NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið. Körfubolti 8. apríl 2011 09:00
NBA: Miami og Lakers töpuðu nokkuð óvænt Miami Heat og meistaralið LA Lakers töpuðu bæði leikjum sínum í NBA deildinni í gær. San Antonio Spurs getur tryggt sér efsta sætið í Vesturdeildinni ef liðið vinnur einn leik til viðbótar og Lakers tapar einum leik. Milwaukee Bucks hafði betur gegn Miami á útivelli, 90-85. Golden State Warriors lagði meistaralið Lakers á heimavelli 95-87. Körfubolti 7. apríl 2011 09:00
Barnið hans Nash er hvítt eftir allt saman Sögusagnir um að barn Steve Nash og fyrrverandi eiginkonu hans væri svart voru ekki á rökum reistar. Eiginkonan fyrrverandi hefur nú stigið fram í sviðsljósið, birt mynd af sér með börnunum og barnið er svo sannarlega hvítt. Körfubolti 6. apríl 2011 23:45
Liverpool er að hluta í eigu LeBron James LeBron James, einn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur keypt hlut í enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool. James, sem leikur með Miami Heat, kaupir hlutinn í hinu sögufræga fótboltaliði í gegnum nokkuð flókna viðskiptafléttu þar sem John Henry aðaleigandi Liverpool er samstarfsaðili LeBron James. Það er því ljóst að stuðningsmenn enska liðsins sem búsettir eru í Cleveland gætu átt í vandræðum með að styðja við liðið eftir fregnir kvöldsins. Enski boltinn 6. apríl 2011 22:33
Rodman og Mullin teknir inn í Frægðarhöllina Ólátabelgurinn Dennis Rodman er á meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll körfuboltans, Hall of fame, á þessu ári. Rodman er einn skrautlegasti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar en hann var einnig afar farsæll. Körfubolti 5. apríl 2011 14:30
Eiginkona Nash fæddi barn liðsfélaga hans Það vakti talsvert mikla athygli í desember síðastliðnum er Steve Nash sótti um skilnað frá konu sinni, Alejandro Amarilla, aðeins einum degi eftir að hún fæddi þeim son. Körfubolti 4. apríl 2011 21:45
NBA: Dýrt tap hjá Lakers Denver Nuggets batt í nótt enda á níu leikja sigurgöngu LA Lakers. George Karl, þjálfari Nuggets, var afar kátur og lýsti sigrinum svona: "Wow." Körfubolti 4. apríl 2011 09:00
NBA í nótt: Enn einn sigurinn hjá Chicago Chicago Bulls vann í nótt sinn fimmtánda sigur í síðustu sautján leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 3. apríl 2011 11:00
NBA í nótt: Chicago skrefi nær heimavallarréttinum Chicago Bulls vann í nótt sigur á Detroit Pistons, 101-96, og færðist þar með skrefi nær titlinum í Austurdeildinni og heimavallarréttinum í úrslitakeppni hennar í NBA-deildinni í vor. Körfubolti 2. apríl 2011 11:00
NBA í nótt: Boston og Lakers unnu góða sigra Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá unnu stórliðin Boston Celtics og LA Lakers sterka andstæðinga. Körfubolti 1. apríl 2011 09:00
NBA í nótt: Miami slapp naumlega við annað neyðarlegt tap Miami Heat mátti þakka fyrir að liðið tapaði ekki fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í nótt sem var þó án síns sterkasta leikmanns. Miami vann leikinn, 123-107. Körfubolti 31. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Cleveland kom fram hefndum LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90. Körfubolti 30. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Óvænt tap Chicago á heimavelli Tvö efstu liðin í Austurdeild NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu sínum leikjum í nótt. Efsta liðið, Chicago, tapaði fyrir Philadelphia á heimavelli, 97-85. Körfubolti 29. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Körfubolti 28. mars 2011 09:00
NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Körfubolti 27. mars 2011 11:00
Nokkrir NBA-leikmenn á tæknivillu-brúninni Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, er tæknivillu-kóngur NBA-deildarinnar í körfubolta það sem af er og sá eini sem hefur farið í bann vegna of margra tæknivilla á þessu tímabili. Howard hefur fengið 16 tæknivillur en menn fá leikbann fyrir sextándu tækivilluna og svo eins leiks bann fyrir hverjar tvær tæknivillur sem bætast við. Körfubolti 27. mars 2011 07:00
NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte. Körfubolti 26. mars 2011 11:00
NBA: Ellefta 50 sigra tímabil Dallas Mavericks í röð Það var rólegt í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar það fóru aðeins fram tveir leikir. Dallas vann Minnesota Timberwolves og varð því fimmta liðið til þess að vinna 50 leiki í vetur og New Orleans Hornets hafði betur gegn Utah Jazz eftir framlengingu. Körfubolti 25. mars 2011 09:00
NBA: Denver vann topplið San Antonio en New York tapar enn Það hefur mikið breyst hjá Denver Nuggets og New York Knicks síðan að liðin skiptust á fjölda leikmanna fyrr í vetur. New York fékk stærstu stjörnu Denver, Carmelo Anthony, en lét frá sér marga sterka leikmenn. Síðan þá hefur allt gengið upp hjá Denver á meðan allt er á niðurleið hjá New York. Þetta mátti sjá í leikjum í NBA-deildinni í nótt því á meðan Denver vann topplið San Antonio þá tapaði New York á móti Orlando Magic. Körfubolti 24. mars 2011 09:00
NBA: Lakers vann Phoenix eftir þríframlengdan leik Los Angeles Lakers er áfram á góðu skriði í NBA-deildinni í körfubolta en þurfti þrjár framlengingar til þess að landa sigri á móti Phoenix Suns í frábærum leik í nótt. Lakers hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn en Suns-liðið er á góðri leið með því að missa af úrslitakeppninni. Körfubolti 23. mars 2011 09:00
NBA: Boston vann í New York og Tim Duncan meiddist San Antonio Spurs er áfram á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta eftir sigur á Golden State Warriors í nótt en liðið varð fyrir áfalli þegar Tim Duncan meiddist illa á ökkla. Boston Celtics og Chicago Bulls unnu bæði sinn fimmtugasta leik á tímabilinu og sitja hlið við hlið á toppnum í Austurdeildinni. Körfubolti 22. mars 2011 09:30
NBA: Lakers með tólfta sigurinn í síðustu þrettán leikjum Kobe Bryant og Derek Fisher voru í aðalhlutverkum þegar Los Angeles Lakers landaði naumum sigri á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Toronto Raptors vann langþráðan útisigur og endaði sex leikja sigurgöngu Oklahoma City Thunder og þá vann Milwaukee Bucks sigur á New York Knicks. Körfubolti 21. mars 2011 09:00
NBA: Denver réð ekki við James og Wade LeBron James og Dwyane Wade fóru á kostum í liði Miami Heat er það lagði Denver í nótt. James skoraði 33 stig og Wade 32. Körfubolti 20. mars 2011 10:48
NBA: Flautukarfa hjá Nelson og Spurs vann Texas-slaginn Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var nokkuð um áhugaverða leiki. Boston mátti meðal annars þola stórtap gegn Houston. Körfubolti 19. mars 2011 10:53
Bulls vann uppgjörið við Nets Aðeins þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Aðeins einn þeirra var frekar jafn og það var leikur Nets og Bulls. Körfubolti 18. mars 2011 08:59
NBA: Oklahoma skellti Miami Oklahoma Thunder vann sinn fimmta leik í röð í NBA-deildinni í nótt er það mætti sólstrandargæjunum í Miami Heat. Þetta var fyrsta tap Miami í fjórum leikjum. Körfubolti 17. mars 2011 09:10
Chicago náði efsta sæti Austurdeildarinnar Deildarkeppnin í NBA körfuboltanum nær hámarki á næstu vikum en liðin 30 eiga nú 15-20 leiki eftir af alls 82. Alls komast 16 lið í úrslitakeppnina, 8 úr Austurdeild og 8 úr Vesturdeild og er nú hart barist um þau sæti í báðum deildum. Körfubolti 16. mars 2011 09:00
Miami sýndi styrk sinn í San Antonio Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær og fóru 9 leikir fram. Boston tapaði gegn New Jersey Nets, 88-79. Boston og Chicago deila nú efsta sæti Austurdeildarinnar og er mikil spenna framundan á lokasprettinum. Miami náði loksins að vinna eitt af bestu liðum deildarinnar en San Antonio Spurs tapaði gegn "ofurliðinu“ 110-80. Meistaralið LA Lakers sýndi styrk sinn gegn Orlando með 97-84 sigri á heimavelli. Körfubolti 15. mars 2011 09:00