Abidal valinn aftur í franska landsliðið Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið. Fótbolti 26. maí 2011 19:45
Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. Fótbolti 26. maí 2011 16:15
Messi: Ég horfi ekki mikið á enska boltann Lionel Messi, framherji Barcelona, segist ekki finna fyrir einhverri aukapressu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 26. maí 2011 16:00
Evra: Var kannski of sigurviss fyrir tveimur árum Patrice Evra, franski bakvörðurinn hjá Manchester United, segir að United-liðið hafi verið of sigurvisst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona fyrir tveimur árum. Liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 26. maí 2011 14:15
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Fótbolti 26. maí 2011 10:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. Fótbolti 25. maí 2011 16:00
Sir Alex: Það verður ekki auðvelt að velja liðið á Wembley Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínir menn séu tilbúnir fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Barcelona á Wembley á laugardaginn en hans sjálfs bíði hinsvegar erfitt verkefni að velja þá ellefu sem fá að byrja leikinn. Fótbolti 25. maí 2011 09:15
Úrslitaleikurinn á Wembley: Messi og Chicharito markahæstir Barcelona frá Spáni og Manchester United frá Englandi mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á Wembley leikvanginum á laugardaginn. Argentínumaðurinn Lionel Messi er markahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar með 11 mörk og Barcelonamaðurinn verður án efa í stóru hlutverki gegn Man Utd. Markahæsti leikmaður enska liðsins í Meistaradeildinni er Javier Hernández eða Chicharito með 4 mörk. Fótbolti 24. maí 2011 22:00
Afdrífarík spurning blaðamanns um Giggs - Ferguson setti hann í bann Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sett blaðamann Associated Press í bann fyrir að spyrja hann út í Ryan Giggs á blaðamannafundi í dag en hann var haldin fyrir komandi úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 16:00
Dani Alves: Meiri samstaða í United-liðinu eftir að Ronaldo fór Daniel Alves, bakvörður Barcelona, segir að það hafi haft góð áhrif Manchester United liðið að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid. Síðasti leikur Ronaldo fyrir UNited var þegar liðið tapði 2-0 fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2009 en liðin mætast aftur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 15:30
Geir vonast til þess að komast til London í kvöld Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var á blaðamannafundi KSÍ í dag þegar Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, tilkynnti hópinn sinn fyrir Danaleikinn. Þetta var væntanlega síðasta verkefni Geirs fyrir KSÍ í þessari viku því hann er á leiðinni til Lundúna þar sem hann verður eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United sem fram fer á Wembley á laugardaginn. Fótbolti 24. maí 2011 14:45
Beckham: Ferguson getur stoppað Barcelona-liðið David Beckham hefur mikla trú á liði Manchester United á móti Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley á laugardaginn. Beckham telur að ef einhver getur stoppað Barcelona-liðið þá sé það hinn 69 ára gamli stjóri United, Sir Alex Ferguson. Fótbolti 24. maí 2011 14:15
Messi: Hernandez myndi sóma sér vel í Barcelona-liðinu Lionel Messi er á því spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid hljóti að hafa áhuga Javier Hernandez eftir frábæra frumraun hans með Manchester United á þessu tímabili. Hernandez hefur verið lykilmaður í góðum árangri United og Messi hefur hrifist af mexíkóska landsliðsframherjanum. Fótbolti 24. maí 2011 14:15
Giggs ekki með á opinni æfingu Manchester United Ryan Giggs var ekki með á æfingu Manchester United í dag en æfingin var opin fjölmiðlamönnum sem hefðu örugglega hrúgast að Giggs til þess að fá viðbrögð hans við fréttum helgarinnar. Fótbolti 24. maí 2011 13:00
Barcelona flýgur til London í kvöld út af eldgosinu Barcelona-liðið mun fljúga til London í kvöld vegna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Þetta er tveimur dögum fyrr en áætlað var en ástæðan er að Barcelona-menn eru að reyna að forðast öskuskýið sem er á leiðinni yfir Bretland frá eldgosinu í Grímsvötnum. Fótbolti 24. maí 2011 12:15
Barcelona-menn hafa áhyggjur af eldgosinu í Grímsvötnum Eldgosið í Grímsvötnum veldur forráðamönnum Barcelona miklum áhyggjum. Á laugardag keppa Barcelona og Manchester United til úrslita í meistaradeildinni og verður leikur liðanna á Wembley vellinum í Lundúnum. Fótbolti 23. maí 2011 12:30
Guardiola: United minnir mig á Real Madrid Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, á von á erfiðum úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar liðið mætir Manchester United á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Fótbolti 17. maí 2011 06:00
Busquets má spila í úrslitaleiknum á Wembley Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið Sergio Busquets, leikmanni Barcelona, grænt ljóst á að hann megi spila í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Manchester United í lok mánaðarins. Fótbolti 16. maí 2011 15:30
UEFA rannsakar Busquets UEFA hefur hafið rannsókn á meintu kynþáttaníði Sergio Busquets, leikmanns Barcelona, í garð Brasilíumannsins Marcelo hjá Real Madrid. Fótbolti 12. maí 2011 22:45
Vidic: Barcelona er sigurstranglegra liðið Nemanja Vidic, leikmaður Man. Utd., segir að Barcelona sé sigurstranglegra liðið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Wembley Stadium þann 28. maí næstkomandi. Enski boltinn 10. maí 2011 12:15
Guardiola hrósar Manchester United Pep Guardiola, stjóri Barcelona, lofaði lið Manchester United í hástert en þessi lið munu einmitt eigast við í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í lok mánaðarins. Fótbolti 9. maí 2011 20:30
Mourinho mun berjast gegn banninnu Aitor Karanka, aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá Real Madrid, segir að sá síðarnefndi sé allt annað en sáttur við fimm leikja bannið sem hann fékk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu í dag. Fótbolti 7. maí 2011 07:00
Koeman: Barcelona-liðið hans Guardiola betra en lið Cruyff Hollendingurinn Ronald Koeman var hetja Barcelona-liðsins sem varð Evrópumeistari meistaraliða á Wembley árið 1992. Hann skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í framlengingu og tryggði félaginu Evróputitilinn í fyrsta sinn. Fótbolti 6. maí 2011 18:15
UEFA dæmdi José Mourinho í fimm leikja bann José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín eftir 2-0 tap Real á móti Barcelona í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Fótbolti 6. maí 2011 14:01
Geir: Var ekki lengi að segja já Geir Þorsteinsson segir að það sé mikill heiður fyrir sig og Knattspyrnusamband Íslands að fá að vera eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram nú síðar í mánuðinum. Fótbolti 5. maí 2011 18:40
Miði á úrslitaleik Meistaradeildarinnar til sölu á rúma milljón Geir Þorsteinsson formaður KSÍ verður eftirlitsmaður á úrslitaleik Barcelona og Manchester United í meistaradeildinni á Wembley 28. maí. Þetta er mikill heiður fyrir KSÍ og formanninn enda vildu margir vera í hans sporum. Fótbolti 5. maí 2011 18:30
Geir eftirlitsmaður á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur verið valinn af UEFA til þess að verða eftirlitsmaður UEFA á úrslitaleik Barcelona og Manchester United á Wembley. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Fótbolti 5. maí 2011 16:33
Giggs: Rosalegt afrek að komast í þrjá úrslitaleiki á fjórum árum Ryan Giggs á möguleika á því að spila sinn fjórða úrslitaleik í Meistaradeildinni og vinna Evrópumeistaratitilinn í þriðja sinn eftir að Manchester United tryggði sér farseðillinn á Wembley í gær. Fótbolti 5. maí 2011 13:00
Mourinho fær annað tímabil hjá Real Madrid José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mátt þola mikla gagnrýni undanfarna daga fyrir hegðun sína og leikstíl Real-liðsins í viðureignum liðsins við erkifjendur sína í Barcelona. Real vann spænska bikarinn en er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki mikla möguleika á því að vinna spænska meistaratitilinn. Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho fá annað tímabil í einu heitasta sætinu í heimsfótboltanum. Fótbolti 5. maí 2011 11:30