Ginobili spilaði handleggsbrotinn á móti Memphis Grizzlies San Antonio Spurs datt óvænt út fyrir fyrir Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Spurs-liðið var með besta árangurinn í deildarkeppninni af öllum liðum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 24. maí 2011 18:15
NBA: Dirk með 40 stig og Dallas komið í 3-1 eftir sigur í framlengingu Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Körfubolti 24. maí 2011 09:00
NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin. Körfubolti 23. maí 2011 09:00
NBA: Dallas komið með forystu gegn Oklahoma Dallas Mavericks svo gott sem gerði út um leikinn gegn Oklahoma í nótt í fyrri hálfleik. Dallas náði 35-12 forskoti og það bil náði Oklahoma aldrei að brúa þrátt fyrir góðan endasprett. Lokatölur 87-93. Körfubolti 22. maí 2011 11:00
Setti stjörnuleikmann sinn í skammarkrókinn Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 20. maí 2011 19:30
Oklahoma jafnaði metin Sjö leikja sigurganga Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar tók enda í nótt þegar Oklahoma City Thunder vann goðan sigur, 100-106, í Dallas og jafnaði um leið rimmu liðanna í úrslitum Vesturdeildar í 1-1. James Harden skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokafjórðungnum og lagði heldur betur sitt af mörkum. Dirk Nowitzki sem fyrr magnaður hjá Dallas með 29 stig en Oklahoma átti svör við öllu í nótt. Körfubolti 20. maí 2011 09:05
Scottie Pippen til Íslands í lok september Það hleypur á snærið hjá körfuboltaaunnendum í haust þegar NBA goðsögnin og margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls liðinu, Scottie Pippen, kemur til landsins en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Körfubolti 19. maí 2011 19:04
NBA: Miami jafnaði metin LeBron James og Dwyane Wade rifu sig upp eftir slakan fyrsta leik gegn Chicago og léku báðir áfbragðsvel í nótt er Miami jafnaði einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar. Lokatölur 75-85. Körfubolti 19. maí 2011 08:57
NBA-spekingar bíða eftir svörum frá LeBron og Dwyane Wade í kvöld LeBron James og Dwyane Wade fóru mikinn þegar Miami Heat sló Boston Celtics út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en þeir lentu báðir á vegg í fyrsta leiknum á móti Chicago Bulls í úrslitum Austurdeildarinnar. Það bíða því margir spenntir að sjá hvernig þessir tveir frábæru leikmenn ætli að svara þessu í öðrum leiknum í Chicago í kvöld. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan hálf eitt. Körfubolti 18. maí 2011 21:45
Cleveland fær fyrsta valréttinn í háskólavali NBA Cleveland Cavaliers fær fyrsta valrétt í háskólavalinu í NBA deildinni í körfubolta í sumar en dregið var um röðina í valinu í gær. Cleveland fékk fyrsta valrétt síðast árið 2003 þegar liðið valdi LeBron James en hann breytti gangi mála hjá liðinu svo um munaði. Félagið stendur vel að vígi í valinu í ár því Cleveland á einnig fjórða valrétt. Körfubolti 18. maí 2011 14:45
Jordan sagðist elska Oprah Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan mætti óvænt í kveðjuþátt sjónvarpskonunnar Oprah Winfrey sem fram fór í United Center, heimavelli Chicago Bulls. Körfubolti 18. maí 2011 14:00
Nowitzki sá um Oklahoma Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var algjörlega óstöðvandi í nótt og skoraði 48 stig í 121-112 sigri Dallas Mavericks á Oklahoma City Thunder. Dallas er þar með komið í 1-0 í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Körfubolti 18. maí 2011 09:06
Metáhorf á leik Chicago og Miami Þó svo LA Lakers og Boston Celtics séu farin í sumarfrí er langur vegur frá því að fólk sé hætt að fylgjast með úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Körfubolti 17. maí 2011 22:00
Durant og Westbrook í hóp með kunnum köppum í gær Kevin Durant og Russell Westbrook fóru á kostum með liði Oklahoma City Thunder í öruggum 15 stiga sigri á Memphis Grizzlies, 105-90, í nótt í hreinum úrslitaleik liðanna um sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar. Báðir komust í hóp með kunnum köppum með frammistöðu sinni. Körfubolti 16. maí 2011 23:30
Chicago Bulls átti ekki í vandræðum með Miami Heat Chicago Bulls sigraði Miami Heat nokkuð örugglega 103-81 í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit. Chicago vann allar viðureignirnar gegn Miami í deildarkeppninni og virðist liðið hafa gott tak á "stjörnuliðinu“ frá Flórída. Körfubolti 16. maí 2011 09:30
Oklahoma City vann oddaleikinn Oklahoma City Thunder er komið í úrslit Vesturdeildarinnar í NBA-deildini í körfubolta eftir sigur á Memphis Grizzlies í kvöld, 105-90. Körfubolti 15. maí 2011 23:02
NBA í nótt: Memphis fékk oddaleik Memphis jafnaði í nótt metin í rimmu sinni gegn Oklahoma City með sigri á heimavelli, 95-83, og knúði þar með fram oddaleik. Körfubolti 14. maí 2011 11:00
Nowitzky keppir mögulega í tennis í sumar NBA-stjarnan Dirk Nowitzky var nýlega skráður í tennisklúbb í heimalandi sínu, Þýskalandi, og kemur jafnvel til greina að hann muni keppa fyrir hönd félagsins í sumar. Körfubolti 13. maí 2011 16:00
Chicago í úrslit Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í þrettán ár Chicago Bulls er komið áfram í úrslit Austurdeildarinnar í úrslitakeppninni í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Atlanta Hawks í nótt, 93-73. Körfubolti 13. maí 2011 09:00
Phil Jackson hættur þjálfun Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, hefur ákveðið að segja þjálfaraferli sínum lokið í bili í það minnsta. Körfubolti 12. maí 2011 10:15
NBA: Miami kláraði Boston - OKC komið í bílstjórasætið Miami Heat sló út Boston Celtics, 4-1, eftir að hafa unnið fimmta leik liðanna 97-87 á heimavelli þeirra í Miami. Körfubolti 12. maí 2011 09:30
Bynum fékk fimm leikja bann Andrew Bynum, leikmaður L.A. Lakers, missir af fimm fyrstu leikjum næsta tímabils en hann hefur verið dæmdur í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun í leik fjögur gegn Dallas Mavericks. Körfubolti 11. maí 2011 10:15
NBA: Chicago Bulls þarf aðeins einn sigur í viðbót Chicago Bulls er aftur komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Atlanta Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni. Bulls sigraði Atlanta Hawks, 95-83, í fimmta leik liðanna og leiða því einvígið 3-2, en alls þarf að vinna fjóra leiki til að komast í næstu umferð. Körfubolti 11. maí 2011 09:00
OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Körfubolti 10. maí 2011 08:56
NBA: Dallas sópaði Lakers úr úrslitakeppninni Phil Jackson fékk heldur lélega kveðjugjöf er lið hans, LA Lakers, var sópað úr úrslitakeppni NBA-deildarinnar af Dallas Mavericks í gær. Körfubolti 9. maí 2011 09:05
Rajon Rondo fór úr olnbogalið en hélt áfram að spila Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics sýndi mikla hörku og fórnfýsi í 97-81 sigri Boston á Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Rondo lenti illa í þriðja leikhluta og fór úr olnbogalið. Hann fór inn í búningklefa þar sem olnboganum var aftur kippt í liðinn og Rondo kom síðan til baka og kláraði leikinn. Körfubolti 8. maí 2011 11:30
NBA: Garnett pakkaði Bosh saman í léttum sigri Boston á Miami Boston Celtics fór illa með Miami Heat í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fyrsti leikurinn í Boston en Miami vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum. Memphis er komið í 2-1 á móti Oklahoma City Thunder eftir endurkomusigur í framlengingu. Körfubolti 8. maí 2011 11:00
NBA: Dallas komið í 3-0 á móti Lakers - Rose með 44 stig Dallas Mavericks vann þriðja leikinn í röð á móti NBA-meisturum Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni í nótt og getur sópað út Kobe Bryant og félögum út úr undanúrslitum Vesturdeildarinnar með því að vinna fjórða leikinn í Dallas á morgun. Chicago Bulls náði hinsvegar aftur í heimavallarréttinn með því að vinna í Atlanta og komast í 2-1 á móti Hawks í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Körfubolti 7. maí 2011 11:00
Blake Griffin fékk fullt hús í kjörinu á besta nýliðanum Allir 118 blaðamennirnir sem kusu besta nýliðann í NBA-deildinni í körfubolta settu Blake Griffin, leikmann Los Angeles Clippers, í fyrsta sætið. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1990 og aðeins í þriðja skiptið í sögunni sem besti nýliðinn fær fullt hús atkvæða. Körfubolti 6. maí 2011 09:15
Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30. Körfubolti 6. maí 2011 09:00