Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2020 19:42 Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. Trúverðugleiki FME sé í húfi. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. Það að samningar hafi náðst við flugfreyjur um helgina er meðal þess sem hafði áhrif á ákvörðunina að sögn formanns VR. Fleiri ástæður liggi einnig að baki. „Við teljum ekki ástæðu í stjórn VR til þess að setja frekari þrýsting eða standa við þessa yfirlýsingu sem að við sendum frá okkur. Þetta er fimmtán manna stjórn og við höfum ólík sjónarmið en erum sammála um það að draga þessa yfirlýsingu til baka og ætlum að gera það. En ert þú enn þeirrar skoðunar að sjóðurinn ætti ekki að taka þátt í hlutafjárútboði, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka? „Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég tel ólíklegt, mjög ólíklegt, að lífeyrissjóðirnir komi inn í þetta útboð eða styðji við félagið fjárhagslega með þessa stjórn og stjórnendur við völd í félaginu og það er ennþá mín skoðun. Ég tel að það hafi verið félaginu farsælla að fara í gegnum þennan ólgusjó með nýju fólki í brúnni,“ svarar Ragnar Þór. Ítarlegt viðtal við Ragnar er að finna í spilaranum neðst í fréttinni. Trúverðugleiki FME sé undir Þrátt fyrir að tilmælin hafi verið dregin til baka standa Samtök atvinnulífsins við þá skoðun sína að fjármálaeftirlitið eigi að taka málið föstum tökum, en samtökin sendu Seðlabankanum bréf þess efnis í gær. „Í mínum huga er trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir í þessu máli þar sem fjármálaeftirlitið hefur gefið frá sér tilmæli sem eru alveg skýr en formaður og stjórn VR hafa látið þessi tilmæli sem vind um eyru þjóta. Þannig ég vænti þess að fjármálaeftirlitið taki málið upp,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Lífeyrissjóðir Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent