Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hagi varar leikmenn Man. Utd við Cluj

    Rúmenska goðsögnin Gheorghe Hagi, sem lék bæði með Real Madrid og Barcelona á sínum tíma, hefur varað leikmenn Man. Utd við því að vanmeta rúmenska liðið CFR Cluj en þau mætast í Meistaradeildinni á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney. Getum ekki verið með vanmat

    Wayne Rooney, framherji Man Utd, segir að liðið geti ekki leyft sér neitt vanmat gegn rúmenska liðinu Cluj í Meistaradeildinni. Ef liðið falli í þá gildru gæti farið illa eins og á síðustu leiktíð er liðið komst ekki upp úr riðlakeppninni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan og félagar í PSG fá risabónus fyrir að vinna Meistaradeildina

    Franska liðið Paris Saint-Germain sýndi styrk í vikunni með því að vinna 4-1 sigur á Dynamo Kiev í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni. Blaðamenn L'Equipe hafa nú komist að því að risabónusar eru í boði fyrir Zlatan Ibrahimovic og félagar takist þeim að vinna Meistaradeildina næsta vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur

    Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau

    Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Man. Utd slapp með skrekkinn

    Michael Carrick skoraði eina mark leiksins er Man. Utd tók á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Man. Utd fór illa með færin sín í leiknum og var þess utan stálheppið að fá ekki á sig mark.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Umfjöllun og mörkin úr leik Real Madrid og Man City

    Meistaradeild Evrópu hófst í gær með miklum látum þar sem að viðureign Real Madrid frá Spáni og Manchester City frá Englandi bar hæst. Lokakafli leiksins var stórkostlegur þar sem að Real Madrid fagnaði 3-2 sigri. Farið var yfir gang mála í leiknum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gær og í innslaginu má sjá umfjöllunina og helstu atvikin úr leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla

    Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld

    Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega?

    Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aron spilaði í sigri

    Aron Einar Gunnarsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Cardiff City sem mætti Millwall á útivelli og vann góðan sigur, 2-0.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Meistaradeildin: Eru Man City og Real Madrid dýrustu lið allra tíma?

    Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í fótbolta er viðureign Spánarmeistaraliðs Real Madrid og Englandsmeistaraliðs Manchester City. Það tók Jose Mourinho tvö ár að landa titlinum með Real Madrid og Roberto Mancini þurfti 2 ½ ár til þess að vinna ensku úrvalsdeildina með Man City. Bæði félögin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í leikmannakaup og er talið að dýrustu knattspyrnulið allra tíma muni mætast á Santiago Bernabéu í Madríd í kvöld.

    Fótbolti