Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hvað er um að vera á sportstöðvunum í kvöld?

    Fjórða umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld. Þar ber hæst baráttan í D-riðlinum þar sem að spænska meistaraliðið Real Madrid tekur á móti Borussia Dortmund, sem eru Þýskalandsmeistarar. Og örlög Englandsmeistaraliðs Manchester City gætu ráðist þar sem liðið tekur á móti Ajax frá Hollandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gullmolinn Lewandowski

    Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarlið Málaga getur ekki borgað leikmönnum laun

    Málaga hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni á þessu tímabili en spænska liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er með fimm stiga forskot á AC Milan á toppi síns riðils. Málaga er einnig í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og því ætti allt að vera í fínu lagi hjá félaginu en svo er þó ekki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    David Villa: Ég vil fá að spila

    David Villa var orðinn óþolinmóður að fá ekki að spila meira með Barcelona-liðinu en Villa hefur lengstum verið aukaleikari hjá liðinu eftir að hann snéri til baka eftir fótbrot.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um Dortmund?

    Þýsku meistarnir í Dortmund eru til alls líklegir í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í gærkvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins, 26 mínútum fyrir leikslok. Þorsteinn J fór yfir gang mála í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld þar sem að sérfræðingarnir Hjörtur Hjartarson og Reynir Leósson fóru yfir það sem hæst bar í leik Borussia Dortmund og Real Madrid.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini: Þurfum kraftaverk til að komast áfram

    Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn vera yfirspilaða þegar ensku meistararnir sóttu hollenska liðið Ajax heim í Meistaradeildinni í kvöld. Ajax vann leikinn 3-1 og Manchester City hefur aðeins náð í 1 stig af 9 mögulegum þegar riðlakeppnin er hálfnuð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ajax sundurspilaði Manchester City

    Manchester City er annað árið í röð komið í erfiða stöðu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir 1-3 tap á móti frábæru liði Ajax. Ajax sundurspilaði ensku meistarana og fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dortmund tók toppsætið af Real Madrid

    Þýsku meistarnir í Dortmund eru komnir á toppinn í Dauðariðlinum í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Real Madrid í Þýskalandi í kvöld. Marcel Schmelzer skoraði sigurmark þýska liðsins á 26 mínútum fyrir leikslok.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zenit vann sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni

    Zenit St Petersburg fagnaði sínum fyrsta sigri í Meistaradeildinni í ár þegar liðið vann 1-0 heimasigur á belgíska liðinu Anderlecht í leik liðanna í C-riðli. Leikurinn var í daufara lagi og vonandi ekki það sem koma skal í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Frank de Boer: Höfum ekki leikið vel í keppninni í ár

    "Við sönnuðum það gegn Dortmund að við getum staðið okkur vel á útivelli í Meistaradeildinni, og við gerðum það líka í fyrra gegn Real Madrid. Við höfum ekki leikið vel í keppninni í ár og við náum engum árangri ef það breytist ekki,“ sagði Frank de Boer, þjálfari hollenska meistaraliðsins Ajax á blaðamannafundi í gær en hann mætir Englandsmeistaraliði Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Poulsen: Feginn að Silva spilar ekki

    Ajax fær það erfiða verkefni í kvöld að taka á móti Man. City í Meistaradeildinni. Daninn Christian Poulsen, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Ajax, er feginn að David Silva skuli ekki spila með City í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heimir: Ferguson var hugrakkur og breytti rétt

    Manchester United lenti í kröppum dansi í gærkvöld þegar liðið lenti 2-0 undir gegn Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu. Enska liðið snéri taflinu sér í hag og landaði 3-2 sigri á Old Trafford í Manchester. Þorsteinn J. fór yfir alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeildinni þar sem að Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson voru sérfræðingar þáttarins. Heimir hrósaði Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United fyrir það hugrekki að viðurkenna að það sem hann hafði lagt upp með fyrir leikinn var ekki að virka.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Stórkostleg tilþrif hjá Joe Hart

    Joe Hart, markvörður enska meistaraliðsins Manchester City, fór á kostum þegar lið hans mætti þýska meistaraliðinu Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í byrjun þessa mánaðar. Markvörðurinn og félagar hans í Man City eru með bakið upp við vegg í D-riðlinum en liðið mætir hollenska meistaraliðinu Ajax í kvöld. Í myndbrotinu sem fylgir fréttinni má sjá tilþrifin hjá Hart í leiknum gegn Dortmund og viðtal við Hart sem er markvörður enska landsliðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United búið að lenda átta sinnum 0-1 undir í tólf leikjum

    Manchester United þekkir það orðið vel að lenda 0-1 undir og koma til baka í leikjum sínum en liðið vann enn einn endurkomusigur í kvöld með því að snúa 0-2 stöðu í 3-2 sigur á móti Braga í Meistaradeildinni. Þetta var í áttunda sinn í tólf leikjum sem United lendir 0-1 undir í leik á tímabilinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nordsjælland náði í stig gegn Juve - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

    Nordsjælland nýtti sér örugglega góð ráð frá Ólafi Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks, þegar danska liðið var aðeins níu mínútum frá því að vinna ítölsku meistarana í Juventus í Meistaradeildinni í kvöld. Juve tryggði sér jafntefli í lokin. Roberto Soldado skoraði þrennu þegar Valencia stoppaði BATE-menn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jordi Alba með sigurmark Barca í uppbótartíma

    Celtic kom á óvart með frábærri frammistöðu sinni á Nývangi í kvöld og var grátlega nálægt því að ná í stig út úr leiknum. Jordi Alba skoraði sigurmark Barcaelona á fjórðu mínútu í uppbótartíma og tryggði spænska liðinu nauman en sanngjarnan 2-1 sigur.

    Fótbolti