Góðgerðarmál og menning sameinast á kraftmikinn hátt til styrktar Úkraínu Samtökin Artists4Ukraine standa að ýmsum menningartengdum viðburðum í Bíó Paradís þar sem allur ágóði frá viðburðunum rennur til fjölbreyttra góðgerðarfélaga í Úkraínu. Í kvöld, miðvikudaginn 6. apríl, munu Arists4Ukraine í samstarfi við úkraínska kvikmyndafyrirtækið MaGiKa films sýna kvikmyndina Ivan’s Land eftir úkraínska leikstjórann Andrii Lysetskyi. Menning 6. apríl 2022 10:00
Hljómsveitin TLC til Íslands í sumar Í dag var tilkynnt um komu hljómsveitarinnar TLC til Íslands í sumar. Athafnamaðurinn Jón Bjarni Steinsson kom í Brennsluna í dag með góðar og slæmar fréttir. Hann sagði frá því að Secret Soltice hafi verið frestað og að TLC muni koma til Íslands í sumar. Tónlist 6. apríl 2022 09:35
Níu ára fréttamaður tók bæjarstjórann í viðtal Barnamenningarhátíð hófst víða um land í dag þar sem fjölbreyttri menningu barna er fagnað. Hátíðin nær hámarki á laugardag með tónleikum og danspartýi. Innlent 5. apríl 2022 21:01
„Þagnarhjúpur og skömm hefur umlukið sjálfsvíg og sjálfsvígshugsanir“ Þann 20. apríl verður frumsýnd í Bíó Paradís kvikmyndin Út úr myrkrinu eftir Helga Felixson og Titti Johnson. Tónlistin í myndinni er eftir Óskarsverðlaunahafann Hildi Guðnadóttur. Sýnishorn úr myndinni má sjá hér neðar í fréttinni. Lífið 5. apríl 2022 20:01
Insta-Grammy: Brotin verðlaun, Gucci og BTS Um helgina fór Grammy verðlaunahátíðin fram og voru stjörnurnar duglegar að deila myndum frá viðburðinum á sínum persónulegu miðlum. Íslendingar áttu góða fulltrúa á hátíðinni sem voru glæsileg á rauða dreglinum. Lífið 5. apríl 2022 17:31
Undir áhrifum frá grískri tónlist og hljóðfærinu bouzouki Nú er komin út smáskífan Crete sem inniheldur tvö ný lög eftir Smára Guðmundsson. Lögin voru samin þegar Smári var út á Krít að aðstoða við uppsetningu á festivali sem verður á Krít í apríl. Albumm 5. apríl 2022 16:20
Íslenskt tónlistarfólk stígur á svið á Nordic Folk Alliance Umbra, Blood Harmony og Svavar Knútur munu koma fram á Nordic Folk Alliance tónlistarhátíðinni í ár. Öll eru þau þakklát fyrir tækifærið og þennan stóra vettvang til að koma sér á framfæri erlendis. Tónlist 5. apríl 2022 15:30
Ye hættir við að koma fram á Coachella Rapparinn Ye, áður Kanye West, hefur dregið sig út úr Coachella hátíðinni. Hann átti að koma fram á lokakvöldi beggja tónleikahelganna. Lífið 5. apríl 2022 11:01
Hreiðrið, Brávallagata 12, Chrysalis og Vesturbæjar Beach sigurvegarar Sprettfisks Um helgina fór fram uppskeruhátíð Sprettfisks, stuttmyndasamkeppni Stockfish kvikmyndahátíðarinnar, með pomp og pragt. Sigurvegarar voru tilkynntir en þeir hljóta stærstu verðlaun sem veitt hafa verið á kvikmyndahátíð hér á landi til þessa. Bíó og sjónvarp 5. apríl 2022 09:56
„Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“ „Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. Lífið 5. apríl 2022 06:00
„Meðvirkni og þráhyggja réðu för“ Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir eða DIA var að senda frá sér glænýtt lag ásamt textamyndbandi sem heitir Rauðu Flöggin. Albumm 4. apríl 2022 22:01
Á heimleið eftir súrrealískt gærkvöld Endalaust þakklæti er eftst í huga sópransöngkonunnar Dísellu Lárusdóttur, sem vann Grammy-verðlaun í gærkvöldi. Hún er fimmti Íslendingurinn til að vinna til verðlaunanna. Innlent 4. apríl 2022 20:46
Helmingurinn ánægður með framlagið til Eurovision Helmingur Íslendinga segist ánægður með framlag okkar til Eurovision þetta árið. Það er samkvæmt könnum sem Prósent framkvæmdi nýverið en einungis tuttugu prósent sögðu óánægð. Tónlist 4. apríl 2022 17:42
Apollo 10 1/2: Sögumaður af guðs náð fer til Tunglsins Apollo 10 1/2: A Space Age Childhood, nýjasta mynd bandaríska kvikmyndahöfundarins Richards Linklaters, var frumsýnd á Netflix fyrir nokkrum dögum. Hún fjallar um 10 ára dreng sem býr í Texas í kringum þann tíma sem fyrstu mennirnir lentu á tunglinu, en samskiptmiðstöð NASA er einmitt í fylkinu og faðir hans starfar þar fyrir geimferðastofnunina. Gagnrýni 4. apríl 2022 14:46
Bieber hjónin deildu kossi á dreglinum áður en Justin fór tómhentur heim Hjónin Justin og Hailey Bieber voru glæsileg á rauða dreglinum fyrir Grammy verðlaunin sem haldin voru í gær og deildu kossi á rauða dreglinum. Justin var með átta tilnefningar til verðlaunanna en fór heim tómhentur. Lífið 4. apríl 2022 14:01
Ásdís Rán býr enn í íbúð vinkonunnar sem hvarf Í nóvember árið 2019 greindi DV frá því að athafnakonan og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir væri flækt í stórt fjársvikamál tengt hinni búlgörsku Ruja Ignatova. Ignatova hafði stofnað rafmyntina OneCoin sem átti að vera arftaki Bitcoin en Ruja hvarf sporlaust árið 2017. Lífið 4. apríl 2022 13:00
Boðar miklar breytingar á listamannalaunum Menningarmálaráðherra ætlar að gera miklar breytingar á öllu kerfi listamannalauna. Hún setur sig alfarið á móti nýju frumvarpi Sjálfstæðismanna og finnst málflutningur þeirra sorglegur. Innlent 4. apríl 2022 12:31
Sætir og súrir sigrar á Grammy verðlaununum Grammy verðlaunin fóru fram í gær og ungstirnið Olivia Rodrigo, Jon Batiste og R&B tvíeykið Silk Sonic voru sigursælust í stóru flokkunum. Aðstandendur hátíðarinnar vildu þetta árið að hátíðin myndi frekar líkjast stórtónleikum heldur en verðlaunahátíð. Lífið 4. apríl 2022 12:23
Emilía Hugrún úr FSu vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emilía Hugrún Lárusdóttir, fulltrúi Fjölbrautarskóla Suðurlands, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt hljómsveit núverandi og fyrrverandi nemenda skólans. Keppnin fór fram á Húsavík í kvöld. Lífið 4. apríl 2022 00:43
Dísella vann Grammy-verðlaun fyrir bestu upptöku Óperan Akhnaten eftir Phillip Glass vann rétt í þessu Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins. Söngkonan Dísella Lárusdóttir söng einsöng í verkinu og hlýtur því verðlaunin. Tónlist 4. apríl 2022 00:15
Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. Lífið 3. apríl 2022 18:46
Fyrsta sinn sem einstaklingur vinnur Músíktilraunir Tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir bar sigur úr bítum í Músíktilraunum 2022 sem fóru fram í Hörpu í gær. Þetta er fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar keppnina, sem hefur verið haldin árlega í fjörutíu ár. Tónlist 3. apríl 2022 11:46
Estelle Harris er látin Leikkonan Estelle Harris, sem er hvað þekktust fyrir að hafa farið með hlutverk móður George Costanza í þáttunum Seinfeld, er látin. Harris lést á heimili sínu í Palm Desert í Kaliforníu á laugardagskvöld af náttúrulegum orsökum. Lífið 3. apríl 2022 09:46
„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. Menning 3. apríl 2022 07:00
Galin pæling að leggja niður heiðurslaun listamanna Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja niður heiðurslaun listamanna á Íslandi. Þeim finnst þau úrelt og ekki þjóna neinum tilgangi. Galin pæling, segir talsmaður listamanna. Innlent 2. apríl 2022 21:15
Úkraínsk börn dönsuðu þjóðdansa til fjáröflunar Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu. Innlent 2. apríl 2022 21:11
Fylltu Hörpu af innfluttum áhorfendum þrjú kvöld í röð Hljómsveitin Umphrey‘s McGee fyllti Eldborgarsal í Hörpu af áhorfendum þrjú kvöld í röð um seinustu helgi. Fæstir hér á landi þekkja hljómsveitina en 1.500 Bandaríkjamenn lögðu leið sína til Íslands til að fylgjast með hljómsveitinni. Lífið 2. apríl 2022 19:11
Bræður í einvígi á toppnum Ástsælu bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónssynir standa ansi nálægt hvor öðrum á íslenska listanum þessa vikuna. Friðrik Dór trónir enn á toppnum með silkimjúka smellinn Bleikur og blár en Jón fylgir fast á eftir með ástarlagið Lengi lifum við og hefur hækkað sig um eitt sæti frá því í síðustu viku. Tónlist 2. apríl 2022 16:00
Harry Styles með nýjan slagara í fyrsta sinn í tvö ár Tónlistarmaðurinn Harry Styles hefur gefið út nýtt lag, það fyrsta í tvö ár. Lagið og tónlistarmyndbandið sem fylgir því var frumsýnt í gær á Youtube og hefur þegar fengið meira en 21 milljón áhorf. Tónlist 2. apríl 2022 14:14
Gefur hlutum sem enginn vill sjá né vita af fagurfræðilegt gildi Listakonan Lilja Birgisdóttur opnar sýninguna It’s not you, It’s me í dag, laugardaginn 2. apríl. Opnunin fer fram á milli klukkan 14:00 og 18:00 og stendur til 24. apríl næstkomandi. Menning 2. apríl 2022 12:30