Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Jóla­ævin­týri Ingu Marenar dansara

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Kjartan Atli skrifar NBA bók fyrir Bandaríkjamarkað

„Það er sérstaklega gaman að taka þátt í þessu ævintýri með Kjartani Atla. Það kæmi mér ekkert á óvart að okkar maður tæki að sér körfuboltauppeldi fyrir bandaríska æsku um ókomin ár,“ segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögum útgáfu.

Lífið
Fréttamynd

One Direction stjarna með tónleika í Reykjavík

Tónlistarmaðurinn og meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, Louis Tomlinson mun koma fram á tónleikum í Valsheimilinu þann 18. ágúst á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik, sem standa fyrir viðburðinum.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er algjört met, algjört met"

Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid.

Innlent
Fréttamynd

„Ég væri kannski ekki til ef það væri ekki fyrir Grease“

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

Kántrístjarnan Charley Pride lést úr Covid-19

Bandaríski kántrísönvarinn Charley Pride er látinn, 86 ára að aldri, af völdum covid-19. Pride lést í gær en söngvarinn gerði garðinn frægan með tónlist sinni vestanhafs á miklum umrótatímum á sjöunda áratugnum en greint er frá andlátinu á heimasíðu söngvarans.

Lífið
Fréttamynd

Snýst um miklu meira en bara áfengi í blóðinu

Myndin fjallar ekki aðeins um að vera með nokkur prómíl í blóðinu heldur um eitthvað miklu meira. Þetta segir danski stórleikarinn Mads Mikkelsen um upplifun sína af því að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk í leikstjórn Thomas Vinterberg sem frumsýnd var fyrr á árinu. Mikkelsen hlaut í gær Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarskóli Rangæinga slær í gegn á netinu

Mikil ánægja er með framtak Tónlistarskóla Rangæinga, sem streymir níu jólatónleikum nemenda skólans nú í desember. Fiðlusveit skólans, sem átti að fara til Reykjavíkur á morgun og spila á þremur stöðum verður í stað þess í skólahúsnæðinu á Hvolsvelli þar sem allur heimurinn getur fylgst með hópnum spila í gegnum netið.

Innlent
Fréttamynd

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning
Fréttamynd

Bergur Þór les Jólagesti hjá Pétri

Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum.

Jól
Fréttamynd

Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni.

Innlent
Fréttamynd

Föstudagsplaylisti Vigdísar Hafliðadóttur

Heimspekingurinn Vigdís Hafliðadóttir er listasmiður vikunnar. Hún er jafnframt nýr meðlimur uppistandshópsins VHS og textahöfundur og söngkona hljómsveitarinnar FLOTT, sem gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

Tónlist