Bayern slátraði Barcelona og mætir Dortmund í úrslitum Bayern München vann 3-0 sigur á Barcelona í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Bæjarar unnu spænska risann 7-0 samanlagt í tveimur leikjum. Fótbolti 1. maí 2013 12:51
Vonbrigðin í fyrra hvöttu Bæjara til dáða Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 1. maí 2013 06:00
Meistaradeildarmörkin: Gul gleði í Madríd Dramatíkin var allsráðandi þegar Real Madrid var hársbreidd frá því að snúa við vonlausri stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:29
Sahin kennir leikmönnum Dortmund á djammið í Madríd Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, lék á als oddi á blaðamannafundinum eftir að lið hans tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:23
Læsti sig inni á klósetti Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, átti erfitt með að fylgjast með lokamínútunum á Bernabeu í Madríd í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 22:11
Tapaðist í fyrri leiknum Cristiano Ronaldo náði sér engan veginn á strik í 2-0 sigri Real Madrid gegn Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn dugði ekki þar sem Dortmund vann fyrri leikinn 4-1. Fótbolti 30. apríl 2013 22:04
Vil vera þar sem ég er elskaður Jose Mourinho gaf sterklega í skyn á blaðamannafundi eftir leik Real Madrid og Dortmund í kvöld að hann væri á förum frá félaginu. Fótbolti 30. apríl 2013 22:00
Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 18:15
Leikmenn Real biðla til stuðningsmanna | Myndband Leikmenn Real Madrid hafa ekki gefið upp alla von um að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þeir mæta Dortmund í kvöld í seinni leik liðanna en Dortmund leiðir einvígið, 4-1. Fótbolti 30. apríl 2013 15:40
Eitthvað sögulegt mun gerast í þessum leik Borussia Dortmund mætir á Santiago Bernabeu í kvöld með 4-1 forskot á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Gott forskot en þjálfari liðsins, Jürgen Klopp, veit að hans menn verða að gæta að sér. Fótbolti 30. apríl 2013 15:15
Mourinho hrósar þýskum fótbolta Fyrri farmiðinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu verður gefinn út í kvöld en þá tekur Real Madrid á móti Dortmund. Það er verk að vinna hjá spænska stórliðinu eftir að hafa steinlegið, 4-1, í fyrri leiknum í Þýskalandi. Fótbolti 30. apríl 2013 10:45
Þurfa mörk frá Ronaldo Real Madrid þarf að blása til sóknar þegar liðið tekur á móti Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2013 06:00
Spænskir fjölmiðlar ekki hrifnir af Webb Englendingurinn Howard Webb mun dæma leik Real Madrid og Dortmund í Meistaradeildinni á morgun. Spænskir fjölmiðlar hafa ekki beint fagnað því. Fótbolti 29. apríl 2013 17:15
Khedira: Þurfum á Ronaldo að halda Leikmanna Real Madrid bíður risavaxið verkefni á morgun er liðið fær Dortmund í heimsókn í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 29. apríl 2013 15:45
Frábær sigur hjá Kiel í Veszprem Kiel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Kiel vann þá frækinn sigur, 28-29, á Veszprem í Ungverjalandi. Handbolti 27. apríl 2013 15:54
Meistaradeildarmörkin: Söguleg frammistaða Lewandowski Pólverjinn Robert Lewandowski skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld er hann varð fyrsti maður sögunnar sem skorar fjögur mörk gegn Real Madrid í Evrópuleik. Fótbolti 24. apríl 2013 23:34
Lewandowski: Mörkin eru ekki aðalmálið Pólverjinn Robert Lewandowski var maður kvöldsins er hann skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24. apríl 2013 21:15
Mourinho: Dortmund miklu betra Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að vonum stúrinn eftir tapið stóra gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2013 21:13
Forseti Bayern handtekinn fyrir skattsvik Uli Höness, forseti Bayern München, var handtekinn af þýsku lögreglunni fyrri skattsvik í síðasta mánuði. Honum var svo sleppt gegn því að greiða fimm milljónir evra, 762 milljónir króna, í tryggingu. Fótbolti 24. apríl 2013 14:30
Messi fékk falleinkunn hjá Bild Þýska götublaðið sýndi stórstjörnunni Lionel Messi enga vægð í einkunnagjöf sinni fyrir leik Bayern og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 24. apríl 2013 13:45
Messi: Ég var ekki meiddur Lionel Messi segist hafa verið heill heilsu þegar að Barcelona mætti Bayern München í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 24. apríl 2013 12:15
Ferna Lewandowski afgreiddi Real Madrid Pólverjinn Robert Lewandowski varð í kvöld fyrsti maðurinn til þess að skora fjögur mörk gegn Real Madrid í Evrópuleik. Lewandowski skoraði öll mörk Dortmund sem pakkaði Real Madrid saman og vann 4-1 sigur. Fótbolti 24. apríl 2013 11:48
Mun salan á Götze trufla lið Dortmund? Tilkynnt var um sölu á stærstu stjörnu Dortmund, Mario Götze, til Bayern München degi fyrir stórleik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ekki besti undirbúningurinn fyrir stærsta leik ársins hjá félaginu. Fótbolti 24. apríl 2013 06:00
Meistaradeildarmörkin: Bayern bauð til veislu Bayern München kom knattspyrnuheiminum í uppnám í kvöld er liðið lék sér að besta liði Evrópu síðustu ára, Barcelona. Fótbolti 23. apríl 2013 21:57
Munum selja okkur dýrt í seinni leiknum Það kom í hlut Jordi Roura, aðstoðarþjálfara Barcelona, að svara fyrir ófarir liðsins gegn Bayern München í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2013 21:22
Robben: Við megum vera stoltir Hollendingurinn Arjen Robben, leikmaður Bayern München, brosti allan hringinn eftir sigurinn ótrúlega gegn Barcelona í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2013 20:56
Guardiola mun styðja Barcelona Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona er þess fullviss að Pep Guardiola, gamli þjálfarinn sinn, muni styðja Barcelona gegn Bayern í kvöld. Fótbolti 23. apríl 2013 13:45
Fullkominn leikur hjá Bayern München Þýska liðið Bayern München bauð til veislu á Allianz-vellinum í kvöld er liðið kjöldró hið stórkostlega lið Barcelona og vann ótrúlegan 4-0 sigur sem seint mun gleymast. Fótbolti 23. apríl 2013 08:48
Ég þarf enga hjálp Bayern München tekur á móti Barcelona í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að fá neinar upplýsingar um Barcelona frá manninum sem bjó til Barcelona-liðið. Fótbolti 23. apríl 2013 06:00
Meistaradeildardraumur Arsenal úti Það verða Lyon og Wolfsburg sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í ár. Fótbolti 21. apríl 2013 16:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti