Gríðarleg ánægja með Skaupið sem sumir segja það besta frá upphafi Mikil ánægja virðist hafa verið með Áramótaskaupið í ár í leikstjórn Dóru Jóhannsdóttur. Landsmenn hafa sem fyrr margir hverjir deilt skoðun sinni á sjónvarpsþættinum árlega á samfélagsmiðlum. Í fljótu bragði virðast mun fleiri ánægðir en ósáttir. Lífið 1. janúar 2023 11:52
„Við erum að kveðja Egil með virktum“ „Ég held að það sé ekkert fyrirtæki á Íslandi sem er búið að vera með sömu röddina í þrjátíu ár að tala fyrir sig,“ segir Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota á Íslandi. Áramótaauglýsing Toyota, sem sýnd var rétt fyrir Áramótaskaupið í gærkvöldi hefur fengið mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og segja má að auglýsingin marki ákveðin tímamót. Lífið 1. janúar 2023 11:05
Gamalt lag í splunkunýjum búningi Júlí Heiðar, Þórdís Björk, Fannar Freyr og Marinó Geir fluttu lagið Gamlárskvöld, gamalt lag í splunkunýjum búning í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Lífið 31. desember 2022 17:01
Vinsælustu lögin á FM957 árið 2022 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2022 á stöðinni. Tónlist 31. desember 2022 17:01
Fréttakonan Barbara Walters látin Bandaríska frétta- og sjónvarpskonan Barbara Walters er látin 93 ára að aldri. Hún hóf störf sjónvarpsfréttamaður á sjónvarpsstöðinni ABC árið 1976, fyrst kvenna í Bandaríkjunum. Lífið 31. desember 2022 08:19
DJ Karítas deilir sínum uppáhalds lögum frá árinu: „Grenja og slamma á klúbbnum“ Tónlistarárið 2022 var fjölbreytt og viðburðaríkt en einkenndist meðal annars af tónleikahaldi og miklu fjöri. Plötusnúðurinn Karítas spilaði á fjölmörgum viðburðum í ár en hún ræddi við Lífið á Vísi um þau lög sem henni fannst standa upp úr á árinu. Tónlist 30. desember 2022 20:01
Ingó hyggur á stórtónleika í Háskólabíó í mars Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hyggst halda stórtónleika í Háskólabíó á nýju ári. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða tónleikarnir haldnir undir yfirskriftinni „Loksins gigg“, föstudaginn 10. mars. Formleg miðasala er ekki hafin en vinir og vandamenn hafa verið beðnir um að taka kvöldið frá. Lífið 30. desember 2022 15:19
Merkir myndirnar vel svo fólk haldi ekki að hann sé að falsa verkin Jóhannes K. Kristjánsson er ekki stórt nafn í myndlistarheiminum þrátt fyrir að vera alveg ótrúlegur myndlistarmaður. Lífið 30. desember 2022 14:31
Ólafur Arnalds og Sandrayati giftu sig á Balí Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds og söngkonan Sandrayati gengu í hjónaband á milli jóla og nýárs. Brúðkaupið fór fram 26. desember á Balí, en Sandrayati er alin upp á eyjunni fögru. Hjónin eiga einstaklega fallegt hús á Balí og eyða miklum tíma þar. Lífið 30. desember 2022 10:57
Áhrif Þjóðleikhúsmálsins meiri en fólk geri sér grein fyrir Sóley Tómasdóttir jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur telur að stóra Þjóðleikhúsmálið hafi haft meiri áhrif en fólk geri sér grein fyrir. Fólk sé móttækilegra fyrir menningarfordómum í dag og nefnir að nú borgi fólk henni fyrir að ræða hluti sem það hataði hana fyrir á sínum tíma. Lífið 29. desember 2022 21:00
Snorri Ásmundsson deilir sínum uppáhalds stemningslögum frá árinu Listamaðurinn Snorri Ásmundsson elskar fátt meira en að dansa við góða tónlist. Lífið á Vísi heyrði í honum og fékk hann til að deila uppáhalds lögunum sínum frá árinu. Tónlist 29. desember 2022 20:00
Fimm milljónir í sjónvarpsþætti um hatursorðræðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirrituðu í gær samning við Ketchup Productions um framleiðslu sjónvarpsþátta um skaðsemi hatursorðræðu. Innlent 29. desember 2022 15:57
Aukinn áhugi á norrænu sjónvarpsefni en snarpar verðhækkanir mikil áskorun Framleiðslufyrirtækið Glassriver, sem meðal annars hefur framleitt Venjulegt fólk og Svörtu sanda, vinnur verkefni nokkur ár fram í tímann. Það gerir til dæmis kostnaðar- og fjármögnunaráætlanir fyrir sjónvarpsverkefni eitt til fjögur ár fram tímann. Þess vegna hafa snarpar verðhækkanir á árinu verið virkilega mikil áskorun. Þetta segir Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Innherji 29. desember 2022 13:01
Geti ekki lengur látið eins og allt sé í lagi Árið sem þjóðin losnaði úr hlekkjum samkomutakmarkana hefur reynst mjög erfitt fyrir tónleikahaldara og er staðan svartari en marga hafði grunað, að sögn framkvæmdastjóra Senu Live. Talsvert algengara sé að tónleikar endi með fjárhagslegu tapi og það gerst mun oftar á þessu ári en nokkurn tímann áður. Viðskipti innlent 29. desember 2022 07:00
„Konan sem fær útgefið af því að afi hennar hét Halldór Laxness“ Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir segist hafa fengið nóg af umræðu innan bókmenntasamfélagsins, um að hún hafi fengið bækur útgefnar og þær tilnefndar til verðlauna, vegna þess að hún sé barnabarn nóbelskáldsins Halldórs Laxness. Menning 29. desember 2022 00:07
Maga- og mjaðmasveiflur í Kramhúsinu sameiningarafl Íris Stefanía Skúladóttir og Þórdís Nadia Semichat kenna magadans og mjaðmasveifludansa í Kramhúsinu. Þær segja andrúmsloftið einstakt í húsinu og í dansinum myndist sérstök tenging milli kvenna. Lífið samstarf 28. desember 2022 13:00
Sonarsonur Bob Marley er látinn Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley, Lífið 28. desember 2022 10:48
Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews. Lífið 27. desember 2022 18:16
Elta uppi Netflixsníkla á nýju ári Lengi hefur tíðkast að fólk samnýti lykilorð að Netflix til að glápa á þætti og kvikmyndir á sama aðgangnum. Nú er útlit fyrir að þessi hefð muni líða undir lok en forsvarsmenn Netflix hafa gefið það út að tekið verði á lykilorðasamnýtingu á nýju ári. Bíó og sjónvarp 27. desember 2022 17:40
Fjölmenning og menningarlæsi Ísland er fjölmenningarsamfélag, þar sem Íslendingar nýir sem ættbornir, birta fjölbreytileika í viðhorfum, venjum og lífsskoðunum. Skoðun 27. desember 2022 11:01
Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans. Gagnrýni 27. desember 2022 10:26
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2022 Árið 2022 var að nokkru leyti árið sem kvikmyndirnar sneru aftur. Það er að segja árið sem fólkið sneri aftur í kvikmyndahúsin. Nokkuð var um kvikmyndir sem öfluðu mikilla tekna á árinu en eins og alltaf voru einnig myndir sem gerðu það ekki og voru jafnvel lélegar. Bíó og sjónvarp 27. desember 2022 08:00
Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga. Innlent 26. desember 2022 20:05
Villi Neto í The Witcher: „Ég er þarna í hlutverki durgslegs álfs“ Leikaranum Vilhelm Neto bregður fyrir í glænýrri seríu af þáttaseríunni vinsælu The Witcher. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp hér á landi á Djúpavogi og Berufirði meðal annars. Villi segir að um stærsta verkefni á hans ferli sé að ræða. Bíó og sjónvarp 25. desember 2022 16:35
Söngvari Faithless er látinn Breski söngvarinn Maxi Jazz, söngvari sveitarinnar Faithless, er látinn, 65 ára að aldri. Lífið 24. desember 2022 17:03
Bubbi lagstur í flensu og getur ekki spilað á Litla-Hrauni Bubbi Morthens mun ekki geta skemmt föngum á Litla-Hrauni í dag líkt og hefð hefur myndast fyrir. Ástæðan er einföld; Bubbi er veikur. Lífið 24. desember 2022 14:09
„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“ „Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru. Atvinnulíf 24. desember 2022 14:01
Upplifir öðruvísi jól í ár: „Það verður alvöru jólasól og stemning“ Þetta stefnir í eftirminnileg jól hjá tónlistarkonunni Guðrúnu Ýr Eyfjörð eða GDRN. Ekki nóg með það að hún sé að fara halda sín fyrstu jól erlendis, þá eru þetta einnig hennar fyrstu jól sem móðir. Guðrún er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 24. desember 2022 11:02
Jóladagatal Vísis: Selma og Jónsi koma með jólin til þín Hvað gerist ef við blöndum saman einhverjum bestu söngvurum landsins og einu besta og ástsælasta jólalagi þjóðarinnar? Útkoman er hér, í síðasta lagi Jóladagatals Vísis. Jól 24. desember 2022 07:00
Ellen opnar sig um missinn Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt. Lífið 23. desember 2022 21:45