Áttu að vera í sóttkví en fóru að skoða Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði í dag erlendan ferðamann fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi vestan við Vík í Mýrdal. Við nánari skoðun kom í ljós að viðkomandi átti að vera í sóttkví. Innlent 30. mars 2021 22:03
Hættu snarlega við öll páskaplön Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra. Innlent 30. mars 2021 21:15
Dálítið eins og stjórnvöld „séu í öðrum heimi“ Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor telur að búa þurfi til heildaráætlun með heildarhagsmuni að leiðarljósi, ekki aðeins einnar atvinnugreinar, þegar litið er til komu ferðamanna hingað til lands. Hann telur viðleitni stjórnvalda til að greiða leið ferðamanna hingað til lands frá og með 1. maí koma of snemma. Hann segir að stjórnvöld virðist með áformum sínum „í öðrum heimi.“ Innlent 30. mars 2021 20:52
Opna skóla eftir páskafrí með svipuðum takmörkunum og í haust Menntamálaráðherra segir stefnt á að opna skóla eftir páskafrí en með svipuðum takmörkunum og síðasta haust. Innlent 30. mars 2021 20:00
Ferðamannastraumurinn hefst líklega ekki fyrr en í haust Sex sinnum fleiri komur og brottfarir verða um Keflavíkurflugvöll um páskana en í fyrra. Þær eru þó tífalt færri en árið 2019. Ferðamálastjóri telur eldgosið í Geldingadölum verða fjölfarnasta ferðamannastað landsins næstu misseri en er ekki bjartsýnn á sumarið. Innlent 30. mars 2021 19:00
„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. Innlent 30. mars 2021 18:57
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. Innlent 30. mars 2021 17:48
Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Skoðun 30. mars 2021 17:22
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. Innlent 30. mars 2021 15:36
Hásinin hjálpaði Söru að forðast smit: „Er hvort sem er í hálfgerðri sóttkví“ „Ég er bara góð. Ég er alla vega ekki með Covid,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta. Hún vonast til þess að langvinn meiðsli í hásin hafi hjálpað henni að forðast kórónuveirusmit. Fótbolti 30. mars 2021 15:30
FH-ingar í sóttkví vegna smits Allir leikmenn karlaliðs FH í fótbolta eru komnir í sóttkví eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónuveirusmit. Íslenski boltinn 30. mars 2021 13:53
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. Innlent 30. mars 2021 12:59
Nokkur smit í liði Söru og stórleiknum frestað Seinni leik Lyon og PSG í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Lyon. Fótbolti 30. mars 2021 12:59
Nokkur innanlandssmit rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur. Innlent 30. mars 2021 11:53
Leikskólabörnin smituðust heima en ekki á leikskólanum Þau tvö börn á leikskólaaldri sem eru með kórónuveiruna greindust ekki á leikskólum sínum heldur heima með fjölskyldunum sínum. Innlent 30. mars 2021 11:30
Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga. Innlent 30. mars 2021 10:57
Tíu greindust innanlands í gær Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Níu þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn utan sóttkvíar. Innlent 30. mars 2021 10:43
Birtir daglega uppbyggileg verkefni fyrir fjölskyldufólk Erla Súsanna Þórisdóttir heldur úti síðunni Töfrakistan en verkefnið gengur út á að koma með eitt uppbyggilegt verkefni á dag fyrir fjölskyldufólk. Hún deilir þessum hugmyndum fyrir kennara, uppalendur og aðra áhugasama. Lífið 30. mars 2021 10:30
Stefnt á að opna skólana eftir páska Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist vona að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum niðri svo opna megi skólana strax aftur eftir páska. Þetta kom fram í viðtali við hann í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Innlent 30. mars 2021 09:12
Segja þörf á alþjóðlegum sáttmála um heimsfaraldra Þörf er á alþjóðlegum sáttmála sem leggur línurnar fyrir það hvernig þjóðir heimsins taka á heimsfaraldri á borð við þann sem nú gengur yfir vegna Covid-19. Erlent 30. mars 2021 08:09
Skiptir út sex ráðherrum í ríkisstjórninni Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur skipt út sex ráðherrum í ríkisstjórn sinni en forsetinn sætir nú miklum þrýstingi vegna nýrrar bylgju í faraldrinum þar í landi. Erlent 30. mars 2021 07:57
Telur ótímabært að opna landamærin meira og efast um litakóðunarkerfið Landlæknir telur ekki tímabært að opna landamærin meira og segist hún efast um litakóðunarkerfið sem taka á upp á landamærunum 1. maí næstkomandi. Hann segir stöðuna á landamærunum forsendu þess hvernig ástand faraldursins sé innanlands. Innlent 29. mars 2021 21:30
Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Innlent 29. mars 2021 21:01
Laddi fer með hlutverk í nýju myndbandi Ivu og Más Söngvararnir Iva Marín Adrichem og Már Gunnarsson sendu í gær frá sér lagið Vinurinn vor. Myndbandið við lagið er tekið upp á nokkrum stöðum hér á landi síðasta sumar. Lífið 29. mars 2021 21:01
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Innlent 29. mars 2021 19:18
Von á bóluefni Janssen til Evrópu þann 19. apríl Bóluefni Janssen gegn Covid-19 fer í dreifingu í Evrópu þann 19. apríl næstkomandi að sögn Johnson & Johnson, móðurfyrirtækis Janssen. Bóluefnið hefur þá sérstöðu að ekki þarf tvo skammta af efninu svo það gefi fulla vörn. Erlent 29. mars 2021 18:45
Virkni bóluefna Moderna og Pfizer sögð 90% Rannsókn á framlínustarfsfólki í Bandaríkjunum bendir til þess að bóluefni Moderna og Pfizer hafi 90% virkni í að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Niðurstöður Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eru sagðar í samræmi við þær rannsóknir sem lyfjafyrirtækin gerðu með bóluefnin. Erlent 29. mars 2021 15:54
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. Innlent 29. mars 2021 13:53
Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Erlent 29. mars 2021 13:29
Utan sóttkvíar með þrjár mismunandi tegundir breska afbrigðisins Sóttvarnalæknir segir þá sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar um helgina með þrjár mismunandi gerðir af breska afbrigði veirunnar. Ekki hafi tekist að rekja þessi smit, sem sé áhyggjuefni. Innlent 29. mars 2021 12:24
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent