Norræna flutningamannasambandið fordæmir Icelandair Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2020 14:13 Norræna flutningamannasambandið fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaradeilunni við flugfreyjur. Vísir/Vilhelm Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“ Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
Norræna flutningamannasambandið, NTF, fordæmir aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands. Sambandið hvetur Icelandair jafnframt til að bæta starfsandann hjá félaginu en svipaðar aðstæður hafi komið upp eftir kjaraviðræður annars félags og þar hafi starfsumhverfið, mörgum árum eftir atburðina, enn verið á ótraustum grunni. Í yfirlýsingu frá NTF segir að ljóst sé að hinir ýmsu atvinnuvegir hafi orðið fyrir miklum skaða vegna kórónuveirufaraldursins, ekki síst flutningsgeirinn. Það liggi einnig í augum uppi að grafalvarleg staða sé uppi hjá mörgum flugfélögum en lausn vandans sé hins vegar ekki sú að beita stéttarfélög þrýstingi og hótunum til þess að veikja kjarasamninga. „Við urðum fyrir miklum vonbrigðum þegar við fréttum frá FFÍ að á meðan á kjaraviðræðum stóð hafi Icelandair sagt upp öllum flugfreyjum með örstuttum fyrirvara. Fyrirtækið [sagði] FFÍ að það hygðist skipta út flugfreyjum fyrir flugmenn, sem höfðu á örskotsstund verið þjálfaðir til að gæta öryggis um borð. Þar að auki hafði fyrirtækið áætlanir um að semja við annað stéttarfélag og skipta FFÍ út, sem er eina félagið sem er í forsvari fyrir flugfreyjur á Íslandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er það rifjað upp að kjarasamningar hafi verið samþykktir á síðustu stundu. NTF lýsir hins vegar yfir óánægju sinni vegna aðferðanna sem Icelandair beitti. Svipaðar aðstæður hafi áður komið upp hjá öðru flugfélagi sem hafi verið í kjaraviðræðum og mörgum árum síðar hafi starfsandinn enn verið í molum vegna atburðanna. „Traust og gagnkvæm virðing eru lykilatriði þegar kemur að því að tryggja öruggt og gott starfsumhverfi um borð í flugvél. Enginn hópur starfsmanna ætti að vera notaður til þess að grafa undan hlutverki annarra starfsmanna. Við fordæmum harðlega áætlun félagsins og hvetjum fyrirtækið til að beita sig fyrir því að starfsandinn verði góður og allir sem eiga í hlut muni ná sáttum.“
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir „Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27 Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42 Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Sjá meira
„Best fyrir alla“ ef flugfreyjur hefðu samþykkt fyrri samninginn Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, segir það ekki hafa verið fyrsta val að slíta viðræðum Icelandair við Flugfreyjufélagið eftir að samningur var felldur í byrjun júlí. 2. ágúst 2020 12:27
Icelandair hefur undirritað samninga við flesta kröfuhafa Samningaviðræður Icelandair við kröfuhafa eru vel á veg komnar og hafa samningar við flesta kröfuhafa verið undirritaðir. 31. júlí 2020 22:42
Flugfreyjur Icelandair næstu tvo mánuði verði um 200 talsins Forstjóri Icelandair Group segir um 200 flugfreyjur og flugþjónar verði á mála hjá félaginu í ágúst og september, þetta kom fram í viðtali við Boga Nils í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 27. júlí 2020 19:09