Umfjöllun og viðtöl: Tre Penne - Breiðablik 1-7 | Auðvelt hjá Blikum í Meistaradeildinni Breiðablik vann öruggan 7-1 sigur á Tre Penne þegar liðin mættust í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Liðið mætir Budućnost Podgorica í úrslitaleik á föstudag. Fótbolti 27. júní 2023 20:56
Buducnost í úrslit forkeppninnar eftir öruggan sigur Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi vann öruggan 3-0 sigur er liðið mætti Atletic Club Escaldes frá Andorra er liðin mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Kóavogsvelli í dag. Fótbolti 27. júní 2023 14:52
Mótherjar Blika í kvöld hafa tapað tólf Evrópuleikjum í röð Íslandsmeistarar Breiðabliks spila fyrsta Evrópuleik íslensk knattspyrnuliðs í ár þegar liðið mætir S.P. Tre Penne frá San Marínó á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 27. júní 2023 13:01
Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum andstæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“ Stemningin er góð í herbúðum karlaliðs Breiðabliks í fótbolta sem hefur vegferð sína í Evrópu í dag á heimavelli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér krókaleiðir til þess að afla sér upplýsingar um andstæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum. Fótbolti 27. júní 2023 12:30
Meistaradeildin hefst í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ Nú þegar rétt rúmar tvær vikur eru liðnar síðan Manchester City tryggði sér sigur í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins er strax komið að því að koma næsta tímabili í gang. Meistaradeildin hefst formlega í dag „í bæ á Vestur-Íslandi“ eins og BBC orðar það. Fótbolti 27. júní 2023 11:31
Breiðablik gæti mætt FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu Ef allt gengur upp munu Íslandsmeistarar Breiðabliks og Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrír Íslendingar eru meðal leikmanna FCK, þar á meðal sonur þjálfara Breiðabliks. Fótbolti 21. júní 2023 10:44
Blikar mæta írsku meisturunum ef allt gengur upp Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta írsku meisturunum úr Shamrock Rovers í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu, takist Blikum að komast áfram úr fjögurra liða forkeppninni sem þeir taka þátt í. Íslenski boltinn 20. júní 2023 12:15
Djammið tekið sinn toll af Grealish: „Ég er að drepast úr sársauka“ Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er farinn að finna fyrir eftirköstum stífrar drykkju eftir að City vann Evrópumeistaratitilinn um helgina. Enski boltinn 14. júní 2023 12:30
Blikar mæta meisturunum frá San Marinó Karlalið Breiðabliks í fótbolta mætir Tre Penne frá San Marinó í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í morgun. Fótbolti 13. júní 2023 10:34
Guardiola kveður eftir tvö ár Pep Guardiola vildi lítið tjá sig um framtíð sína eftir að hafa klárað að vinna þrennuna með Manchester City um helgina, með sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Enski boltinn 12. júní 2023 11:31
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. Enski boltinn 12. júní 2023 09:01
UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Fótbolti 12. júní 2023 07:01
Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. Fótbolti 11. júní 2023 23:31
„Það er mikill heiður fyrir mig að komast í hóp með Sir Alex Ferguson“ Pep Guardiola varð í gær annar þjálfarinn í sögunni til að vinna þrennuna með ensku liði. Það var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem hafði gert það áður. Fótbolti 11. júní 2023 14:28
Fyrstur til að vinna þrennuna og HM á sama tímabili Argentíski framherjinn, Julián Álvarez skráði sig á spjöld sögunnar í gær þegar Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 11. júní 2023 12:14
Sigurmark Rodri og magnaðar markvörslur Ederson Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í gær, laugardag, þökk sé marki Rodri í síðari hálfleik sem og nokkrum mögnuðum markvörslum frá Ederson. Markið sem og vörslurnar má sjá hér að neðan. Fótbolti 11. júní 2023 09:01
Þreyttur Pep sendi UEFA og FIFA tóninn eftir Meistaradeildarsigurinn „Þreyttur, rólegur og ánægður. Það er svo erfitt að vinna þessa keppni,“ sagði Evrópumeistarinn Pep Guardiola þegar hann ræddi við blaðamenn eftir Meistaradeildarsigur Manchester City í kvöld. Fótbolti 10. júní 2023 23:01
Markaskorarinn Rodri: „Draumur að rætast“ Spænski miðjumaðurinn Rodri tryggði Manchester City 1-0 sigur á Inter í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann átti erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. Fótbolti 10. júní 2023 22:30
Pep sá fyrsti í sögunni Manchester City vann Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar með unnu lærisveinar Pep Guardiola þrennuna svokölluðu. Þeir eru Englands-, FA bikar- og Evrópumeistarar. Er þetta önnur þrennan sem Pep vinnur á ferli sínum sem þjálfari. Fótbolti 10. júní 2023 21:46
Manchester City Evrópumeistari 2023 Manchester City er Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Man City varð þar með annað lið í sögu Englands til að vinna þrennuna. Fótbolti 10. júní 2023 21:00
Eigandinn mætir loks á völlinn Sheikh Mansour, eigandi Englandsmeistara Manchester City, verður á vellinum þegar lið hans mætir Inter frá Mílanó í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Eigandinn hefur ekki mætt á leik undanfarin 13 ár Fótbolti 10. júní 2023 16:30
„Það hafa kraftaverk gerst á þessum velli áður“ „Stemningin verður frábær á vellinum og hún hefur verið frábær hér í borginni síðasta sólahringinn,“ segir Guðmundur Benediktsson. Hann mun lýsa úrslitaleik Meistaradeildarinnar frá Ólympíuvellinum í Ataturk. Fótbolti 10. júní 2023 11:59
„Á ögurstundu sést hvað liðið vill raunverulega gera“ Ruben Dias verður í eldlínunni í kvöld þegar Manchester City og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 10. júní 2023 11:35
De Bruyne og Haaland með einstaka tengingu Það mun mikið mæða á Kevin De Bruyne og Erling Haaland í kvöld þegar lið þeirra, Manchester City mætir Inter Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 10. júní 2023 08:05
Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. Fótbolti 9. júní 2023 22:56
„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 9. júní 2023 18:46
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 9. júní 2023 14:02
„Eina sem ég er hræddur við í lífinu er guð og ég sé hann ekki á vellinum“ Markvörður Inter segir að engin pressa sé á ítalska liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Fótbolti 9. júní 2023 12:01
Noel Gallagher ætlar að koma (næstum) nakinn fram ef City verða Evrópumeistarar Noel Gallagher ætlar að koma fram á tónleikum á nærbuxunum einum fata ef Manchester City fer með sigur af hólmi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter þann 10. júní. Enski boltinn 8. júní 2023 23:31
Gæti verið tekinn af úrslitaleiknum vegna tenginga við öfgamann Pólski dómarinn Szymon Marciniak er í vandræðum eftir að hafa haldið ræðu á viðburði á vegum hægri öfgamanns. UEFA skoðar hvort finna þurfi annan dómara á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 2. júní 2023 09:31