Torres meiddist eftir 36 sekúndur Fernando Torres fór af velli snemma leiks í 4-0 sigri Chelsea á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Fótbolti 2. október 2013 10:45
Íslendingar á Bernabéu í kvöld Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester. Fótbolti 2. október 2013 06:00
Wenger: Allt sem mig dreymir um að sjá í fótboltaleik Arsenal er með fullt hús eftir tvo leiki í Meistaradeildinni en liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á Napoli í toppslag F-riðilsins í kvöld. Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger brosti líka í leikslok. Fótbolti 1. október 2013 21:15
Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik. Fótbolti 1. október 2013 21:05
Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 1. október 2013 18:00
Özil með sitt fyrsta mark í sigri á Napoli Mesut Özil opnaði markareikning sinn fyrir Arsenal í kvöld þegar hann skoraði fyrra mark liðsins í 2-0 heimasigur á Napoli í toppslag í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 1. október 2013 18:00
Fàbregas tryggði Barcelona sigur í Glasgow Cesc Fàbregas skoraði sigurmark Barcelona í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig til Glasgow með því að vinna 1-0 sigur á Celtic í leik liðanna í H-riðli í Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 1. október 2013 18:00
FH-banarnir náðu í stig í Rússlandi FH-banarnir í Austria Vín náðu í dag í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Zenit St. Petersburg í Rússlandi. Fótbolti 1. október 2013 15:15
Casillas snýr aftur á Bernabeu gegn Ragnari og Rúrik Iker Casillas verður á milli stanganna hjá Real Madrid er liðið mætir FC Kaupmannahöfn í Madríd annað kvöld. Fótbolti 1. október 2013 15:00
Chelsea komið á blað í Meistaradeildinni - úrslitin í kvöld Chelsea sótti þrjú stig til Rúmeníu í kvöld þegar liðið vann 4-0 sigur á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Sigurinn var lífsnauðsynlegur hjá lærisveinum Jose Mourinho eftir tap á heimavelli á móti Basel í fyrstu umferðinni. Fótbolti 1. október 2013 10:07
Kolbeinn og Mario Balotelli mætast í Amsterdam í kvöld Kolbeinn Sigþórsson og félagar leika fyrsta heimaleik sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld þegar þeir fá AC Milan í heimsókn. Fótbolti 1. október 2013 07:56
Mourinho gekk útaf blaðamannafundi Jose Mourinho var ósáttur við blaðamenn í Rúmeníu í dag. Chelsea mætir Steaua Búkarest í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 30. september 2013 17:59
Dæmir í Meistaradeild ungmenna Þóroddur Hjaltalín mun dæma leik Dortmund og Marseille í Meistaradeild ungmenna sem UEFA heldur samhliða Meistaradeild UEFA. Íslenski boltinn 26. september 2013 09:45
Messi ætlar að slá met Raul Þegar spænski framherjinn Raul hætti að spila í Meistaradeildinni héldu margir að markamet hans í keppninni yrði seint slegið. Fótbolti 20. september 2013 20:00
Jürgen Klopp missti sig við fjórða dómarann Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Borussia Dortmund, missti algjörlega stjórn á skapi sínu er Napoli skoraði gegn liðinu í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 19. september 2013 23:15
Mourinho um tapið á móti Basel: Ég er ekki neinu sjokki Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, byrjaði ekki vel í endurkomu sinni í Meistaradeildina með Chelsea-liðinu því hans menn töpuðu 1-2 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 22:04
Wenger: Reynsla og þolinmæði skiluðu þessum sigri Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður eftir 2-1 útisigur á Marseille í kvöld í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Bæði mörkin komu í seinni hálfleik en Marseille minnkaði muninn úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Fótbolti 18. september 2013 21:50
Benitez byrjar vel með Napoli - öll úrslitin í Meistaradeildinni Fyrsta umferðin í riðlakeppni Meistaradeildarinnar lauk í dag og þar vakti mesta athygli 2-1 sigur hjá Basel á Chelsea á Stamford Bridge. Lionel Messi skoraði þrennu í 4-0 sigri Barcelona á Ajax og Arsenal sótti tvö stig til Marseille. Schalke og Atletico Madrid unnu bæði góða sigra og AC Milan bjargaði sér undir lokin á móti skoska liðinu Celtic. Fótbolti 18. september 2013 18:30
Basel fór með öll stigin af Brúnni Svissneska liðið Basel kom mörgum á óvart með því að vinna 2-1 sigur á Chelsea á Stamford Bridge í kvöld og riðlakeppni Meistaradeildarinnar byrjar því ekki vel fyrir lærisveina Jose Mourinho. Fótbolti 18. september 2013 18:30
Messi með þrennu í 4-0 sigri á Ajax - Kolbeinn klúðraði víti Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína í Meistaradeildinni þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri á Ajax í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Kolbeinn Sigþórsson átti ágætan leik með Ajax en lét verja frá sér víti í stöðunni 4-0. Fótbolti 18. september 2013 18:15
Ramsey skorar enn - Arsenal vann í Marseille Theo Walcott og Aaron Ramsey tryggðu Arsenal 2-1 útisigur á franska liðinu Marseille í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld en þetta var frábær sigur fyrir lærisveina Arsene Wenger. Fótbolti 18. september 2013 18:15
Xavi jafnreynslumikill og lið Ajax samanlagt Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax sækja Barcelona heim á Nývang í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 14:00
Rooney pirraður á spurningum blaðamanns "Heyrðu, ég er bara að einbeita mér að fótboltanum eins og ég hef gert í allt sumar,“ sagði Wayne Rooney eftir sigurinn á Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Enski boltinn 18. september 2013 13:00
Oscar og Lampard byrja í kvöld Það eru allir leikmenn Chelsea klárir í slaginn fyrir leik liðsins gegn svissneska liðinu Basel í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 18. september 2013 08:00
Kolbeinn og félagar mæta í sögulegan leik í Barcelona Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax hefja leik í Meistaradeildinni í kvöld. Verkefni kvöldsins er ekki af auðveldari gerðinni fyrir Ajax því liðið heimsækir Barcelona á Nývang. Fótbolti 18. september 2013 07:30
Aðeins þrír hafa skorað fleiri mörk fyrir Manchester United Wayne Rooney varð í kvöld aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu Manchester United til þess að skora tvö hundruð mörk fyrir félagið í öllum keppnum. Rooney skoraði tvö mörk í 4-2 sigri á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem fram fór á Old Trafford. Enski boltinn 17. september 2013 22:34
Moyes: Með ógnvekjandi framlínu ef þeir eru báðir að skora David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, vann í kvöld sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni þegar lið hans byrjaði riðlakeppni Meistaradeildarinnar á 4-2 heimasigri á Bayer Leverkusen. Fótbolti 17. september 2013 22:07
Dzeko: Sjáum vonandi hið rétta City-lið í Meistaradeildinni í ár Edin Dzeko skoraði fyrsta mark Manchester City í 3-0 útisigri liðsins á tékkneska liðinu Viktoria Plzen í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann var ánægður með sigurinn. Fótbolti 17. september 2013 21:13
Rooney: Stoltur af því að hafa skorað 200 mörk fyrir Man. United Wayne Rooney var kátur eftir 4-2 sigur Manchester United á Bayer Leverkusen á Old Trafford í kvöld í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Rooney skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í þessum góða sigri. Með þessum tveimur mörkum Rooney komst hann upp í tvö hundruð mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United. Fótbolti 17. september 2013 21:02
Þjálfari Barcelona missti föður sinn Gerardo Martino, þjálfari Barcelona, missti föður sinn á dögunum en Argentínumaðurinn verður samt á bekknum þegar Barcelona tekur á móti Ajax í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 17. september 2013 18:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti