
Eiður tippar á Chelsea og United
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni.
Keppni hinna bestu í Evrópu.
Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni.
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir að örlög tímabilsins gætu ráðist í þessari viku sem verður að teljast sú stærsta hjá enska liðinu í vetur.
Claudio Ranieri, þjálfari ítalska liðsins Juventus, segir það nauðsynlegt fyrir sitt lið að skora snemma í seinni leiknum á móti Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar ætli Juve sér áfram í átta liða úrslitin.
Frakkinn Franck Ribéry leikmaður þýska liðsins Bayern München er sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum til þessa í Meistaradeildinni.
Ítalska liðið Internazionale varð fyrir áfalli um helgina þegar báðir miðverðir liðsins, Marco Materazzi og Nicolás Burdisso, meiddust í 2-0 sigri liðsins á Genoa.
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter segir tíma til kominn fyrir Inter Milan að vinna sigur í Evrópukeppni eftir vonbrigði á þeim vettvangi undanfarin ár.
Velgengni Argentínumannsins Lionel Messi hjá Barcelona hefur verið engu lík en um helgina gerðist það í fyrsta sinn að Barcelona-liðið tapaði leik þar sem Messi skoraði.
Mauro Camoranesi mun af öllum líkindum missa af síðari viðureign sinna manna í Juventus gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem hann er með brákað rifbein.
Tékkinn Pavel Nedved er búinn að ákveða það að leggja skónna á hilluna í vor en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá ítalska liðinu Juventus undanfarin átta ár.
Thierry Henry skoraði sitt 48. mark í Evrópukeppni meistaraliða þegar hann tryggði Barcelona 1-1 jafntefli á móti Lyon í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudagskvöldið.
Liverpool varð fyrir áfalli í Madrid í gær þegar framherjinn Fernando Torres meiddist og haltraði af velli.
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, var ánægður með 1-0 sigur sinna manna á Juventus í kvöld en fannst hann helst til of naumur.
Rafa Benitez sagði eftir sigur sinna manna í Liverpool á Real Madrid í Meistaradeildilnni í kvöld að hann viti ekkert um þann orðróm sem gekk um að hann yrði senn rekinn frá félaginu.
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Steven Gerrard verður á varamannabekk Liverpool er liðið mætir Liverpool á Santiago Bernabeu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spánverjinn Raul Gonzalez hefur gefið það út að hann ætli að spila í tvö tímabil til viðbótar með Real Madrid.
Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra Jose Mourinho ekki fyrir ummæli hans um dómarana á leik Inter og Manchester United í gærkvöld.
Stuðningsmenn og leikmenn Chelsea munu sýna gamla stjóranum, Claudio Ranieri, virðingu er hann snýr aftur á Stamford Bridge í kvöld sem þjálfari hjá Juventus.
Spánverjinn Fernando Torres vonast eftir betra gengi á Santiago Bernabeau-vellinum með Liverpool en hjá Atletico Madrid.
Jose Mourinho, þjálfari Inter, sagði úrslit leiksins í gær eðlilega ekki góð fyrir sitt lið en segir Inter samt eiga ágæta möguleika í seinni leiknum.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með liðið sitt í gær gegn Roma en vonar að glötuð tækifæri muni ekki bíta liðið í afturendann þegar upp er staðið.
Cristiano Ronaldo var borubrattur og bjartsýnn fyrir síðari leikinn gegn Inter þó svo United hafi ekki náð að skora mikilvægt útivallarmark.
Sir Alex Ferguson var ánægður með frammistöðu sinna manna í markalausa jafnteflinu gegn Inter í kvöld. Manchester United fékk fjölda færa í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
Fjórir leikir voru í Meistaradeild Evrópu í kvöld en það voru fyrri viðureignir liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Arsenal vann Roma 1-0 á heimavelli sínum en aðrir leikir enduðu með jafntefli.
Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekk Barcelona sem mætir Lyon í Meistaradeild Evrópu. Það er fátt óvænt í því liði sem Josep Guardiola teflir fram.
Varnarmennirnir John O'Shea og Jonny Evans eru báðir í byrjunarliði Manchester United sem mætir Inter í kvöld. Mikil meiðslavandræði eru í liði Evrópumeistarana og voru leikmennirnir tæpir fyrir leikinn.
Francesco Totti, fyrirliði Roma, hefur staðist skoðanir og er ljóst að hann er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld. Totti varð fyrir meiðslum á æfingu í gærkvöldi en þau meiðsli eru ekki alvarleg
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, vill að reglum verði breytt í Meistaradeild Evrópu. Hann er ósáttur við að mega ekki nota Andrey Arshavin í keppninni.
Tveir fornir fjendur munu leiða saman hesta sína í kvöld þegar Inter Milan og Manchester United eigast við í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
David Beckham segir að Manchester United verði að varast stórhættulega sóknarmenn Inter er liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld.