Umfjöllun, myndir og viðtöl: Grindavík - Valur 98-67 | Grindvíkingar rassskelltu toppliðið Grindvíkingar stöðvuðu ellefu leikja sigurgöngu Valsmanna með sannfærandi 31 stigs sigur á toppliðinu í Smáranum í kvöld, 98-67. Fyrir vikið eru sjóðheitir Grindvíkingar búnir að vinna tíu leiki í röð í Subway deild karla í körfubolta. Grindavík tók ekki aðeins bæði stigin í boði heldur vann liðið einnig upp þrettán stiga tap á móti Val í fyrri leiknum. Körfubolti 15. mars 2024 20:58
Rétta úr kynjahlutfallinu á Álftanesi Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson og unnusta hans Sara Dögg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur eiga von á sínu þriðja barni. Parið tilkynnti í einlægri færslu á Instgram að von væri á dreng. Lífið 15. mars 2024 13:14
Luka-laust Dallas gætið endað í umspili Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók. Körfubolti 15. mars 2024 11:31
Leikið fyrir Píeta í Vesturbænum Körfuknattleiksdeild KR stendur fyrir sérstökum styrktarleik fyrir Píeta samtökin er liðið mætir ÍA í 1. deild karla í körfubolta í Frostaskjóli í kvöld. Körfubolti 15. mars 2024 10:00
Maté: Atvinnumennirnir gáfust upp í áhlaupi Hattar Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var afar ósáttur við frammistöðu síns liðs í 93-68 tapi gegn Hetti á Egilsstöðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Haukar höfðu ekki að neinu að keppa, áttu hvorki möguleika á sæti í úrslitakeppni né í hættu að falla, meðan Höttur þurfti að vinna til að komast í úrslitakeppnina. Það sást í leiknum. Körfubolti 14. mars 2024 22:41
Haukur Helgi: Búið að vera þungt en gott að vinna grannaslag og koma okkur í gírinn Eftir langa fjarveru átti Haukur Helgi Pálsson frábæra endurkomu í lið Álftaness sem lagði Stjörnuna að velli í Forsetahöllinni í kvöld. Haukur endaði stigahæstur með 23 stig, þar af fimm þriggja stiga skot, auk þess greip hann 8 fráköst og stal einum bolta. Körfubolti 14. mars 2024 22:05
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 93-68 | Höttur sækir áfram að úrslitakeppninni Höttur vann mikilvægan sigur á Haukum, 93-68, í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld sem þýðir að liðið er skrefi nær því að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins. Höttur snéri leiknum sér í vil eftir að einn liðsmanna þess var útilokaður frá leiknum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur á 63 sekúndum. Körfubolti 14. mars 2024 21:58
„Viljum ekki bara tvö stig, viljum líka vera spila vel.“ Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með gestina frá Hveragerði í kvöld þegar Hamar leit við í Ljónagryfjuna í 20.umferð Subway deild karla. Heimamenn fóru með öruggan 31 stiga sigur 103-72. Körfubolti 14. mars 2024 21:51
„Ekki jákvætt fyrir Keflavík ef hann ætlar að láta einhvern pjakk æsa sig upp“ Það varð formlega ljóst í kvöld að Breiðablik á ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Subway-deild karla þegar liðið tapaði gegn Keflavík. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar þrjár umferðir eftir og með verri stöðu í innbyrðis viðureignum gegn Haukum sem sitja í síðasta örugga sætinu. Körfubolti 14. mars 2024 21:39
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Álftanes - Stjarnan 86-77 | Dúi kláraði uppeldisfélagið og tryggði sæti í úrslitakeppninni Dúi Þór Jónsson var frábær á lokamínútnum á móti uppeldisfélagi sínu þegar Álftanes vann níu stiga sigur á nágrönnum sínum Stjörnunni, 86-77, og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2024 20:56
Martin missti af Euroleague leik í kvöld: Upptekinn á fæðingardeildinni Martin Hermannsson var ekki með þýska liðinu Alba Berlin þegar liðið mætti franska liðinu Mónakó í Euroleague í kvöld. Körfubolti 14. mars 2024 19:16
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Hamar 103-72 | Hamarsmenn í gini ljónsins Fallnir Hamarsmenn áttu ekki mikla möguleika í Ljónagryfjunni í kvöld og á endanum unnu Njarðvíkingar 31 stigs sigur, 103-72. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík felldi Breiðablik Keflvíkingar unnu öruggan nítján stiga sigur á Breiðabliki, 108-89, í Smáranum í kvöld og þar með eru Blikarnir fallnir úr Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Umfjöllun: Tindastóll - Þór Þorl. 79-87 | Stólarnir byrja illa án Pavels Þórsarar sóttu tvö mikilvæg stig á Sauðárkrók í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Íslandsmeisturum Tindastóls, 87-79. Stólarnir voru að leika sinn fyrsta leik án þjálfara síns Pavels Ermolinskij sem fór í ótímabundið veikindaleyfi. Körfubolti 14. mars 2024 18:30
Steph Curry um forsetaframboð í framtíðinni: „Kannski“ Stephen Curry er besta skytta NBA-sögunnar og labbar örugglega inn í Heiðurshöll körfuboltans við fyrsta tækifæri. Framtíð hans gæti legið í stjórnmálunum. Körfubolti 13. mars 2024 23:00
Tryggvi í undanúrslit eftir magnaða endurkomu Bilbao í Evrópuleik Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum FIBA Europe Cup eftir 28 stiga sigur á Legia Varsjá, 81-53, á heimavelli. Körfubolti 13. mars 2024 20:55
Keflavíkurkonur byrjuðu seinni hálfleik 16-0 og fóru létt með Hauka Deildarmeistarar Keflavíkur mæta sjóðandi heitar inn í bikarvikuna eftir 23 stiga sigur á Haukum, 86-63, í Blue höllinni í Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. mars 2024 20:50
Klaufalegar stafsetningarvillur á Kobe-styttunni Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur. Körfubolti 13. mars 2024 07:01
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 99-72 | Njarðvík aftur á sigurbraut Fjögurra leikja taphrinu Njarðvíkur er lokið eftir 27 stiga sigur gegn Stjörnunni 99-72. Njarðvík vann þrjá af fjórum leikhlutum og vann verðskuldaðan sigur. Körfubolti 12. mars 2024 21:22
„Töluvert skemmtilegra að vinna heldur en að tapa“ Njarðvík komst aftur á sigurbraut eftir 27 stiga sigur gegn Stjörnunni 99-72. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur var ansi ánægður með að fjögurra leikja taphrinu liðsins sé lokið. Sport 12. mars 2024 21:20
Þór og Fjölnir með góða sigra Þór Akureyri og Fjölnir unnu í kvöld góða sigra í B-hluta Subway-deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 12. mars 2024 21:15
„Fyrstu viðbrögð eru að hugsa hlýtt til Pavels“ Matthías Orri Sigurðarson er með Stefáni Árna Pálssyni í Körfuboltakvöldi Extra í kvöld. Ræða þeir Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls, en félagið gaf út í dag að Pavel væri á leið í veikindaleyfi. Körfubolti 12. mars 2024 20:45
Pavel í veikindaleyfi Pavel Ermolinskij er kominn í veikindaleyfi frá störfum sínum sem þjálfari Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 12. mars 2024 13:58
„Ef hann væri að spila í dag værum við að tala um hann eins og Trae Young“ Nei eða Já var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var meðal annars farið yfir hversu sigurstrangleg Bandaríkin eru á Ólympíuleikunum 2024 og hvort Allen Iversson hafi verið ofmetinn leikmaður. Körfubolti 12. mars 2024 08:32
Sektaður um nærri fjórtán milljónir króna fyrir að gera „peningamerki“ Rudy Gobert, leikmaður Minnesota Timberwolves, fékk heldur betur að borga fyrir að gera „peningamerki“ með fingrunum í tapi liðsins gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta um liðna helgi. Körfubolti 11. mars 2024 22:30
„Vorum flatir, andlausir og þetta var gjörsamlega til háborinnar skammar“ Höttur steinlá gegn Keflavík á útivelli 110-71. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var langt frá því að vera sáttur út í sitt lið eftir 39 stiga tap. Sport 11. mars 2024 21:26
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Höttur 110-71 | Sjóðandi heitir heimamenn pökkuðu gestunum saman Keflavík sópaði gólfið með Hetti frá Egilsstöðum þegar liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í leik sem var ítrekað frestað vegna skorts á heitu vatni í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga. Körfubolti 11. mars 2024 20:50
Boston verður í vandræðum undir lok stóru leikjanna Í þættinum Lögmál leiksins í kvöld verður farið yfir lokaandartökin í leik Boston Celtics og Denver Nuggets sem fram fór á dögunum en Nuggets vann þann leik nokkuð tæpt undir lokin. Sport 11. mars 2024 17:01
Óheppnin eltir Hauk Helga Körfuboltamaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur verið frá keppni síðustu vikur vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í Subway-deildinni. Sport 11. mars 2024 15:30
Foxillur Kjartan grýtti spjaldinu í gólfið: „Áran yfir þeim rosa þung og leiðinleg“ Það er mikið í húfi hjá körfuboltaliði Álftaness á næstu vikum en sérfræðingarnir í Subway Körfuboltakvöldi voru sammála um að áran yfir liðinu gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Körfubolti 11. mars 2024 14:30