Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Íslendingar á Bernabéu í kvöld

    Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda

    Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma

    Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fàbregas tryggði Barcelona sigur í Glasgow

    Cesc Fàbregas skoraði sigurmark Barcelona í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig til Glasgow með því að vinna 1-0 sigur á Celtic í leik liðanna í H-riðli í Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri

    Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni

    Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Basel fór með öll stigin af Brúnni

    Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi með þrennu í 4-0 sigri á Ajax - Kolbeinn klúðraði víti

    Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ramsey skorar enn - Arsenal vann í Marseille

    Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United

    Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United

    Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þjálfari Barcelona missti föður sinn

    Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, missti föður sinn á dögunum en Argentínumaðurinn verður samt á bekknum þegar Barcelona tekur á móti Ajax í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti