Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Leigubílstjóri sem var handtekinn um helgina grunaður um alvarlega líkamsárás var starfsmaður Hreyfils. Honum var umsvifalaust sagt upp störfum. Innlent 6. október 2025 22:07
Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Karlmaður braust inn í Alþingishúsið á laugardagskvöld og dvaldi þar yfir nóttina en var síðan handtekinn á sunnudagsmorgun. Innlent 6. október 2025 20:30
Rúða brotin og flugeld kastað inn Lítill eldur kviknaði í húsi á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar rúða á hurð þar var brotin og flugeldi kastað inn. Óskað var eftir aðstoð lögreglu en búið var að slökkva eldinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Innlent 6. október 2025 17:28
Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags fyrir stórfellda líkamsárás gegn konu í Dugguvogi í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Innlent 6. október 2025 15:04
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6. október 2025 13:33
„Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir nauðsynlegt að fæling felist í þeim verknaði að kaupa vændi og segir það ranga leið að eltast við þolendur. Tvær konur voru ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi en engin afskipti voru höfð af kaupendum. Innlent 6. október 2025 12:10
Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrverandi eigandi PPP, hefur freistað þess að fá aftur muni sem lögregla lagði hald á í húsleitum á heimili hans en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 6. október 2025 07:46
Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Tvær konur voru nýlega ákærðar af Lögreglunni á Norðurlandi eystra fyrir að auglýsa vændi á heimasíðunni City of Love. Konurnar eru báðar kólumbískar og á fertugs- og fimmtugsaldri. Rökstuddur grunur er um kaup á vændi í kjölfar auglýsingar en enginn kaupandi er ákærður. Samtök kynlífsverkafólks segja tímabært að endurskoða „sænsku leiðina“ á Íslandi. Innlent 6. október 2025 07:32
Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Ráðist var á mann með hníf og honum veittir stunguáverkar í póstnúmerinu 104 í gærkvöldi eða nótt. Maðurinn var ekki alvarlega slasaður en fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 6. október 2025 06:32
Gekk berserksgang og beraði sig Maður í annarlegu ástandi vegna áfengisneyslu var handtekinn í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Hann mun hafa valdið eignaspjöllum og síðan berað sig fyrir framan nágranna sína. Innlent 5. október 2025 07:24
Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Maður sem er grunaður um íkveikju í fjölbýlishúsi við Grænásbraut í Ásbrú í sumar viðurkennir að hafa lagt eld að eldfimu efni í stundarbrjálæði í ölvunarástandi. Innlent 4. október 2025 12:35
Rannsaka mögulega stunguárás Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu. Innlent 4. október 2025 07:27
Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Leikskólastarfsmaður sem var handtekinn í síðustu viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni er starfsmaður á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg í Reykjavík. Foreldrar hafa verið boðaðir til fundar með fulltrúum lögreglu síðdegis. Innlent 3. október 2025 14:37
Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Starfsmaður á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík er grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan um miðjan ágúst. Innlent 3. október 2025 12:28
Tökum á glæpahópum af meiri þunga Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli. Skoðun 3. október 2025 08:03
Styttist í lok rannsóknar Það styttist í að lögregla ljúki rannsókn á máli þar sem kona er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur á Edition. Konan gengur laus en er í farbanni til 27. nóvember. Innlent 2. október 2025 11:36
Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Hjólreiðamaður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar eftir umferðaróhapp þar sem ökumaður bíls ók utan í hann. Innlent 1. október 2025 17:43
Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“ Innlent 1. október 2025 13:40
Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Viðbúnaður og aðgerðir lögreglu vegna hingaðkomu erlendra mótórhjólasamtaka hafa vakið athygli undanfarið. Hvað vitum við um þessi samtök? Talsvert er til af rannsóknum erlendis en minna hér á landi. Hells Angels, Bandidos, Outlaws og önnur samtök af þessu tagi eiga sér langa sögu í BNA og Evrópu. Skoðun 1. október 2025 13:02
Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Hafið er yfir skynsamlegan vafa að Stefáni Blackburn, Lúkasi Geir Ingvarssyni og Matthíasi Birni Erlingssyni gat ekki dulist að afleiðingar af ofbeldi þeirra gegn Hjörleifi Hauki Guðmundssyni gætu orðið þær að hann myndi deyja en að þeir hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Innlent 1. október 2025 09:13
Útköll vegna slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur aðstoðarbeiðnum í gærkvöldi eða nótt, þar sem beðið var um hjálp vegna slagsmála. Í öðru tilvikinu var um að ræða ólæti og slagsmál við bar í miðborginni og í hinu hópslagsmál í póstnúmerinu 111. Innlent 1. október 2025 06:28
Hópslagsmál og hundaárás Alls voru 58 mál bókuð á vaktinni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Lögreglu bárust meðal annars aðstoðarbeiðnir vegna ógnandi manna í miðborginni og hópslagsmála í póstnúmerinu 104. Innlent 30. september 2025 06:27
Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Þrír gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið en 58 mál voru skráð í kerfi lögreglunnar á vaktinni í nótt. Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu. Innlent 29. september 2025 06:24
Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. Innlent 28. september 2025 16:36
Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. Innlent 28. september 2025 15:13
Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu við Auðbrekku skammt frá húsakynnum Vítisengla í gærkvöld en töluverður viðbúnaður var á svæðinu. Lögreglufulltrúi segir það viðbúið að lögreglan haldi áfram að skipta sér af samkomum samtakanna í framtíðinni en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Innlent 28. september 2025 12:20
Lögreglan með málið til rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nú með til rannsóknar atvik sem átti sér stað í gærkvöldi þar sem bátur sökk en hann var bundinn við Óseyjarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Lögreglan bíður þess að báturinn verði hífður á land til að rannsaka málið frekar. Innlent 28. september 2025 11:52
Með bílinn fullan af fíkniefnum Lögregluþjónar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í ökumann í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefnis. Svo reyndist vera en vöknuðu einnig grunsemdir um að hann væri með fíkniefni í bílnum. Innlent 28. september 2025 07:18
Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Lögreglan hefur lokað fyrir umferð um Auðbrekku í Kópavogi í kvöld en þar voru einmitt þrír handteknir á samkomu Vítisengla fyrr í mánuðinum. Innlent 27. september 2025 21:16
Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Leiðsögukonan Jessica Zimmerman varð fyrir fantalegri árás af hendi ferðamanns sem snöggreiddist þegar hún tók mynd af ökutæki hans sem hann hafði lagt ólöglega. Maðurinn þröngvaði sér inn í rútu Jessicu og reyndi að hrifsa af henni spjaldtölvu með valdi. Hún lýsir vonbrigðum yfir sinnuleysi lögreglu. Innlent 27. september 2025 11:21