
Lýst eftir Karli Dúa
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Karli Dúa sem fór frá heimilinu sínu upp úr klukkan 17.00 í dag. Uppfært: Karl er kominn í leitirnar, heill á húfi.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Karli Dúa sem fór frá heimilinu sínu upp úr klukkan 17.00 í dag. Uppfært: Karl er kominn í leitirnar, heill á húfi.
Nóttin virðist hafa verið fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ein tilkynning barst um líkamsárás og var gerandinn handtekinn á vettvangi. Þá bárust tvær tilkynningar um eignaspjöll á bifreiðum og bæði mál eru í rannsókn hjá lögreglu.
Lögregla var kölluð út um klukkan hálf tólf í dag eftir að ráðist hafði verið á mann inni á heimili hans, hann bundinn og verðmætum rænt.
Talsvert hefur verið um umferðalagabrot á höfuðborgarsvæðinu í dag. Ung kona var handtekin síðdegis í dag grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en barn hennar var í bílnum með henni.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að rannsókn á andláti sem varð á geðdeild Landspítala í ágúst síðastliðinn þar sem hjúkrunarfræðingur er grunaður um að hafa orðið sjúklingi að bana.
Tvö mál komu upp í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi þar sem aðilar sem áttu að vera í einangrun vegna Covid-19 eru grunaðir um að hafa virt þá skyldu að vettugi. Málin eru bæði komin á borð ákærusviðs.
Óskað var eftir aðstoð lögreglu í ónefndri verslun í Reykjavík í dag þegar viðskiptavinur neitaði að bera andlitsgrímu inn í verslunarhúsnæðinu. Maðurinn sinnti ekki tilmælum starfsmanna og stóð fyrir utan verslunina þegar lögregla kom á staðinn.
Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í óheppilegu atviki á föstudag þegar bíl hans var stolið á meðan hann skrapp inn að sækja ung börn sín. Hilmar vissi ekkert um afdrif bílsins fyrr en í dag þegar hann fannst stráheill í Mjódd í Breiðholti.
Karlmaður var á miðvikudag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölmörg brot, þar á meðal að hafa grýtt gasgrilli í átt að lögreglumönnum og innflutning á amfetamíni.
Maður í mjög annarlegu ástandi ruddist inn í íbúð hjá aldraðri konu í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og maðurinn var handtekinn á staðnum.
Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set.
Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi.
Ungmenni voru gripin við að kasta flugeldum í hús í Grafarvogi í gærkvöldi. Lögregla var kölluð til og hafði hún afskipti af einhverjum vegna athæfisins. Ungmennin lofuðu „bót og betrun.“
Eldur kviknaði í húsnæði Þjóðskrár í Borgartúni laust eftir kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en talið er að um íkveikju hafi verið að ræða.
Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum.
Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni á sjötugsaldri sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum. Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglunnar um að það yrði framlengt um fjórar vikur. Maðurinn var upphaflega dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember og rann það út í gær.
Lögreglan hefur upplýst mál þar sem eldur kviknaði í bílskýli við Engjasel 70-86 á annan í jólum. Þrír bílar brunnu þar inni og urðu miklar skemmdir urðu á bílageymslunni sökum elds og reyks.
Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í Kópavogi um klukkan 19.30. Árásarmenn virðast hafa verið fleiri en einn og eru grunaðir um að hafa beitt kylfum og hníf.
Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að maður skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna sex ætlaðra alvarlegra ofbeldisbrota. Maðurinn var nýlega handtekinn vopnaður haglabyssu og sveðju á Höfða í Reykjavík.
Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis.
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað.
Aðgerðastjórn var virkjuð um klukkan 22.45 í gærkvöldi vegna foktilkynninga en þrátt fyrir viðvaranir í fjölmiðlum í gær um yfirvofandi veðurofsa fóru viðbragðsaðilar í fjölda útkalla.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í fyrra 158 leitarbeiðnir vegna týndra ungmenna en Guðmundur Fylkisson, sem sinnir verkefninu hjá lögreglunni, segir um að ræða minnsta fjöldann frá 2015.
Helstu verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt snéru að umferðareftirliti en í einu tilvikinu hugðist lögregla stöðva bifreið þar sem ökuljós hennar voru ekki tendruð.
Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi.
Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík.
Maður sem venjulega gistir í aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar er nú í straffi og gistir á götunni í sjö gráðu frosti. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni, þar sem segir að hún hafi verið kölluð til að hóteli í miðborginni þar sem starfsmenn voru í vandræðum með manninn, sem var ölvaður.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa skotið á glugga nokkurra íbúðarhúsa í Kórahverfi í Kópavogi og eitt hús í Hafnarfirði.
Bjartmar Leósson, sem hefur gengið undir nafninu hjólahvíslarinn vegna ötuls sjálfboðaliðsstarfs við að endurheimta hjól úr krumlum þjófa, segir að einn þeirra sem hefur reynst honum erfiður hafi snúið við blaðinu.