„Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi“ Víkingur spilar gríðarmikilvægan seinni leik við Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson á von á allt öðruvísi leik í kvöld. Fótbolti 16. júlí 2024 15:35
„Fyrir framan okkar áhorfendur erum við allt annað lið og þeir munu sjá það“ Stephen Bradley segir sína menn í Shamrock Rovers hafa fengið færi til að stela sigrinum gegn Víkingi í kvöld. Liðin mætast aftur eftir viku og þar munu Írarnir sýna allt aðra hlið. Fótbolti 9. júlí 2024 21:36
„Ég efast um að þeir komist upp með svona leik á sínum heimavelli“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitaskuld svekktur að hafa ekki unnið Shamrock Rovers í fyrsta leik undankeppni Meistaradeildarinnar. Niðurstaðan markalaust jafntefli en heimamenn stýrðu spilinu stærstan hluta leiksins. Fótbolti 9. júlí 2024 21:24
Uppgjörið: Víkingur - Shamrock Rovers 0-0 | Evrópuævintýri Víkinga hefst á markalausu jafntefli Víkingur gerði 0-0 jafntefli við Shamrock Rovers í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 9. júlí 2024 18:00
„Stund sannleikans að renna upp“ Næstu vikurnar verða strembnar hjá Víkingum en liðið leikur bæði í Evrópukeppni, Bestudeildinni og framundan er bikarúrslitaleikur í ágúst. Fótbolti 9. júlí 2024 11:01
Víkingar án tveggja sterkra leikmanna í Meistaradeildinni á morgun Íslands- og bikarmeistarar Víkings hefja leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld þegar Shamrock Rovers mætir í Víkina. Tveir af máttarstólpum Víkinga verða fjarri góðu gamni. Íslenski boltinn 8. júlí 2024 23:30
Víkingar fara til Prag ef þeir klára Írana Íslandsmeistarar Víkings mæta Sparta Prag í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu takist þeim að leggja írska liðið Shamrock Rovers í fyrstu umferð. Fótbolti 19. júní 2024 10:46
Íslandsmeistarar Víkings mæta írsku meisturunum Íslandsmeistarar Víkings fengu að vita það í hádeginu hverjum þeir mæta í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Þeir mæta Shamrock Rovers frá Írlandi alveg eins og Blikar á sama tíma í fyrra. Fótbolti 18. júní 2024 12:16
Ljóst hvaða liðum Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur geta mætt Á morgun, þriðjudaginn 18. júní, kemur í ljós hvaða liðum Breiðablik, Stjarnan, Valur og Víkingur mæta í Evrópukeppnum karla í knattspyrnu. Hér að neðan má sjá mögulega móthejra liðanna. Íslenski boltinn 17. júní 2024 23:01
Ancelotti, Real Madrid og árangur liðsins – út frá sálfræðilegum pælingum Spænska félagið Real Madrid vann meistaradeildina í 15. sinn um daginn sem er ótrúlegur árangur. Real Madrid er heillandi áfangastaður fyrir bestu leikmenn heim vegna þess mikla árangurs sem liðið hefur náð í gegnum tíðina. Skoðun 10. júní 2024 13:01
Þrír ákærðir fyrir vallarinnrás á úrslitaleik Meistaradeildarinnar Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vallarinnrás á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fór fram á Wembley síðasta laugardag Fótbolti 4. júní 2024 09:30
Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. Fótbolti 3. júní 2024 15:31
Real Madrid mun festa kaup á Joselu Real Madrid hefur ákveðið að virkja klásúlu í samningi og festa kaup á framherjanum Joselu. Fótbolti 3. júní 2024 13:00
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. Fótbolti 3. júní 2024 07:01
Fimmtíu og þrír handteknir á Wembley í tengslum við úrslitaleikinn Töluverð læti voru bæði á Wembley-leikvanginum og fyrir utan í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Fimmtíu og þrír voru handteknir vegna atburðanna. Fótbolti 2. júní 2024 07:01
„Við erum allavega ekki að fara að sofa“ Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti vann í kvöld sinn fimmta Meistaradeildartitil þegar hann stýrði Real Madrid í 2-0 sigri gegn Dortmund. Fótbolti 1. júní 2024 23:15
Sjáðu mörkin þegar Real tryggði sér Evrópubikarinn Real Madrid tryggði sér í kvöld sinn fimmtánda Evrópubikar með 2-0 sigri á Dortmund í úrslitaleik. Dani Carvajal og Vinicius Jr. skoruðu mörk Real í leiknum sem fram fór í Lundúnum. Fótbolti 1. júní 2024 22:00
„Besta kvöld lífs míns“ Jude Bellingham varð í kvöld Evrópumeistari með Real Madrid eftir sigur á fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund. Hann sagði kvöldið vera besta kvöld lífs síns. Fótbolti 1. júní 2024 21:16
Real Madrid Evrópumeistari í fimmtánda sinn Real Madrid varð í kvöld Evrópumeistari í knattspyrnu í fimmtánda sinn eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Dortmund fór illa með mörg góð færi í fyrri hálfleiknum en reynsla leikmanna Real gerði gæfumuninn í síðari hálfleik. Fótbolti 1. júní 2024 20:58
Ronaldinho mætti með stæl á úrslitaleikinn Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Þar verður margt um manninn og brasilíska goðsögnin Ronaldinho verður þar á meðal. Óhætt er að segja að hann hafi mætt með stæl á völlinn. Fótbolti 1. júní 2024 17:47
Afi skenkti leikmönnum Dortmund bjór Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Dortmund í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Sá á afa sem færði leikmönnum liðsins bjór á knæpu í Dortmund og passar enn í treyju sína frá árinu 1997. Fótbolti 1. júní 2024 14:16
Harður stuðingsmaður Real Madrid: „Við elskum þessa keppni“ Stöð 2 Sport ræddi við stuðningsmann Real Madrid í tilefni af stórleik kvöldsins á Wembley leikvanginum í London. Hann segir Real ætla að vinna sína keppni einu sinni enn. Fótbolti 1. júní 2024 13:30
Courtois byrjar úrslitaleikinn Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois verður í byrjunarliði Real Madrid gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Wembley í kvöld. Fótbolti 1. júní 2024 07:01
Meistaradeild Evrópu áfram á Stöð 2 Sport næstu árin Sýn hf. og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa undirritað samning um sýningarrétt á leikjum Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildar og Sambandsdeildar á Íslandi til næstu þriggja keppnistímabila. Fótbolti 29. maí 2024 06:31
Lykilmaður Real Madrid missir af úrslitaleik Meistaradeildarinnar Aurélien Tchouaméni, leikmaður Real Madrid, missir af úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um þarnæstu helgi vegna meiðsla. Fótbolti 24. maí 2024 16:31
UEFA setur pressu á City Football Group UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári. Fótbolti 16. maí 2024 17:15
Dortmund fær meira fyrir að tapa en vinna úrslitaleikinn Borussia Dortmund er í mjög sérstakri stöðu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fótbolta sem fer fram á Wembley leikvanginum í byrjun næsta mánaðar. Fótbolti 10. maí 2024 10:31
Hafnað af Stoke og var stuðningsmaður Real síðast Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin. Fótbolti 9. maí 2024 11:47
Sjáðu mörk óvæntu hetjunnar og þegar allt trylltist á Bernabéu Real Madrid tryggði sér úrslitaleik við Dortmund í Meistaradeild Evrópu í fótbolta með dramatískum 2-1 sigri á Bayern München í gærkvöld. Mörkin má nú sjá á Vísi. Fótbolti 9. maí 2024 10:32
„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. Fótbolti 8. maí 2024 23:30