Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Chelsea tapaði fyrir Real Betis

    Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni í ár í kvöld, þegar liðið lá á Spáni fyrir Real Betis 1-0. Chelsea-liðið var mun sterkara í leiknum, en leikmenn liðsins fóru illa með færin og geta sjálfum sér um kennt hvernig fór.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea er undir í hálfleik

    Eiður Smári og félagar hans í Chelsea eru undir 1-0 í hálfleik gegn Real Betis í Meistaradeildinni og það var Dani sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu. Eiður Smári fór illa að ráði sínu þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri um miðjan hálfleikinn og var skipt útaf í kjölfarið. Liverpool hefur yfir gegn Anderlecht 1-0, þar sem Morientes skoraði mark enska liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Eiður Smári í framlínu Chelsea

    Eiður Smári Guðjohnsen verður í framlínu Chelsea í leiknum við Real Betis í Meistaradeildinni nú á eftir, þegar hann jafnar met Árna Gauts Arasonar yfir flesta leiki sem Íslendingur hefur spilað í Meistaradeildinni. Þetta verður 21. leikur Eiðs Smára.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea mætir Real Betis

    Átta leikir eru á dagskrá Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikur PSV Eindhoven og AC Milan verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst klukkan 19:45, en leikur Chelsea og Real Betis er sýndur á sama tíma á Sýn Extra. Sá leikur er svo sýndur síðar um kvöldið á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Woodgate þakkaði sjúkraþjálfaranum

    Varnarmaðurinn Jonathan Woodgate fagnaði marki sínu fyrir Real Madrid í Meistaradeildinni í gær með því að stökkva í fangið á sjúkraþjálfaranum sínum sem stóð á hliðarlínunni og segir að hann sé maðurinn á bak við endurkomu sína úr meiðslum.

    Sport
    Fréttamynd

    Auðveldur sigur Chelsea

    Chelsea burstaði Real Betis 4-0 á heimavelli sínum í kvöld. Ricardo Carvalho, Didier Drogba, Hernan Crespo og Joe Cole skoruðu mörk enska liðsins. Real Madrid valtaði yfir Rosenborg 4-1, eftir að hafa verið undir 1-0 í hálfleik.

    Sport
    Fréttamynd

    Meistaradeildin á Sýn í kvöld

    Átta leikir eru á dagskrá í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn er viðureign Chelsea og Real Betis, síðar um kvöldið verður svo leikur Anderlecht og Liverpool á dagskrá, en sá leikur verður í beinni á Sýn Extra. Leikirnir hefjast klukkan 18:30, en þar á undan verður upphitun með Guðna Bergs.

    Sport
    Fréttamynd

    Rosenborg er yfir gegn Real Madrid

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hefur örugga 2-0 forystu gegn Real Betis, þar sem Drogba og Carvalho skoruðu mörkin, en Real Madrid er undir 1-0 gegn Rosenborg á heimavelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Giggs verður fyrirliði

    Ryan Giggs er kominn inn í byrjunarlið Manchester United á ný og verður fyrirliði liðsins í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni nú á eftir. Manchester United mun spila kerfið 4-3-3 í leiknum og Darren Fletcher mun taka stöðu Park Ji-Sung á miðjunni.

    Sport
    Fréttamynd

    Meistaradeildin á Sýn í kvöld

    Nokkrir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld og aðalleikur kvöldsins á Sýn verður stórleikur Bayern Munchen og Juventus, en útsending hefst klukkan 18:30. Þá verður leikur Manchester United og Lille sýndur klukkan 21:20, en hann er sýndur beint á Sýn Extra klukkan 18:30.

    Sport
    Fréttamynd

    Ferguson ekki kátur með jafnteflið

    Alex Ferguson var ekki par hrifinn af leik franska liðsins Lille í Meistaradeildinni í gær og sagði liðið aldrei hafa reynt að vinna leikinn. Einnig þótti honum rauða spjaldið sem Paul Scholes fékk í leiknum vera ansi strangur dómur.

    Sport
    Fréttamynd

    Giggs verður frá í nokkrar vikur

    Ryan Giggs hjá Manchester United verður frá keppni í allt að sex vikur vegna kinnbeinsbrots sem hann hlaut í leiknum við Lille í Meistaradeildinni í gærkvöld og eykur þar með enn á ófarir liðsins, sem hefur verið einstaklega óheppið með meiðsli á leiktíðinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Henry í metabækurnar

    Thierry Henry varð í gærkvöldi markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi, þegar hann skoraði tvö mörk í sigri Arsenal á Sparta Prag í Meistaradeildinni. Hann hefur nú skorað alls 186 mörk fyrir félagið, eða einu meira en Ian Wright.

    Sport
    Fréttamynd

    Ótrúleg endurkoma Henry

    Leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni er lokið og óhætt að segja að Thierry Henry hjá Arsenal hafi verið maður kvöldsins, en hann tryggði liði sínu 2-0 sigur í Prag með tveimur mörkum, eftir að hafa komið inná sem varamaður eftir aðeins fimmtán mínútna leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Wenger hrósaði Henry

    Arsene Wenger er yfir sig ánægður með gengi sinna manna í Arsenal í Meistaradeildinni í ár og þá ekki síður með framherja sinn Thierry Henry, sem í gærkvöld varð markahæsti leikmaður Arsenal frá upphafi þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í sigrinum á Sparta Prag.

    Sport
    Fréttamynd

    Henry kom Arsenal yfir

    Thierry Henry er búinn að koma liði Arsenal yfir gegn Sparta Prag í Tékklandi, en liðin eigast við í Meistaradeildinni. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum fyrir nokkrum mínútum, var Henry á varamannabekk liðsins í kvöld, en hann kom inná fyrir Jose Antonio Reyes eftir aðeins fimmtán mínútna leik og skoraði mark sex mínútum síðar.

    Sport
    Fréttamynd

    Henry á bekknum hjá Arsenal

    Thierry Henry verður á varamannabekknum hjá Arsenal í leiknum gegn Sparta Prag í Meistardeildinni á eftir, en Pascal Cygan og Kolo Toure verða vörninni. Þá koma þeir Robin van Persie og Gilberto aftur inn í liðið.

    Sport
    Fréttamynd

    Hálfleikur í Meistaradeildinni

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Aðeins fjögur mörk hafa litið dagsins ljós til þessa og þar af eru tvö þeirra í leik Bayern Munchen og Juventus, sem fyrirfram hefði ef til vill ekki verið talinn markaleikur umferðarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Cissé líklegur gegn Anderlecht

    Rafael Benitez segir vel koma til greina að nýta hungur franska framherjans Djibril Cissé með því að gefa honum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Anderlecht í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðin eigast við í G-riðli.

    Sport
    Fréttamynd

    Rooney verður í banni gegn Lille

    Manchester United verður án Wayne Rooney í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni annað kvöld, en liðið getur huggað sig við að Ryan Giggs kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa misst af leiknum gegn Sunderland um helgina vegna tognunar á læri.

    Sport
    Fréttamynd

    Henry í hópnum gegn Sparta Prag

    Thierry Henry hefur óvænt verið settur inn í leikmannahóp Arsenal fyrir leikinn gegn Sparta Prag í Meistaradeildinni annað kvöld, en mikil meiðsli eru í hóp Arsenal þessa dagana. Henry hefur ekki spilað leik fyrir Arsenal síðan í lok ágúst vegna nárameiðsla.

    Sport
    Fréttamynd

    Lampard vill Crouch í landsliðið

    Leikur Liverpool og Chelsea í Meistaradeildinni í gær var nokkuð stíft leikinn og mikið var um hörð návígi. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og lykilmaður í enska landsliðinu, gaf sér þó tíma til að hrósa landa sínum leggjalanga, Peter Crouch, og telur að hann ætti að eiga fast sæti í landsliði Englendinga.

    Sport
    Fréttamynd

    Chelsea er hrætt við okkur

    Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Chelsea-liðið sé líklega hrætt við Liverpool og segir að dómarinn hafi sleppt þremur augljósum vítaspyrnum í leik liðanna í Meistaradeildinni á Anfield í gærkvöldi.

    Sport
    Fréttamynd

    Liverpool - Chelsea að byrja á Sýn

    Leikur Liverpool og Chelsea  í Meistaradeild Evrópu er nú að hefjast og verður hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári er á varamannabekknum hjá Chelsea, sem vilja eflaust hefna ófaranna frá í fyrra, þegar þeir duttu út úr meistaradeildinni á Anfield.

    Sport
    Fréttamynd

    Mourinho hugsar enn um "markið"

    Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur nú enn vakið athygli á þeirri ósk sinni að tekinn verði upp búnaður til að ákvarða hvort boltinn fer inn fyrir línuna í leikjum á Englandi og í Meistaradeildinni, eftir að lið hans féll úr Meistaradeildinni í fyrra á vafasömu marki á Anfield.

    Sport
    Fréttamynd

    Við erum betri núna

    Rafael Benitez telur að Liverpool sé með betra lið nú en í fyrra og segir að það muni ráða úrslitum í annars jafnri viðureign liðsins við Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, rétt eins og í slag liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Liverpool og Chelsea

    Nú er kominn hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Enn er markalaust á Anfield þar sem Liverpool tekur á móti Chelsea í stórleik kvöldsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Leikjum lokið í Meistaradeid

    Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu í kvöld er nú lokið. Liverpool og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Anfield eins raunar margir reiknuðu með. Leikurinn var mjög harður, en hvorugt lið gaf nokkurt færi á sér eða tók áhættu í sóknarleiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Hálfleikur í Meistaradeildinni

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu. Bayern Munchen hefur yfir 1-0 gegn Club Brugge frá Belgíu, Juventus leiðir 1-0 gegn Rapid Vín, þar sem David Trezeguet skoraði mark ítalska liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Meistaradeildin á Sýn í kvöld

    Það verður mikið um dýrðir í Meistaradeild Evrópu í kvöld og áskrifendur Sýnar fá að sjá leiki Ajax og Arsenal í beinni útsendingu klukkan 18:30, og síðar í kvöld verður sýndur leikur Manchester United og Benfica, en sá leikur er raunar í beinni útsendingu á Sýn Extra.

    Sport