

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.
Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag.
Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.
Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi.
Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist 28. febrúar 2025, er því haldið fram að tollflokkun rifins pítsaosts með jurtaolíu geri innflutning nánast ómögulegan og tryggi þannig Mjólkursamsölunni (MS) markaðsráðandi stöðu.
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“.
Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.
Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að afturkalla áform um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu og hefja frekari skoðun málsins.
Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.
Bandaríkjamenn virðast byrjaðir að hamstra matvæli vegna fyrirsjáanlegrar verðhækkunar í kjölfar ákvarðana Donald Trump Bandaríkjaforseta í tollamálum.
Við, undirrituð, skorum á Reykjavíkurborg að semja við menntaða matráða og falla frá þeirri stefnu að kaupa aðkeyptan mat í leik- og grunnskólum landsins. Við viljum leggja áherslu á mikilvægi þess að fagmenntað fólk starfi í eldhúsum leik- og grunnskóla borgarinnar.
Nammigrísir landsins eru óðir í nýtt súkkulaðistykki sem selst upp í verslunum á örfáum klukkustundum. En er þetta súkkulaði virkilega svona gott?
Dúbaí-súkkulaðið umrædda hefur vakið ómælda athygli síðustu misserin eftir að svokallað taste-test varð vinsælt á samfélagsmiðlinum TikTok. Súkkulaðið á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna og hefur nú náð að hrífa íslenska súkkulaðunnendur.
Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi girnilegri uppskrift að ljúffengum núðlurétti sem tekur aðeins fimm mínútur að matreiða, fullkominn á mánudegi.
Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir nýja ríkisstjórn styrkja og efla erlenda mjólkurframleiðslu á kostnað þeirrar innlendu. Það sé vegna áforma fjármálaráðherra um lagasetningu sem breytir tollflokkun á innfluttum osti. Ísland hefur verið sett á lista yfir viðskiptahindranir af Evrópusambandinu vegna málsins.
Fyrr í dag birtist grein á heimasíðu Félags atvinnurekenda (FA) þar sem fjallað er um tollflokkun pizza osts.
Líkt og oft áður taka ákveðin trend yfir samfélagsmiðlana TikTok og Instagram. Nýjasta æðið er svokallað Dúbaí-súkkulaði sem á rætur sínar að rekja til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. En hvað er svona sérstakt við þetta súkkulaði?
Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu.
Á dögunum var fjallað um næringargildi í skólamat í grunnskólanum landsins í Íslandi í dag.
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.
Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Verðlagsbreytingin tekur gildi þann 17. febrúar.
Ásta Þórdís Skjalddal, varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, er svekkt og reið yfir viðbrögðum veitingamannsins, Árna Bergþórs Hafdal Bjarnasonar, eiganda Veisluþjónustu Suðurlands, sem sá um veitinga á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi.
Oddvitar borgarstjórnarflokkanna fimm sem eru í meirihlutaviðræðum hafa verið kallaðir kryddpíurnar eftir að þær borðuð kryddbrauð heima hjá oddvita Samfylkingarinnar í gær. Hér má sjá uppskrift að kryddbrauðinu umtalaða.
Það var stuð og stemning og mikil spenna í loftinu þegar Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi um helgina. Þrír hlutu Íslandsmeistaratitilinn og sköruðu fram úr í fagmennsku, nákvæmni, skapandi eiginleika og seiglu.
„Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón.
Niðurstöður rannsókna á sýnum frá fólki og matvælum benda til þess að orsakavaldur hópsýkingar í tengslum við þorrablót í Grímsnesi og Þorlákshöfn geti verið svokallaður enteropathogenic E. coli (EPEC) og/eða Bacillus cereus bakteríur.
„Það er engin leið að segja nákvæmlega hvað fór úrskeiðis, hvernig þessi baktería komst inn í okkar vistkerfi og afhverju þetta smitaði svona marga.“
Annar sunnudagur febrúar er á hverju ári hræðilegur dagur í augum hænsna. Þá er þeim slátrað í massavís og vængjum þeirra og lærleggjum troðið í fúla kjafta um heiminn allan.
Einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins vestanhafs, Superbowl eða Ofurskálin fer fram í kvöld. Viðburðinum fylgir mikil neysla víða um heim og hafa auglýsendur borgað tæpan milljarð fyrir þrjátíu sekúndur á skjánum.