Kroos: Okkar eina markmið er að vinna Meistaradeildina Leikmenn Bayern München hafa ekki gleymt síðasta tímabili sem var þeim erfitt. Þá vann liðið þrjú silfur - í deildinni, bikarnum og Meistaradeildinni. Fótbolti 1. október 2012 20:00
Hagi varar leikmenn Man. Utd við Cluj Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi, sem lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum tíma, hefur varað leikmenn Man. Utd við því að vanmeta rúmenska liðið CFR Cluj en þau mætast í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 1. október 2012 17:00
Gömlu mennirnir þurfa ekki að fljúga til Rúmeníu Gömlu mennirnir í Man. Utd-liðinu þeir Paul Scholes og Ryan Giggs fá að hvíla lúin bein er félagar þeirra ferðast til Rúmeníu þar sem liðið etur kappi við CFR Cluj í Meistaradeildinni. Fótbolti 1. október 2012 14:45
Rooney. Getum ekki verið með vanmat Wayne Rooney, framherji Man Utd, segir að liðið geti ekki leyft sér neitt vanmat gegn rúmenska liðinu Cluj í Meistaradeildinni. Ef liðið falli í þá gildru gæti farið illa eins og á síðustu leiktíð er liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni. Fótbolti 1. október 2012 10:15
Mourinho: Ég lofa því að ég kem aftur í enska boltann José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur þurft að synda í gegnum ólgusjó spænskra fjölmiðla á þessu tímabili enda hefur gengi Real Madrid í spænsku deildinni verið dapurt og liðið aðeins búið að vinna 1 af fyrstu 4 leikjum sínum. Enski boltinn 23. september 2012 12:30
Zlatan og félagar í PSG fá risabónus fyrir að vinna Meistaradeildina Franska liðið Paris Saint-Germain sýndi styrk í vikunni með því að vinna 4-1 sigur á Dynamo Kiev í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Blaðamenn L'Equipe hafa nú komist að því að risabónusar eru í boði fyrir Zlatan Ibrahimovic og félagar takist þeim að vinna Meistaradeildina næsta vor. Fótbolti 22. september 2012 21:15
Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua. Enski boltinn 22. september 2012 15:15
Podolski strax farinn að tala um að fá sér Arsenal-húðflúr Þjóðverjanum Lukas Podolski líkar lífið hjá Arsenal enda þegar farinn að skora reglulega fyrir Lundúnaliðið. Podolski skoraði sitt þriðja mark í síðustu þremur leikjum í sigri á Montpellier í Meistaradeildinni í vikunni. Enski boltinn 21. september 2012 10:30
Oscar hæstánægður með draumabyrjun sína Hinn 21 árs gamli Brasilíumaður Oscar er nýjasta hetja stuðningsmanna Chelsea eftir að hann skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni gegn Juventus í gær. Fótbolti 20. september 2012 08:55
Meistaradeildarmörkin: Naumur sigur United Þorsteinn Joð og gestir hans í Meistaradeildarmörkunum tóku fyrir nauman 1-0 sigur Manchester United á Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 19. september 2012 22:59
Di Matteo: Höfum verið að bíða eftir rétta leiknum fyrir Oscar Stjóri Evrópumeistara Chelsea, Roberto di Matteo, gat ekki annað en verið svekktur eftir að hans lið hafði misst niður tveggja marka forskot gegn Juventus á heimavelli. Fótbolti 19. september 2012 21:31
Ferguson: Mikilvægt að fá þrjú stig í fyrsta leik Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, var létt eftir sigurinn nauma á Galatasaray í kvöld en tyrkneska liðið beit hraustlega frá sér. Fótbolti 19. september 2012 21:24
Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni. Fótbolti 19. september 2012 20:00
Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Argentínumaðurinn Lionel Messi kom Barcelona enn og aftur til bjargar í kvöld er hann skoraði tvö mörk eftir að Barcelona hafði lent undir gegn Spartak Moskvu. Fótbolti 19. september 2012 14:30
Man. Utd slapp með skrekkinn Michael Carrick skoraði eina mark leiksins er Man. Utd tók á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Man. Utd fór illa með færin sín í leiknum og var þess utan stálheppið að fá ekki á sig mark. Fótbolti 19. september 2012 14:28
Jafnt hjá Chelsea og Juve | Oscar skoraði tvö mörk Brasilíumaðurinn Oscar sýndi í kvöld af hverju Chelsea greiddi fyrir hann vænan skilding. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni. Mörkin dugðu þó ekki til sigurs. Fótbolti 19. september 2012 14:26
Meistaradeildin: Umfjöllun og mörkin úr leik Real Madrid og Man City Meistaradeild Evrópu hófst í gær með miklum látum þar sem að viðureign Real Madrid frá Spáni og Manchester City frá Englandi bar hæst. Lokakafli leiksins var stórkostlegur þar sem að Real Madrid fagnaði 3-2 sigri. Farið var yfir gang mála í leiknum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gær og í innslaginu má sjá umfjöllunina og helstu atvikin úr leiknum. Fótbolti 19. september 2012 12:00
Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan. Fótbolti 19. september 2012 11:45
Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi. Fótbolti 19. september 2012 11:08
Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Fótbolti 19. september 2012 10:00
Mancini: Vonbrigði að tapa þessum stigum Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið sárt að tapa fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hafa náð 2-1 forystu seint í leiknum. Fótbolti 18. september 2012 21:46
Vermaelen: Ekki góðir í seinni hálfleik Arsenal mátti teljast heppið með að sleppa með 2-1 sigur frá Frakklandi í kvöld þar sem liðið mætti Montpellier. Fótbolti 18. september 2012 21:39
Mourinho: Ánægður með viðhorf leikmanna Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur tekið gleði sína á ný eftir frábæran 3-2 sigur liðsins á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 21:05
Aron spilaði í sigri Aron Einar Gunnarsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Cardiff City sem mætti Millwall á útivelli og vann góðan sigur, 2-0. Enski boltinn 18. september 2012 16:44
Arsenal sótti þrjú stig til Frakklands Arsenal vann góðan 2-1 sigur á Frakklandsmeisturum Montpellier á útivelli í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. september 2012 16:42
Real lenti tvívegis undir en vann samt Cristiano Ronaldo var hetja Real Madrid sem vann ótrúlegan 3-2 sigur á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 16:41
Stjörnunar í PSG byrja vel | Öll úrslit kvöldsins Fyrstu átta leikjunum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið og var skorað í þeim öllum nema einum. Fótbolti 18. september 2012 15:55
Mourinho: Tímaspursmál hvenær Man. City vinnur Meistaradeildina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mikla trú á verkefni Man. City sem hann líkir við uppbyggingu Chelsea er hann stýrði félaginu og fékk mikinn fjárhagslegan styrk frá eigandanum, Roman Abramovich. Fótbolti 18. september 2012 14:45
Meistaradeildin: Eru Man City og Real Madrid dýrustu lið allra tíma? Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í fótbolta er viðureign Spánarmeistaraliðs Real Madrid og Englandsmeistaraliðs Manchester City. Það tók Jose Mourinho tvö ár að landa titlinum með Real Madrid og Roberto Mancini þurfti 2 ½ ár til þess að vinna ensku úrvalsdeildina með Man City. Bæði félögin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í leikmannakaup og er talið að dýrustu knattspyrnulið allra tíma muni mætast á Santiago Bernabéu í Madríd í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 14:24
Evra verður líklega með gegn Galatasaray Varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Man. Utd er byrjaður að æfa með félaginu á nýjan leik eftir meiðsli og gæti spilað gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 18. september 2012 12:30