Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Innviðafjárfestingar á Íslandi í sögulegu lágmarki

Varla er um það deilt að innviðastofn samfélagsins, hafnir, flugvellir, vegir, brýr, göng, flutningskerfi raforku, breiðband og aðrir innviðir upplýsingatækni – spítalar og skólar – séu forsenda hagvaxtar og velferðar til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn ætti að fá nýtt markmið

Í síðustu viku gagnrýndi ég harðlega þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti þar sem ég tel að það muni aðeins bæta olíu á eldinn í því sem gæti vel reynst vera ósjálfbær "bóla“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Framandi framtíðarstörf

Fyrir nokkru birti PriceWaterhouseCoopers í Bretlandi skýrslu um efnahagshorfur þar í landi. Ein meginniðurstaða skýrslu þessarar var sú að 30% núverandi starfa í Bretlandi verði fyrir áhrifum sjálfvirkni á næstu 15 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarninn og hismið

Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Salan á 69% í Ölgerðinni í höfn

Gengið var endanlega frá sölu á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni þann 27. apríl síðastliðinn. Ný stjórn fyrirtækisins var kjörin sama dag og tóku fulltrúar framtakssjóðanna Akurs fjárfestinga og Horns III þá sæti í stjórninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi þingmenn gefa út tímaritið Úti

Róbert Marshall og Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, hafa stofnað útgáfufélagið Vertu úti utan um nýtt tímarit sem hefur fengið nafnið Úti. Samkvæmt skráningu félagsins hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra mun það gefa tímaritið út á íslensku og ensku en einnig framleiða annað fjölmiðlaefni og skipuleggja viðburði og fræðslu sem tengist útivist.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli

"Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kjörís og Emmessís takast á fyrir dómi

Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði lögbann á notkun Emmessíss á vörumerkinu Toppís. Stjórnendur Emmessíss breyttu nafninu, hafa gagnstefnt Kjörís í Hveragerði og vilja bætur. Verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag.

Viðskipti innlent