Anelka: Við söknuðum Drogba á móti Porto Nicolas Anelka er á því að fjarvera Didier Drogba hafi verið ein aðalskýringin á bitleysi sóknarleiks Chelsea á móti Porto í Meistaradeildinni í gær. Chelsea vann leikinn 1-0 og skoraði Anelka sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. Fótbolti 16. september 2009 15:45
Ný Müller-markavél í þýska boltanum - tvær tvennur á fjórum dögum Thomas Müller er langt frá því að vera þekktasti knattspyrnumaður Þýskalands en það gæti breyst fljótt því þessi tvítugi strákur hefur slegið í gegn hjá Bayern München í síðustu tveimur leikjum. Fótbolti 16. september 2009 15:30
José Mourinho: Eto'o er besti sóknarmaður í heimi José Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Inter, fór létt með það að hrósa sjálfum sér um leið og hann hrósaði Kamerúnmanninum Samuel Eto'o. Inter mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 16. september 2009 13:30
Galliani: Inzaghi er ótrúlegur Varaforsetinn Adriano Galliani hjá AC Milan hrósaði hinum 36 ára gamla markvarðahrelli Filippo Inzaghi í hástert eftir tvennu hans í 1-2 sigrinum á Marseille í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld. Fótbolti 16. september 2009 11:30
Ferguson: Aldrei heyrt jafn mikinn hávaða á leik Englandsmeistarar Manchester United hófu leik í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld með góðum 0-1 útisigri gegn Besiktas í Tyrklandi en Paul Scholes skoraði sigurmarkið þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Enski boltinn 15. september 2009 22:49
Meistaradeildin: Ronaldo með tvennu fyrir Real Madrid Fyrstu leikir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld þegar átta leikir fóru fram í riðlium a til d. Þar bar hæst að stjörnumprýtt lið Real Madrid vann 2-5 sigur gegn FC Zürich og ensku félögin Manchester United og Chelsea unnu bæði góða sigra. Fótbolti 15. september 2009 20:48
Mascherno klár í slaginn Javier Mascherano hefur jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Liverpool sem mætir ungverska liðinu Debrecen í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 15. september 2009 17:45
Ketsbaia hættur hjá Olympiakos Georgíumaðurinn Temuri Ketsbaia er hættur sem knattspyrnustjóri gríska liðsins Olympiakos en á morgun mætir liðið AZ Alkmaar í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 15. september 2009 12:15
Messi vill vinna Gullknöttinn Lionel Messi hefur sett stefnuna á að vinna hinn svokallaða Gullknött í ár og þykir hann eiga góðan möguleika á því. Fótbolti 15. september 2009 11:45
Terry stólar á Ancelotti John Terry segir að Carlo Ancelotti sé rétti maðurinn til að stýra Chelsea til sigurs í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 15. september 2009 11:15
Xavi: Zlatan er alls ekki jafn alvarlegur og menn segja Miðjumaðurinn Xavi hjá Meistaradeildarmeisturum Barcelona er ánægður með innkomu framherjans Zlatan Ibrahimovic inn í lið Barcelona. Fótbolti 14. september 2009 18:30
UEFA hefur dregið leikbann Eduardo til baka Stjórn aganefndar knattspyrnusambands Evrópu hefur ákveðið að taka til greina áfrýjun Arsenal vegna tveggja leikja banns sem framherjinn Eduardo Da Silva var dæmdur í á dögunum. Enski boltinn 14. september 2009 17:45
Mourinho sannfærður um að Inter vinni Barcelona Knattspyrnustjórinn málglaði Jose Mourinho hjá Inter er alls ekkert smeykur fyrir heimsókn Meistataradeilarmeistaranna í Barcelona í fyrsta leik riðlakeppninnar á miðvikudag. Fótbolti 14. september 2009 11:00
Sir Alex: Vill fá annað tækifæri á móti Barcelona Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að óskamótherjar sínir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næsta vor séu Evrópumeistarar Barcelona en hann vill endilega fá tækifæri til að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum í Róm í vor. Fótbolti 14. september 2009 08:00
Andres Iniesta: Versta sumarið mitt á ævinni Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins, er að komast aftur af stað eftir að hafa glímt við erfið meiðsli sem hafa haldið honum frá fótboltavellinum í meira en hundrað daga. Fótbolti 11. september 2009 13:30
Wenger hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mikla trú á Mario Balotelli hjá Inter og spáir því að hann verði spútnikstjarna Meistaradeildarinnar á þessu tímabili. Balotelli þykir vera hæfileikaríkur framherji en hann er einnig þekktur fyrir það að hafa litla stjórn á skapi sínu. Fótbolti 7. september 2009 14:30
Barcelona bætti við enn einum titlinum í safnið Barcelona bætti í kvöld enn einum titlinum í safnið er liðið bar sigurorð af Shakhtar Donetsk frá Úkraínu í Meistarakeppni UEFA í kvöld. Leikurinn fór fram í Mónakó. Fótbolti 28. ágúst 2009 21:24
Ferguson spáir enskum yfirráðum í Meistaradeildinni Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United reiknar fastlega með því að ensku félögin fjögur sem taka þátt í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili eigi eftir að ná góðum árangri líkt og síðustu ár. Enski boltinn 28. ágúst 2009 10:30
Búið er að draga í riðla í Meistaradeild Evrópu Nú hefur verið dregið í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fór fram í Mónakó rétt í þessu. Þrjátíu og tvö lið voru í pottinum og þau skiptust í fjóra styrkleikaflokka sem úr voru svo myndaðir átta riðlar. Sport 27. ágúst 2009 16:54
Arsenal áfram í Meistaradeildinni Arsenal vann öruggan 3-1 og samanlagðan 5-1 sigur á Glasgow Celtic í kvöld og tryggði sér þar með þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. ágúst 2009 20:48
Atletico Madrid og Lyon áfram Fimm leikir fóru fram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og komust fimm lið áfram í riðlakeppnina. Fótbolti 25. ágúst 2009 20:53
Meistaradeildin: Góður sigur hjá Atletico Madrid Fimm leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar bar hæst sigur Atletico Madrid á Panathinaikos en leikið var í Grikklandi. Fótbolti 19. ágúst 2009 21:58
Wenger: Áttum sigurinn skilinn „Við réðum algjörlega ferðinni í þessum leik en Celtic neitaði að gefast upp. Þó svo við hefðum ráðið ferðinni var vissulega heppnisstimpill á mörkunum okkar," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 0-2 sigur Arsenal á Celtic í Meistaradeildinni. Fótbolti 18. ágúst 2009 22:13
Arsenal í góðri stöðu í Meistaradeildinni Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Arsenal komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðið skellti Celtic á útivelli í kvöld, 0-2, í fyrri leik liðanna. Fótbolti 18. ágúst 2009 20:31
Arsenal drógst á móti Celtic í Meistaradeildinni Það verður breskur slagur í 4. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar eftir að enska liðið Arsenal og skoska liðið Celtic drógust saman nú rétt áðan. Arsenal átti einnig möguleika á að mæta Fiorentina eða Atletico Madrid. Fótbolti 7. ágúst 2009 10:30
Aktobe tapaði eftir að hafa verið þremur mörkum yfir Aktobe frá Kasakstan er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa tapað 4-3 fyrir Maccabi Haifa frá Ísrael í kvöld. Fyrri viðureignin í Kasakstan endaði með markalausu jafntefli. Fótbolti 4. ágúst 2009 21:00
Barcelona ætlar að bjóða Messi 4,7 milljónir í laun á dag Evrópumeistarar Barcelona ætla að passa upp á það að þeir missi ekki argentínska undrabarnið Lionel Messi og nú eru fréttir frá bæði Spáni og Ítalíu um að félagið ætli að bjóða hinum 22 ára gamla sóknarmanni nýjan langtíma samning. Fótbolti 4. ágúst 2009 10:00
Zlatan Ibrahimovic: Messi er eins og Playstation Zlatan Ibrahimovic fer ekki leynt með að hann er orðinn mikill aðdáandi Lionel Messi eftir að hafa æft með honum í nokkra daga hjá Barcelona. Zlatan talaði um argentínska undrabarnið en hann getur ekki spilað með Messi strax vegna meiðsla. Fótbolti 3. ágúst 2009 12:15
Sir Alex: Ætli þeir verði ekki bara að nota Ronaldo í miðverðinum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sérstaklega gaman af því þessa daganna að gagnrýna kaupæði félaga eins og Manchester City og Real Madrid en þangað fóru tveir af bestu leikmönnum hans í sumar - Cristiano Ronaldo til Real og Carlos Tevez til City. Fótbolti 30. júlí 2009 08:00
Lyon keypti stjörnuleikmann erkifjenda sinna Franska liðið Lyon keypti í dag franska landsliðsframherjann Bafetimbi Gomis frá erkifjendum sínum í St. Etienne. Lyon borgar 15 milljónir evra fyrir hann. Fótbolti 29. júlí 2009 23:00