Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mbappé magnaður og meistararnir á­fram

    Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mynd­band sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins

    Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Feyenoord sló AC Milan út

    Feyenoord er komið áfram í Meistaradeild Evrópu eftir 1-1 jafntefli gegn AC Milan í Mílanó. Þar sem fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Feyenoord er hollenska félagið komið í 16-liða úrslit á meðan AC Milan er úr leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Feyenoord rak eftir­mann Arne Slot

    Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu

    Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen.

    Fótbolti