NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið

Donovan Mitchell og Cleveland Cavaliers hafa átt frábært tímabil til þessa í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mitchell hefur amt sem áður skorað aldrei skorað færri stig á einu tímabili síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Hvernig má það vera?

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA

Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí.

Körfubolti
Fréttamynd

Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum

Kaupsýslumaður frá Georgíu er á leiðinni á bak við luktar dyr í langan tíma eftir að hann var dæmdur sekur um að svindla NBA leikmönnunum Dwight Howard og Chandler Parsons, sem báðir voru stórar stjörnur í deildinni á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Fimm fengu bann fyrir slags­málin

Fimm leikmenn voru dæmdir í leikbann fyrir sinn þátt í slagsmálum sem brutust út í leik Detroit Pistons og Minnesota Timberwolves. Isaiah Stewart var sá eini sem fékk tveggja leikja bann, þar sem hann á sér sögu um ofbeldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi

Fimm leikmönnum og tveimur þjálfurum var vísað úr húsi eftir að upp úr sauð í leik Minnesota Timberwolves og Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Ekki hafa verið dæmdar fleiri tæknivillur í leik síðan árið 2005.

Körfubolti