Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“

Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum.

Innlent
Fréttamynd

Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum

Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er fólkið á bak við Skjöld Ís­lands

Aðstandendur samtakanna Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina síðasta föstudag. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán.

Innlent
Fréttamynd

Hótað og ógnað eftir að hafa að­stoðað lög­reglu

Karlmaður sem á dögunum var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni var ekki nafngreindur í dómi Héraðsdóms Reykjaness vegna hótana og ógnana sem hann hefur sætt í tengslum við málið. Sá sem tók við efnunum og var gripinn glóðvolgur af lögreglu á von á þyngri dómi miðað við dómafordæmi.

Innlent
Fréttamynd

Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að fram­tíð Ís­lands

Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunga á Austur­velli

Einn var handtekinn eftir hnífstunguárás á Austurvelli í dag. Lögreglu barst tilkynning um málið um klukkan 14 og flúði grunaður árásarmaður af vettvangi. Hann var síðar handtekinn í Kringlunni. 

Innlent
Fréttamynd

Fundu fleiri vopn og hand­tóku suma á skemmtun á Sel­fossi

Tvö skotvopn voru haldlögð í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar skoti var hleypt af á hótelinu Svarta Perlan við Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hluti þeirra fimm sem voru handteknir voru að skemmta sér á útihátíð á Selfossi.

Innlent