NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen. Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig. Körfubolti 24. janúar 2012 09:00
Vanessa Bryant fær öll þrjú hús hjónanna í LA og 9,2 milljarða Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers og ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar í körfubolta, stendur í skilnaði og brandarískir fjölmiðlar hafa nú grafið það upp hversu mikið fyrrum eiginkona hans, Vanessa Bryant, fær í sinn hlut. Körfubolti 23. janúar 2012 23:15
NBA í nótt: Miami vinnur enn án Wade Fjarvera Dwyane Wade virðist engin áhrif hafa á stjörnum prýtt lið Miami sem vann enn einn sigurinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt - í þetta sinn gegn Philadelphia, 113-92. Körfubolti 22. janúar 2012 11:00
NBA í nótt: Enn tapar Lakers á útivelli LA Lakers tapaði í nótt sínum öðrum leik í NBA-deildinni í körfubolta, í þetta sinn fyrir Orlando Magic á útivelli. Lokatölur voru 92-80. Körfubolti 21. janúar 2012 10:56
Westbrook fékk nýjan 80 milljón dollara samning hjá Thunder Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur hans var að renna út í vor. Thunder hefði getað jafnað öll tilboð í kappann í sumar en ákvað að ganga frá nýjum samningi strax. Körfubolti 20. janúar 2012 21:00
NBA í nótt: Miami vann Lakers Það var stórslagur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá hafði Miami Heat betur gegn LA Lakers, 98-87. Tveir aðrir leikir voru einnig á dagskrá. Körfubolti 20. janúar 2012 09:00
Dwyane Wade fékk 29 milljón króna McLaren-bíl í afmælisgjöf Dwyane Wade, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hélt upp á þrítugsafmæli sitt í vikunni og kærasta hans, Gabrielle Union, hélt honum af því tilefni glæsilega veislu á hóteli í bænum. Stærsta afmælisgjöfin kom þó ekki frá frúnni heldur bílaumboði í Miami sem sá ástæðu til þess að senda einn af flottustu bílum sínum til Wade. Körfubolti 19. janúar 2012 23:15
NBA í nótt: Billups tryggði Clippers sigur á Dallas Chauncey Billups sá til þess að lið hans, LA Clippers, vann nauman sigur á meisturunum í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt, 91-89, með því að setja niður þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var til leiksloka. Körfubolti 19. janúar 2012 08:53
NBA í nótt: Fisher tryggði Lakers sigur á Dallas Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en meistarar síðustu tveggja ára, LA Lakers og Dallas Mavericks, mættust í Los Angeles. Lakers vann nauman sigur, 73-70. Körfubolti 17. janúar 2012 08:53
NBA í nótt: San Antonio enn taplaust á heimavelli San Antonio Spurs hafði í nótt betur gegn Phoenix Suns, 102-91, í leik liðanna í NBA-deildinni. San Antonio er því enn taplaust á heimavelli í deildinni. Körfubolti 16. janúar 2012 09:00
NBA: Clippers vann Lakers þrátt fyrir 42 stig frá Kobe Los Angeles Clippers vann slaginn um Los Angeles á móti Lakers í nótt þrátt fyrir að Kobe Bryant færi yfir 40 stiga múrinn í fjórða leiknum í röð. NBA-meistararnir í Dallas Mavericks unnu sinn fimmta sigur í röð en lítið gengur hjá Boston Celtics sem hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum. Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Philadelphia 76ers sína líka lítil veikleikamerki þessa dagana. Körfubolti 15. janúar 2012 11:00
LeBron James: Ég held með Tim Tebow nbaLeBron James er mikill áhugamaður um amerískan fótbolta og hann er mikill stuðningsmaður Dallas Cowboys. Þar sem að hans menn komust ekki í úrslitakeppnina þá ætlar James að halda með Tim Tebow og félögum hans í Denver Broncos í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í ár. Sport 14. janúar 2012 22:45
NBA: Kobe yfir 40 stigin þriðja leikinn í röð - þrjú töp í röð hjá Miami Kobe Bryant er óstöðvandi þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en hann braut 40 stiga múrinn í þriðja leiknum í röð í nótt. Miami Heat er aftur á móti í vandræðum eftir þriðja tapið í röð. Chicago Bulls vann Boston Celtics og San Antonio Spurs er áfram ósigrað á heimavelli. Dirk Nowitzki skoraði sitt 23 þúsundasta stig í NBA-deildinni í fjórða sigri Dallas í röð. Körfubolti 14. janúar 2012 11:00
NBA: Dwight Howard sló met Wilt Chamberlain í nótt Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, sló 50 ára met Wilt Chamberlain í nótt yfir flest víti tekin í einum leik þegar Orlando vann Golden State Warriors. Memphis endaði sigurgöngu New York, Phoenix lá fyrir Cleveland og Atlanta Hawks vann sannfærandi án aðalmiðherja síns. Körfubolti 13. janúar 2012 09:00
Kobe búinn að rjúfa 40 stiga múrinn 108 sinnum á ferlinum "Þetta var ekki slæmt fyrir sjöunda besta leikmanninn í deildinni," sagði Kobe Bryant eftir sigurinn á Phoenix Suns í nótt en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu til að brjóta 40 stiga múrinn. Bryant tók því greinilega persónulega að hann var settur í sjöunda sætið á netlista yfir 500 bestu leikmenn NBA-deildarinnar. Körfubolti 11. janúar 2012 18:15
NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt. Körfubolti 11. janúar 2012 09:00
Obama forseti í miklu stuði þegar hann tók á móti Dallas í gær Það var mikið gaman í Hvíta húsinu í gær þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti NBA-meistaraliði Dallas Mavericks í árlegri heimsókn NBA-meistara síðasta árs til forsetans. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og var í miklu stuði þegar hann tók á móti Dirk Nowitzki og félögum. Körfubolti 10. janúar 2012 21:00
Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum. Körfubolti 10. janúar 2012 19:00
LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar. Körfubolti 10. janúar 2012 09:15
NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli. Körfubolti 10. janúar 2012 09:00
NBA: Thunder fyrsta liðið til að vinna þrjú kvöld í röð | Lakers vann Oklahoma City Thunder varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni í vetur sem nær því að vinna leik þrjú kvöld í röð en Thunder vann þá 108-96 sigur á San Antonio Spurs. Los Angeles Lakers hélt áfram góðu gengi sínu á heimavelli og Ricky Rubio er að slá í gegn hjá Minnesota Timberwolves. Körfubolti 9. janúar 2012 09:00
Atlanta stöðvar öll stórliðin Atlanta Hawks heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í NBA-deildinni. Í nótt batt liðið enda á sex leikja sigurgöngu Chicago en Atlanta var einnig fyrsta liðið til þess að vinna Miami í vetur. Körfubolti 8. janúar 2012 11:06
Kobe fór á kostum í sigri Lakers Kobe Bryant fór á kostum í liði LA Lakers í nótt er það vann sjö stiga sigur, 97-90, á Golden State. Bryant skoraði 39 stig og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Körfubolti 7. janúar 2012 11:15
Bosh kláraði Atlanta í þríframlengdum leik Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og er óhætt að segja að viðureign Atlanta Hawks og Miami Heat hafi staðið upp úr. Stjörnurnar úr Miami náðu að knýja fram sigur eftir þrjár framlengingar, 109:116. Chris Bosh fór fyrir Miami liðinu, en þeir LeBron James og Dwayne Wade, voru ekki með vegna meiðsla. Bosh setti niður 33 stig og tók 14 fráköst. Stigahæstur fyrir Atlanta var Joe Johnson með 20 stig. Körfubolti 6. janúar 2012 09:21
NBA: Miami og Dallas á sigurbraut Indiana Pacers réð ekkert við LeBron James í nótt er Miami Heat vann öruggan sigur á Pacers. James skoraði 33 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami sem hefur aðeins tapað einum leik það sem af er vetri. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Heat. Körfubolti 5. janúar 2012 09:02
Kobe sjóðheitur | Bulls marði Atlanta Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, minnti heldur betur á sig í nótt þegar hann skoraði 37 stig í sigurleik gegn Houston í NBA-deildinni í nótt. Andrew Bynum einnig með stórleik en hann skoraði 21 stig og tók 22 fráköst. Körfubolti 4. janúar 2012 09:04
Cuban ætlaði ekki að missa af heimsókninni í Hvíta húsið NBA-deildin í körfubolta er komin á fullt eftir verkbann en þar sem að liðin spila aðeins 66 leiki mun liðin ekki ná að spila í öllum borgum þetta tímabilið. Þetta þýðir meðal annars að NBA-meistarar Dallas Mavericks fá ekki tækifæri til að koma til Washington til að spila við Wizards. Körfubolti 3. janúar 2012 23:45
Fyrstu ósigrar Miami og Oklahoma | Ginobili meiddur Miami Heat og Oklahoma Thunder urðu loks að sætta sig við tap í NBA-deildinni í nótt eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Meistarar Dallas lögðu Oklahoma en Atlanta, með Tracy McGrady af öllum mönnum í broddi fylkingar, sá um að leggja Miami af velli. Körfubolti 3. janúar 2012 08:58
NBA í nótt: Fimmti sigur Miami í röð | Dallas og Lakers töpuðu Miami hefur nú unnið fyrstu fimm leiki sína á tímabilinu, rétt eins og Oklahoma City, eftir sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 129-90. Körfubolti 2. janúar 2012 10:15
NBA í nótt: Þriðji sigur Lakers í röð | Oklahoma enn taplaust Andrew Bynum spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og átti góðan leik þegar að LA Lakers vann Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-89. Körfubolti 1. janúar 2012 11:00