„Ég fæddist fyrir þessa stund“ Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. Lífið 13. maí 2025 14:09
Að skapa framtíð úr fortíð Menningarferðaþjónusta byggir að miklu leyti á því að búa til áfangastaði sem byggja á sögum og óáþreifanlegum menningararfi. Í nýrri ferðamálastefnu stjórnvalda, sem kynnt var í fyrra, er menningarferðaþjónustu í fyrsta skipti gefinn gaumur með formföstum hætti. Skoðun 13. maí 2025 12:00
Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Áhættuatriði leikarans Tom Cruise fyrir Mission Impossible myndirnar hafa lengi vakið gífurelga athygli. Oftar en ekki snúast þessi atriði um það að stökkva af hinum merkilegustu hlutum, eins og hæstu byggingum heims eða fjöllum í Noregi. Bíó og sjónvarp 13. maí 2025 09:54
Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Franski leikarinn Gerard Depardieu var í morgun fundinn sekur um að hafa beitt tvær konur kynferðisofbeldi árið 2021. Dómur féll í París í morgun en konurnar tvær voru samstarfskonur leikarans við tökur á myndinni Les Volets Verts árið 2021. Leikarinn var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi. Erlent 13. maí 2025 08:57
Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot og Páll Óskar eru meðal þeirra sem troða upp í Iðnó 11. júlí á svokallaðri Hátíð gegn landamærum. Auk þeirra koma fram fjöldi tónlistamanna á hátíðinni sem haldinn er á vegum samtakanna No Borders. Lífið 13. maí 2025 00:03
Dr. Bjarni er látinn Bjarni Hjaltested Þórarinsson listamaður, sem iðulega var kallaður dr. Bjarni, er látinn. Bjarni var 78 ára gamall. Innlent 12. maí 2025 22:31
Halla á hátíðarsýningu Attenborough Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum. Lífið 12. maí 2025 20:01
Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. Lífið 12. maí 2025 18:08
Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Málverk sem danskur listamaður málaði af því hvernig Nuuk gæti litið út ef Donald Trump nær að taka yfir Grænland hefur vakið mikla athygli. Eftirprentanir af myndinni voru til sölu í Nuuk á sama tíma og Friðrik Danakonungur heimsótti höfuðstað Grænlands fyrir tveimur vikum. Greinarhöfundur bandaríska stórblaðsins Wall Street Journal segir myndina dæmi um það hvernig yfirlýsingar Trumps hafa slegið til baka. Erlent 12. maí 2025 16:17
Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Listamaðurinn Ólafur Elíasson fær hátt í 88,5 milljónir króna frá ríkinu og Vestmanneyjabæ fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey sem til stendur að reisa á Eldfelli. Þá er ótalinn kostnaður vegna gerðar göngustígs og annarra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á svæðinu en áætlaður heildarkostnaður gæti numið allt að 220 milljónum. Ríflega sex hundruð manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem minnisvarðanum er mótmælt. Innlent 12. maí 2025 16:00
Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. Lífið 12. maí 2025 14:48
Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum. Innlent 12. maí 2025 14:33
Í kossaflensi á Beyoncé Eitt frægasta par í heimi, hjónin Meghan Markle hertogaynja af Sussex og hennar heittelskaði Harry Bretaprins, fóru á alvöru stefnumót um helgina í Los Angeles um helgina. Parið birti myndir af sér í faðmlögum og kossum þar sem þau börðu goðsögnina Beyoncé augum á tónleikum stjörnunnar. Lífið 12. maí 2025 13:40
Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Liðin vika var lífleg og viðburðarík hjá stjörnum landsins þar sem skemmtanalífið var með líflegasta móti. Mæðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og voru Íslendingar duglegir að senda kveðjur á mæður sínar. Þá stóð Bakgarðshlaupið yfir um helgina en því lauk í morgun. Lífið 12. maí 2025 09:51
Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Friðþóra Sigurjónsdóttir, ofurskvísa og pilates-kennari, lýsir sjálfri sér sem umhyggjusamri, jákvæðri og samviskusamri konu sem stundum hefur tilhneigingu til að ofhugsa hlutina. Hún segir Þórsmörk vera fallegasta staðinn á landinu og dreymir um að ferðast til Japan. Lífið 12. maí 2025 07:01
Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Bræðurnir í Væb og föruneyti þeirra eru algjörar stórstjörnur á Eurovision í Basel, miðað við áhuga fjölmiðla á þeim og fagnaðarláta þegar þeir mæta á svæðið. Lífið 11. maí 2025 23:01
Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Lífið 11. maí 2025 21:13
Bók skilað eftir 56 ára útlán Bók sem tekin var í útlán árið 1969 var skilað til Bókasafns Kópavogs í vikunni. Sjálfur Jón úr Vör afgreiddi lánþegann en hann var fyrsti bæjarbókavörður bæjarins. Lífið 10. maí 2025 14:32
Verndum vörumerki í tónlist Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Skoðun 10. maí 2025 14:30
„Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Nýjasta mynd Davids Attenborough var frumsýnd í Smárabíó með tilheyrandi pompi og prakt með leikstjóranum viðstöddum. Hann segir skilaboð Attenborough vera þau þýðingarmestu til þessa. Lífið 9. maí 2025 23:12
Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Egill Logi Jónasson, sem gengur undir listamannsnafninu Drengurinn Fengurinn, hefur hlotið einnar milljón króna styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar í ár, til að vinna að verkefninu Dreamboy Syndicate. Lífið 9. maí 2025 10:02
Leikstjórinn James Foley er látinn Leikstjórinn James Foley, sem er þekktastur fyrir leikstjórn tveggja mynda úr Fifty Shades of Grey-seríunni, er látinn 71 árs að aldri eftir baráttu við krabbamein í heila. Lífið 9. maí 2025 09:18
Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson einnig þekktur sem Auður hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Stockholm Syndrome. Lagið kom út í september í fyrra og fjallar um Stokkhólmsheilkennið í samhengi við sambandsslit, ástina og hugmyndina um persónulegt frelsi og að vera tilfinningalega háður einstaklingi. Lífið 9. maí 2025 09:00
Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. Menning 8. maí 2025 15:13
GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Forsvarsmenn Rockstar ákváðu á dögunum að fresta útgáfu Grand Theft Auto 6 um meira en hálft ár. Eftirvæntingin er gífurleg og sést það glögglega á því hve margir horfðu á stiklu sem birt var skömmu eftir að tafirnar urðu opinberar. Sú stikla er sögð hafa sett nýtt met. Leikjavísir 8. maí 2025 14:04
Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á dóttur á næstu vikum, að því er fram kemur í færslu Völu á Instagram. Lífið 8. maí 2025 10:09
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. Lífið 8. maí 2025 07:33
Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. Tíska og hönnun 7. maí 2025 20:00
„Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Rokkarinn Björgúlfur Jes, söngvari Spacestation, gaf nýverið út fyrstu smáskífu sína, „Alltof mikið, stundum“ undir listamannsnafninu Straff. Laginu má lýsa sem fullorðinsútgáfu af „Laginu um það sem er bannað“ og er von á stuttskífu í lok sumars. Tónlist 7. maí 2025 17:38
Opnaði sumarið með sólríkum stæl Margt var um manninn á sólríkri opnun einkasýningar Sigurðar Árna „Litarek“ í Ásmundarsal laugardaginn 3. maí. Á meðal gesta mátti sjá fjölbreyttan hóp listunnenda, listamanna, safnara og fólki úr menningar-og listalífi borgarinnar sem nutu sín innan um litrík og leikandi verk Sigurðar. Menning 7. maí 2025 16:01