Durant aftur yfir 40 stigin | Sigurganga Houston á enda Oklahoma City Thunder batt enda á sigurgöngu Houston Rockets í NBA í nótt og Kevin Durant átti enn einn stórleikinn. Körfubolti 12. mars 2014 08:23
Sló Griffin og var rekinn út úr húsi | Myndband Allt sauð upp úr undir lok leiks Los Angeles Clippers og Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 11. mars 2014 16:15
Jackson íhugar að vinna fyrir NY Knicks Sigursælasti þjálfari í sögu NBA-deildarinnar, Phil Jackson, er hugsanlega á leið í deildina aftur. NY Knicks er væntanlegur áfangastaður. Körfubolti 11. mars 2014 13:15
Vill að leikmenn fái að slást í NBA-deildinni Pólverjinn Marcin Gortat, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni, finnst vanta meiri hasar í NBA-deildinni og hann stingur upp á því í fullri alvöru að leikmenn fái að slást. Körfubolti 11. mars 2014 12:00
Griffin sjóðheitur í áttunda sigri Clippers í röð | Myndbönd Los Angeles Clippers er heitasta liðið í NBA-deildinni en Philadelphia 76ers getur ekki keypt sér sigur. Körfubolti 11. mars 2014 07:13
James leigði einkaþotu til þess að heiðra Ilgauskas LeBron James var mættur aftur á sinn gamla heimavöll í Cleveland á laugardag. Ekki til þess að spila körfubolta heldur til þess að heiðra vin sinn, Zydrunas Ilgauskas. Körfubolti 10. mars 2014 22:30
Þegar Cuban lét henda Magic Johnson úr flugvél Eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, Mark Cuban, er moldríkur og hefur upplifað ýmislegt á skrautlegum ferli. Körfubolti 10. mars 2014 11:00
Toppliðin stráfelld í NBA | Oklahoma missti toppsætið Indiana Pacers, Miami Heat og Oklahoma City töpuðu öll leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 10. mars 2014 07:05
NBA í nótt: Sextánda tap Philadelphia í röð Síðustu vikur hafa gengið hræðilega hjá Philadelphia 76ers og ekki breyttist það eftir leiki næturinnar í NBA-deildinni. Körfubolti 9. mars 2014 12:27
NBA í nótt: Houston náði fram hefndum Houston fór illa með Indiana, efsta liðið í austrinu, sem tapaði sínum þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 8. mars 2014 11:00
LeBron kennir nýju treyjunum um slæma hittni sína Nýju NBA-treyjurnar með ermunum hafa slegið í gegn hjá NBA-aðdáendum en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af treyjunum. Körfubolti 7. mars 2014 14:00
Stærsta tap í sögu Lakers Það eru tímabundin valdaskipti í Los Angeles og það fékkst endanlega staðfest í nótt er LA Clippers niðurlægði nágranna sína í LA Lakers. Körfubolti 7. mars 2014 09:09
Skoraði þriggja stiga körfu 127 leiki í röð Allt tekur enda og það fékk Kyle Korver, leikmaður Atlanta Hawks, að reyna í nótt er honum tókst ekki að skora þriggja stiga körfu í ansi langan tíma. Körfubolti 6. mars 2014 09:08
Ég gæti skorað 40 stig gegn Bobcats Það virðist vera alveg sama hvað LeBron James gerir. Hann getur aldrei glatt alla. Nú síðast skoraði hann 61 stig í leik og ekki voru allir sérstaklega hrifnir af því. Körfubolti 5. mars 2014 20:15
Westbrook náði þrefaldri tvennu á aðeins 20 mínútum Þegar LeBron James skoraði 61 stig fyrir Miami var viðbúið að Kevin Durant, leikmaður Oklahoma, myndi reyna að svara að bragði. Körfubolti 5. mars 2014 09:09
Collins framlengir við Nets Umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna þessa dagana, Jason Collins, mun skrifa undir nýjan samning við Brooklyn Nets í dag. Körfubolti 4. mars 2014 15:15
Jesús gæti þjálfað Lakers Það hefur ekkert gengið að fá Phil Jackson aftur í þjálfun en svo sannarlega hefur ekki vantað upp á eftirspurnina. Körfubolti 4. mars 2014 13:45
LeBron skoraði 61 stig | Myndband Andlitsgríman var ekki mikið að þvælast fyrir LeBron James í nótt er hann setti persónulegt met með því að skora 61 stig í öruggum sigri Mimai Heat á Charlotte Bobcats. Körfubolti 4. mars 2014 09:08
Vona að sonurinn sé með betri hné en pabbinn Fyrrum þjálfari NY Knicks og Houston Rockets, Jeff van Gundy, er óhræddur við að láta ýmislegt fjúka er hann er að lýsa körfuboltaleikjum. Körfubolti 3. mars 2014 17:00
Butler samdi við efsta lið vesturstrandar Caron Butler hefur samið við Oklahoma City Thunder, efsta lið vesturstrandar NBA körfuboltans. Er Butler ætlað að hjálpa Thunder að skora í úrslitakeppninni. Körfubolti 2. mars 2014 22:30
Númer Iverson híft upp í rjáfur NBA félagið Philadelpha 76ers heiðraði Allen Iverson í gærnótt þegar félagið lét hífa númer Iverson upp í rjáfur i Wells Fargo Center höllinni að viðstöddum 20.000 áhorfendum og auðvitað Iverson sjálfum. Körfubolti 2. mars 2014 20:15
Sami LeBron þrátt fyrir grímuna | Ariza sjóðandi LeBron James lætur nefbrot ekki stöðva sig en hann klikkaði úr aðeins fjórum skotum þegar Miami Heat lagði Orlando Magic í NBA körfuboltanum í nótt. Það var þó Trevor Ariza sem stal senunni í nótt en hann skoraði 40 stig fyrir Washington Wizards. Körfubolti 2. mars 2014 11:00
NBA: Durant með 30 stig í seinni hálfleik og loksins Þrumusigur Kevin Durant skoraði 30 stig í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu, Stephen Curry var með þrennu í sigri Golden State Warriors í Madison Square Garden í New York, Kyrie Irving náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum og Los Angeles Lakers liðið setti félagsmet með því að skora 19 þriggja stiga körfur. Körfubolti 1. mars 2014 11:00
NBA í nótt: Þríframlengt í Kanada Það vantaði ekki spennuna þegar Washington vann sigur á Toronto, 134-129, í þríframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 28. febrúar 2014 09:20
Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. Körfubolti 27. febrúar 2014 22:45
NBA í nótt: Þriðja tap Oklahoma City í röð Ekkert hefur gengið hjá Oklahoma City, efsta liði vesturdeildarinnar, eftir stjörnuhelgina í NBA-deildinni. Körfubolti 27. febrúar 2014 09:00
Fjögurra stiga línan er ekki á leiðinni í NBA Fáar breytingar hafa haft jafngóð áhrif á eina íþrótt og þegar körfuboltinn tók upp þriggja stiga línuna á áttunda áratugnum. Það er hinsvegar ekki von á fjögurra stiga línu í NBA-deildinni í körfubolta þrátt fyrir fréttir um annað í Bandaríkjunum. Körfubolti 26. febrúar 2014 22:45
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Horace Grant, fjórfaldur NBA-meistari, var í opinskáu viðtali í gær, þar sem hann sagði frá nokkrum leyndarmálum og gaf sitt álit á fyrrum liðsfélögum. Körfubolti 26. febrúar 2014 10:06
NBA í nótt: Harden með 43 stig í þremur leikhlutum James Harden fór á kostum þegar Houston vann Sacramento, 129-103, í NBA-deildinni í körfubolta. Alls fóru sjö leikir fram í nótt. Körfubolti 26. febrúar 2014 09:00
Hótaði að skjóta eiginkonuna í hausinn Leikstjórnandi NBA-liðsins New York Knicks, Raymond Felton, er ekki í góðum málum. Hann var handtekinn í morgun og verður ákærður í nokkrum liðum. Körfubolti 25. febrúar 2014 23:30