Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Táknrænt að breyta joggingbuxum í gönguskó

Ferðamenn sem leggja leið sína til landsins munu í sumar geta breytt joggingbuxunum sínum í gönguskó. Um er að ræða markaðsherferð á vegum Íslandsstofu þar sem fólk er hvatt til þess að loka tímabili takmarkana með táknrænum hætti.

Innlent
Fréttamynd

467 daga þrauta­ganga á enda

Dagurinn í dag er sann­kallaður há­tíðis­dagur. Hann markar enda­lok sam­komu­tak­markana sem hafa verið í gildi í ein­hverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til fram­búðar.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Innlent
Fréttamynd

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil ekki vera leiðin­legi gæinn í partíinu“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir daginn í dag marka áfangasigur í baráttunni við kórónuveiruna, en eins og greint hefur verið frá falla allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins hér innanlands niður á miðnætti. Þórólfur telur þó ekki um fullnaðarsigur að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í sam­fé­lagi“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Öllu aflétt innanlands á miðnætti

Allar takmarkanir vegna farsóttar eru að falla úr gildi hér á landi. Þetta tekur gildi á morgun, 26. júní, en það þýðir raunar að þetta taki gildi strax á miðnætti í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ó­reglu­legar blæðingar eftir bólu­setningu or­sakast lík­lega af hita

Ekki þarf að koma á ó­vart að konur geti fengið ó­­­reglu­­legar blæðingar eftir bólu­­setningu við Co­vid-19. Slíkt þekkist af öðrum bólu­efnum og sjúk­­dómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannes­­sonar, sér­­­náms­­læknis í lyf­­lækningum á Land­­spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að létta verulega á takmörkunum

Viðbúið er að verulegar breytingar á samkömutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni var aldrei rannsakaður

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Gray Line áætlar endurreisn

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line áætlar endurreisn á næstu þremur árum. Heimild félagsins til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út á morgun en félagið hefur lagt fram frumvarp að nauðasamningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á að atvinnuleysi minnki áfram

Atvinnuleysi dróst saman um 2,8% á milli mánaða og stendur í tæpum sex prósentum samkvæmt nýju mati Hagstofunnar. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur víst að áfram muni draga úr atvinnuleysi í sumar.

Innlent