Barcelona Evrópumeistari - myndir Barcelona varð Evrópumeistari í kvöld og um leið náði Eiður Smári Guðjohnsen áfanga sem maður sér vart nokkurn Íslendinga leika eftir síðar. Fótbolti 27. maí 2009 23:04
Guardiola: Pressa United kom mér á óvart Pep Guardiola hefur gert ótrúlega hluti með Barcelona-liðið á sinni fyrstu leiktíð. Það hefur fyrst spænskra félaga tekist að vinna stóru titlana þrjá - Meistaradeildina, spænsku deildina og spænska Konungsbikarinn. Fótbolti 27. maí 2009 22:30
Giggs: Við mættum ekki til leiks Ryan Giggs átti ekki góðan leik í liði Man. Utd í kvöld rétt eins og margir aðrir leikmenn liðsins. Giggs var að vonum ósáttur eftir leikinn. Fótbolti 27. maí 2009 22:24
Puyol: Róuðumst eftir markið Carles Puyol fékk þann heiður að lyfta bikarnum í kvöld en þetta er þriðji bikarinn sem hann lyftir í ár. Breyting á hans háttum enda hafði Barcelona ekki unnið neitt síðustu tvö ár. Fótbolti 27. maí 2009 22:17
Pique: Finn til með fyrrum félögum mínum Gerard Pique sagði það afar sérstaka tilfinningu að vinna Meistaradeildina með félaginu sem hann hefur alla tíð stutt. Hann fann einnig til með fyrrum félögum sínum í Man. Utd en hann fór frá félaginu síðasta sumar. Fótbolti 27. maí 2009 22:09
Henry: Það muna allir eftir sigurvegurunum Frakkinn Thierry Henry, leikmaður Barcelona, náði sér góðum af meiðslum og var í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Hann náði sér ekki á strik en það setti ekki strik í fagnaðarlætin hjá honum. Fótbolti 27. maí 2009 21:40
Rio: Gáfum tvö ódýr mörk Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur oft leikið betur en í kvöld og átti stóra sök á seinna marki Barcelona í leiknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi klikkað í kvöld. Fótbolti 27. maí 2009 21:32
Ferguson: Barcelona átti sigurinn skilinn Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld en viðurkenndi að sama skapi að betra liðið hefði unnið að þessu sinni. Fótbolti 27. maí 2009 21:12
Barcelona vann Meistaradeildina Barcelona er Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum í Róm. Það voru þeir Samuel Eto´o og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í leiknum. Fótbolti 27. maí 2009 17:37
Ásgeir er sá sem hefur komist næst úrslitaleiknum Eiður Smári Guðjohnsen getur í kvöld orðið fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem spilar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætir Manchester United í Róm. Eiður Smári byrjar örugglega á bekknum og vonast örugglega ekki til að upplifa það sama og Ásgeir Sigurvinsson gerði fyrir 27 árum síðan. Fótbolti 27. maí 2009 16:25
Spennan magnast í Róm - myndir Úrslitaleikurinn í meistaradeild Evrópu fer fram í Róm í kvöld þar sem Manchester United og Barcelona leiða saman hesta sína. Fótbolti 27. maí 2009 15:59
Stuðningsmaður United stunginn í Róm 34 ára gamall stuðningsmaður Manchester United var stunginn í fótinn í Róm snemma í morgun. United mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Róm í kvöld. Fótbolti 27. maí 2009 11:58
Meiðslaáhyggjur af Ronaldo Enskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hvort Cristiano Ronaldo sé tæpur fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Rómarborg í kvöld. Fótbolti 27. maí 2009 09:58
Ferguson vill komast í sögubækurnar Sir Alex Ferguson vill að lið sitt skrifi nafn sitt gylltu letri í sögubækurnar annað kvöld. Þá getur Man. Utd orðið fyrsta liðið til þess að verja titil sinn í Meistaradeildinni. Fótbolti 26. maí 2009 21:30
Guardiola: Erum að mæta besta liði heims Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, reyndi að tala niður væntingarnar til síns liðs á blaðamannafundi í Róm í dag. Fótbolti 26. maí 2009 20:45
Ronaldo æfir vítaspyrnur Cristiano Ronaldo á ekki góðar minningar frá vítaspyrnukeppninni í úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá klúðraði hann sinni spyrnu en Man. Utd vann leikinn engu að síður. Fótbolti 26. maí 2009 20:15
Lippi tippar á United Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, tippar á að það verði Manchester United sem verði Evrópumeistari annað kvöld. Fótbolti 26. maí 2009 18:15
Anderson: Hleyp um nakinn ef ég skora Brasilíumaðurinn Anderson hjá Manchester United hefur enn ekki skorað mark í alvöru leik fyrir félagið og vill gjarnan setja sitt fyrsta í úrslitaleik meistaradeildarinnar annað kvöld. Fótbolti 26. maí 2009 16:30
Hundrað ár frá fæðingu Matt Busby Stuðningsmenn Manchester United hafa haft margar ástæður til að fagna undanfarið og hvernig sem fer í úrslitaleiknum í meistaradeildinni á morgun, geta þeir leyft sér að halda daginn í dag hátíðlegan. Enski boltinn 26. maí 2009 16:00
Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Fótbolti 26. maí 2009 15:30
Berbatov vill ekki taka víti fari úrslitaleikurinn í vítakeppni Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United, ætla ekki að bjóða sig fram til aða taka vítaspyrnu fari úrslitaleikur United og Barcelona í Meistaradeildinni alla leið í vítakeppni. Fótbolti 26. maí 2009 12:15
Samuel Eto'o hefur ekki áhyggjur af sjálfum sér Samuel Eto'o hefur ekki skorað mörg mörk í undanförnum leikjum Barcelona en hefur samt ekki neinar áhyggjur fyrir leikinn á móti Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn. Fótbolti 26. maí 2009 09:15
Áfengisbann í Róm á miðvikudaginn Hætt er við því að ölkærir stuðningsmenn Manchester United og Barcelona verði fyrir vonbrigðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 25. maí 2009 16:49
Henry og Iniesta klárir í úrslitaleikinn Thierry Henry og Andres Iniesta hjá Barcelona eru báðir farnir að æfa á fullu með liðinu og verða því klárir í slaginn á miðvikudagskvöldið þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 25. maí 2009 13:28
Svissneskur dómari í úrslitaleiknum í Róm Svissneski dómarinn Massimo Busacca fær það verkefni að dæma úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í Rómarborg á miðvikudaginn þar sem Manchester United og Barcelona eigast við. Fótbolti 25. maí 2009 10:16
Ferguson: Stefnir í að Ferdinand spili á miðvikudag Sir Alex Ferguson hefur látið í veðri vaka að varnarmaðurinn Rio Ferdinand muni koma aftur inn í lið hans í úrslitaleiknum í meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 25. maí 2009 10:09
Scholes: Ólíklegt að ég verði í byrjunarliðinu Paul Scholes viðurkennir að það sé ólíklegt að hann verði í byrjunarliði Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn. Fótbolti 24. maí 2009 13:08
UEFA kærir framkomu Drogba og Bosingwa Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að taka fyrir mál þeirra Didier Drogba og José Bosingwa fyrir aganefnd sambandsins en þeir félagar gengu mjög langt í mótmælum sínum eftir seinni leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 22. maí 2009 14:00
Mourinho spáir því að úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fari í vítakeppni Jose Mourinho, þjálfari ítalska liðsins Internazionale, var gestur hjá þeim Gianluca Vialli og Paolo Rossi í ítalska fótboltaþættinum „Attenti a que due" á ítölsku Sky sjónvarpsstöðinni í gær og þar var hann beðinn að spá hvernig úrslitaleikur Meistaradeildarinnar færi. Fótbolti 22. maí 2009 13:45
Messi: Barcelona á skilið að vinna Meistaradeildina Lionel Messi vonast til þess að hann og félögum hans í Barcelona verði launað fyrir að spila flottan fótbolta á þessu tímabili þegar liðið mætir Manchester United í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Fótbolti 22. maí 2009 10:15