Mjólkurbikar karla

Mjólkurbikar karla

Umfjöllun um Mjólkurbikar karla í fótbolta.

Fréttamynd

Ég veit ekki með þetta rauða spjald

Farið var yfir rauða spjaldið sem Jónatan Ingi Jónsson fékk í 0-1 tapi FH gegn ÍA í Mjólkurbikarmörkunum. FH-ingar voru manni færri síðasta hálftímann og tókst ekki að jafna metin. ÍA er því komið áfram í 8-liða úrslit bikarsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg og eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Leikið var á Würth vellinum í Árbænum undir flóðljósunum og skapaðist fínasta stemmning á leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eins og draumur að rætast“

„Þetta er bara geggjað, þetta er eins og draumur að rætast,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði kvennaliðs Þróttar, eftir 4-0 sigur síns liðs gegn FH í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Íslenski boltinn