single´s Day
Yfir 200 verslanir bjóða frábær tilboð, afslætti eða kaupauka á morgun en þá fer í loftið Single´s Day afsláttarsíða inni á heimapopup.is

Standi allir vaktina ættum við að sjá fram á góða aðventu og jól
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila í vikunni tillögum til heilbrigðisráðherra um aðgerðir sem taka gildi 18. nóvember.

Netverslun vikunnar: Allt að 50 % afsláttur á degi einhleypra á Mynto.is
Mynto.is er netverslun vikunnar á Vísi. Þrír söluhæstu dagar netverslunar á Íslandi eru framundan í nóvember, Dagur einhleypra þann 11.11, Svartur föstudagur þann 27.11 og Cyber Monday þann 30.11.

Umferðaröngþveiti við jólahús í Hveragerði
Húsið við Réttarheiði 17 í Hveragerði vekur mikla athygli en það er ríkulega jólaskreytt af eiganda hússins, Gunnari Sigurðssyni. Mikil umferð er í kringum húsið síðdegs og á kvöldinn þar sem fólk er að skoða skreytingarnar.

Jólaverslunin fer af stað með hvelli
Um 40 þúsund manns horfðu á beina útsendingu frá Jólakvöldi Húsgagnahallarinnar hér í gærkvöldi. Álagið setti tæknilegt strik í reikninginn til að byrja með en allt komst þó í gang. Íslendingar eru greinilega komnir í jólaskapið.

Jóhanna Guðrún lagði blóð, svita og tár í nýja jólaplötu
Fyrr í dag tilkynnti Jóhanna Guðrún glænýja tíu laga jólaplötu sem er væntanleg frá henni þann 19. nóvember. Platan heitir Jól með Jóhönnu og var það Davíð Sigurgeirsson eiginmaður hennar Jóhönnu sem stýrði upptökum.

Kölluð út snemma morguns vegna ölvaðs manns í jólaskapi
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjötta tímanum í morgun eftir að tilkynning barst um „undarleg hljóð frá stigagangi í fjölbýlishúsi í hverfi 201“.

Bein útsending: Jólakvöld Húsgagnahallarinnar
Ekki missa af Jólakvöldi Húsgagnahallarinnar sem fram fer í beinu streymi hér á Vísi klukkan 20 í kvöld. Skemmtilegar uppákomur og leikir þar sem hægt verður að vinna flottar vörur.

Jólagestir Björgvins verða í beinni útsendingu
Jólatónleikarnir Jólagestir Björgvins munu fara fram í ár en með breyttu sniði og heima í stofu hjá landsmönnum.

Akkúrat árið og tíminn til að gefa út jólaplötu saman
Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson eru að leggja lokahönd á jólaplötu og mun hún koma út þann 27. nóvember næstkomandi. Platan kallast einfaldlega Það eru jól.

Nýtt jólalag frá Björgvini Halldórssyni
Björgvin Halldórsson hefur gefið út glænýtt jólalag sem heitir Ljós þín loga.

Smákökusamkeppni: Lumar þú á verðlaunauppskrift?
Smákökusamkeppni Kornax er að bresta á og vegleg verðlaun í boði fyrir bestu smákökuuppskriftirnar. Senda þarf inn uppskrift fyrir 12. nóvember

Stór jólaboð mögulega bönnuð í Bretlandi
Breski dómsmálaráðherrann, Robert Buckland, hefur varað við því að stór jólaboð verði hugsanlega bönnuð í Bretlandi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Er ástæða til að sleppa greiðsludreifingu þessi jólin?
Nú styttist í mánaðamót, þau síðustu áður en jólamánuðurinn gengur í garð. Búast má við að hátíðirnar verði með breyttu sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar sem líklega mun auka tilteknar tegundir neyslu og draga úr öðrum.

Jólabjórinn viku fyrr á ferðinni en vanalega
Sérstakar aðstæður í samfélaginu vegna faraldurs kórónuveiru hafa áhrif á þessa ákvörðun, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.

Gleðileg jól í bólinu með jóladagatali Hermosa
Jóladagatöl kynlífstækjaverslunarinnar Hermosa rjúka út. Forpöntun er í fullum gangi og ennþá hægt að næla sér í geggjaðar græjur til að gleðja í skammdeginu

Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð
Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum.

Kveikt verður á jólaljósum í Reykjavík um næstu helgi
Borgarstjóri segir að jólaljósin í Reykjavík verði kveikt um næstu helgi, eða þremur vikum fyrr en vanalega.

IKEA-geitin komin á sinn stað og ljósin brátt tendruð
IKEA-geitinni var komið á sinn stað fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ í gær. Til stendur að tendra á ljósunum síðdegis í dag eða þá á morgun.

Emmsjé Gauti ávarpaði þjóðina: „Ekki unnt að halda Jülevenner“
„Góðir Íslendingar. Ég hef ég óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum miklar samkomu takmarkanir og má jafna áhrifum þeirra á jólatónleikahald heimsins við krossfestingu Jesú Krists.

Bó mun syngja fyrir tómum sal á jólatónleikum
Björgvin Halldórsson mun syngja fyrir tómum sal á árlegum jólatónleikum sínum, Jólagestum Björgvins, í ár. Sé hugmyndin að halda tónleikana fyrir framan myndavélar.

„Það er ekkert búið að segja að það verði ekki gaman um jólin“
Útlit er fyrir að jólatónleikahald sé í mikilli hættu þetta árið. Sökudólgurinn í því, líkt og svo mörgu öðru, er faraldur kórónuveirunnar.

Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum.

Íslendingar æstir í kynlífstækjadagatöl fyrir jólin
Kynlífstækjabúðin Losti býður upp á spennandi dagatöl fyrir fullorðna fólkið en í dagatalinu eru 24 kynlífsleikföng sem krydda vel upp á desembermánuð.

Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins
Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember.