Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi

Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met.

Leikjavísir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný stikla úr GTA VI

Ný stikla úr tölvuleiknum Grand Theft Auto VI leit dagsins ljós í dag. Á örfáum klukkustundum hafa tugir milljóna horft á stikluna. Fyrirhugað er að leikurinn verði gefinn út 26. maí árið 2026.

Lífið
Fréttamynd

Hætti í fússi eftir linnu­lausar sví­virðingar nettrölla

Auðjöfurinn Elon Musk slökkti á beinu tölvuleikjastreymi sínu eftir að hafa þurft að þola látlausa svívirðingahríð af hendi nettrölla. Musk gekk erfiðlega í leiknum og dó ítrekað en hann hefur viðurkennt að hafa borgað öðrum til að koma karakterum hans á hærra stig.

Lífið
Fréttamynd

Brot­hætt kvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu láta reyna á samstarfið í kvöld. Meðal annars munu þeir brjóta og bramla í leiknum Carry the Glass og reyna að forðast skrímslin í R.E.P.O.

Leikjavísir
Fréttamynd

Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömur­legi leikur sem netið lofaði

Leikurinn Assassins Creed Shadows kom mér bara nokkuð á óvart. Internetið var fyrir mörgum mánuðum síðan búið að staðfesta að leikurinn sökkaði. Svo er samt ekki. Þetta er bara frekar góður leikur, þó sagan sé ekkert beint framúrskarandi. Sögusviðið er samt frábært og það er alltaf jafn undarlegt að Ubisoft hafi ekki leitað þangað fyrr.

Leikjavísir
Fréttamynd

Morðæði í GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að fremja morð í kvöld. Þeir ætla að spila leikinn Midnight Murder Club sem gengur út á það að myrða mótspilara sína í drungalegu stórhýsi.

Leikjavísir
Fréttamynd

GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25

Kylfur verða mundaðar í kvöld. Strákarnir í GameTíví ætla að prófa nýjasta golfleikinn, PGA 2K25 í streymi kvöldsins og setja stefnuna á fugla, erni og önnur kvikyndi, eins og þeir orða það.

Leikjavísir
Fréttamynd

Gráir fyrir járnum í GameTíví

Strákarnir í GameTíví verða gráir fyrir járnum í kvöld. Fjölspilunarleikurinn ARMA Reforger, sem hægt er að lýsa sem hernaðarskotleik með raunverulegum blæ, verður spilaður í þaula.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik

Ég hef lengi verið aðdáandi Sniper Elite leikjanna. Ég spilaði upprunalega leikinn, sem kom út árið 2005 mikið og hef spilað langflesta af leikjunum síðan þá. Þeir eru margir. Sá nýjasti, Resistance, finnst mér samt koma með lítið sem ekkert nýtt að borði og ég hef rekið mig á fullt af göllum við spilunina.Þá er bersýnilegt að grafíkvél leiksins er komin til ára sinna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Berjast fyrir lífinu í GameTíví

Það er hryllingskvöld hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að spila leikinn Nuclear Nightmare sem gengur út á það að vinna saman til að lifa af í mjög svo hættulegum heimi, eins og nafn leiksins gefur til kynna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6

Verðhækkanir á tölvuleikjum eru í kortunum. Útgefendur tölvuleikja eru sagðir binda vonir við það að Rockstar, sem gefa mun út leikinn Grand Theft Auto 6 á árinu, muni ríða á vaðið og selja leikinn á allt að hundrað dali, í stað þessa hefðbundnu sjötíu.

Leikjavísir
Fréttamynd

GamTíví: Stefnir í samvinnuslys

Það stefnir í óefni hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þeir ætla að spila hryllingsleikinn Kletka, þar sem mikil samvinna er nauðsynleg til að lifa af. Það boðar ekki gott.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ný Switch kynnt til leiks

Nintendo, japanska tölvuleikjafyrirtækið víðfræga, kynnti í dag nýja leikjatölvu til leiks. Hún kallast Nintendo Switch 2 og á að sjást í hillum verslana einhvern tímann á þessu ári. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Leikirnir sem beðið er eftir

Á þessum myrkustu tímum ársins er fólki hollt að rísa upp úr hversdagslegri eymdinni og líta til framtíðar. Að hætta að hjakka sífellt í sama gamla, og djúpa, farinu og líta jákvæðum augum til betri tíma og nýrra tölvuleikja. Út við sjóndeildarhringinn má nefnilega sjá glitta í GTA 6 en vonum að það sé ekki hilling.

Leikjavísir