Hugsum um okkur en ekki Twente Rafa Benitez, þjálfari Inter, vill sjá meiri ákafa í leik síns liðs er það mætir Twente í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 16:45
Real Madrid á ekki að hræðast önnur lið Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir að leikmenn Real Madrid mæti kokhraustir til leiks í Meistaradeildinni í ár enda óttist liðið engan andstæðing. Fótbolti 14. september 2010 15:00
Silvestre: Bremen getur unnið öll lið Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre, sem nú leikur með Werder Bremen, er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld þó svo hann sé ekki búinn að vera lengi hjá liðinu. Fótbolti 14. september 2010 14:30
Sandro skilinn eftir á flugvellinum Skrípaleikurinn í kringum Brasilíumanninn Sandro hjá Tottenham hélt áfram er hann var skilinn eftir á Stansted-flugvelli er liðið hélt til Þýskalands þar sem það mætir Werder Bremen í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 14. september 2010 12:30
Raul spilar með Schalke í Meistaradeildinni í kvöld Spánverjinn Raul mun í kvöld leika sinn fyrsta leik fyrir þýska félagið Schalke í Meistaradeildinni er það mætir Lyon. Fótbolti 14. september 2010 11:15
Rio gæti spilað í kvöld Svo gæti farið að Rio Ferdinand stígi aftur út á knattspyrnuvöllinn í kvöld er Man. Utd sækir Glasgow Rangers heim í Meistaradeildinni. Enski boltinn 14. september 2010 10:00
Rooney fær fínar móttökur hjá stuðningsmönnum Rangers Stuðningsmenn Glasgow Rangers ætla ekki að vera með nein leiðindi í garð Wayne Rooney á morgun er liðið tekur á móti Man. Utd í Meistaradeildinni. Fótbolti 13. september 2010 20:45
Rooney grátbiður um að fá að spila á morgun Bresku blöðin segja að Wayne Rooney hafi grátbeðið Sir Alex Ferguson um að fá að spila gegn Glasgow Rangers í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 13. september 2010 09:00
Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði. Enski boltinn 10. september 2010 12:00
Defoe missir af fyrstu leikjum Tottenham í Meistaradeildinni Jermain Defoe verður ekki með Tottenham-liðinu næstu sex vikurnar vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í leik með enska landsliðinu í Sviss á þriðjudaginn. Defoe var að vona það eftir leikinn að meiðslin væru ekki alvarleg en annað kom á daginn. Enski boltinn 9. september 2010 14:00
Marseille reyndi að kaupa Drogba frá Chelsea í sumar Franska liðið Marseille hefur skýrt frá því að liðið reyndi að kaupa Didier Drogba, markakóng ensku úrvalsdeildarinnar, frá Chelsea í sumar. Drogba er einn allra besti framherji heims og því vpru engar líkur að Chelsea væri til í að selja hann. Enski boltinn 9. september 2010 11:00
Robin van Persie kemur ekki til baka fyrr en um miðjan október Robin van Persie, framherji Arsenal, verður lengur frá en í fyrstu var talið en Hollendingurinn snjalli meiddist á ökkla í 2-1 sigri á Blackburn 28. ágúst. Samkvæmt nýjasta mati læknaliðs Arsenal verður hann frá keppni í það minnsta fram í miðjan október. Enski boltinn 8. september 2010 10:30
Bebé verður í Meistaradeildarhópi United eftir allt saman Portúgalinn Bebé verður í 25 manna Meistaradeildarhópi Manchester United en áður hafði félagið tilkynnt að hann fengi ekki að vera með á þessu tímabili ekki frekar en hinn meiddi Owen Hargreaves. Enski boltinn 6. september 2010 15:00
Bebé ekki í leikmannahópi Man. Utd. í Meistaradeildinni Bebé er ekki í leikmannahópi Manchester United sem spilar í Meistaradeildinni á tímabilinu. Kemur þetta töluvert mikið á óvart enda kostaði hann sjö milljónir punda í sumar, og United er aðeins með 24 menn í hópnum en má vera með 25. Fótbolti 4. september 2010 23:45
Fokdýrir miðar á Meistaradeildarleiki FC Köbenhavn en gríðarleg eftirspurn Stuðningsmenn FC Köbenhavn bíða spenntir eftir að liðið sitt, með Sölva Geir Ottesen fyrirliða íslenska landsliðsins innanborðs, hefji leik í Meistaradeild Evrópu eftir tvær vikur. Fótbolti 4. september 2010 19:00
Atletico Madrid vann Ofurbikarinn Spænska liðið Atletico Madrid vann leikinn um Ofurbikarinn í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Inter í þessum árlega leik milli sigurvegaranna í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Fótbolti 27. ágúst 2010 20:45
Platini: Dómarar hafa engar afsakanir lengur Michel Platini, forseti UEFA, er hæstánægður með árangurinn af tilraununum með notkun fimm dómara. Hann segir að ekki sé lengur pláss fyrir slaka dómara í fótboltanum. Fótbolti 27. ágúst 2010 19:15
Milito valinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar Um leið og dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu voru einnig valdir bestu leikmennirnir í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Fótbolti 26. ágúst 2010 17:03
Sölvi mætir Barcelona - Real Madrid og AC Milan saman í riðli Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en drátturinn fór fram í Monaco. Fótbolti 26. ágúst 2010 16:58
Dýrmætt skallamark Sölva - myndband Sölvi Geir Ottesen skoraði gott skallamark fyrir FC Köbenhavn í kvöld. Tryggði hann liðinu sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið. Fótbolti 25. ágúst 2010 23:49
Redknapp tileinkar stuðningsmönnum árangurinn Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 6-3 samanlagðan sigur á Young Boys frá Sviss. Fótbolti 25. ágúst 2010 22:56
Sölvi Geir: Fæ vonandi prósentur „Þetta var mögnuð upplifun og afar sætt,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, hetja FC Kaupmannahafnar, eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 25. ágúst 2010 22:11
Milljónamark Sölva Geirs fyrir FCK Sölvi Geir Ottesen var hetja FC Kaupmannahafnar sem tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 25. ágúst 2010 20:43
Tottenham áfram í Meistaradeildinni - Crouch með þrennu Tottenham gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur á Young Boys frá Sviss í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og samanlagt, 6-3. Fótbolti 25. ágúst 2010 20:36
Werder Bremen sló út Sampdoria Fimm leikir fóru fram í umspili fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sampdoria frá Ítalíu og Sevilla frá Spáni féllur úr leik. Fótbolti 24. ágúst 2010 21:28
Bremen vann öruggan sigur á Sampdoria Werder Bremen saknaði Mesut Özil ekki mikið í kvöld er liðið rúllaði yfir ítalska liðið Sampdoria í umspili Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. ágúst 2010 20:38
Redknapp: Frábært tap Harry Redknapp var merkilega brattur í kvöld þó svo lið hans hafi verið niðurlægt af svissneska liðinu Young Boys í kvöld. Roman Pavlyuchenko bjargaði andliti Spurs undir lokin en Spurs tapaði samt, 3-2. Fótbolti 17. ágúst 2010 22:30
Tottenham tapaði í Sviss Tottenham á ekki auðvelt verkefni fyrir höndum í síðari leik liðsins gegn svissneska liðinu Young Boys í umspili Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 17. ágúst 2010 20:40
Sölvi Geir: Við eigum að fara áfram á móti Rosenborg Sölvi Geir Ottesen, íslenski landsliðsmiðvörðurinn hjá danska liðinu FCK, var í viðtali hjá Tipsbladet í Danmörku í dag eftir að ljóst var að FCK Kaupmannahafnarliðið drógst á móti norsku meisturunum í Rosenborg í umspilsleikjum um að komast inn í Meistaradeildina á komandi leiktíð. Fótbolti 6. ágúst 2010 16:15
Tottenham mætir Young Boys Dregið var í lokaumferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu nú í morgun og fékk enska liðið Tottenham það verkefni að spila gegn Young Boys frá Sviss um sæti í riðlakeppninni. Fótbolti 6. ágúst 2010 10:19