Dwayne Wade fékk forræði yfir tveimur sonum sínum Dwayne Wade leikmaður NBA liðsins Miami Heat hefur staðið í ströngu utan vallar vegna forræðisdeilu við fyrrum sambýliskonu. Dómstóll í Chicago hefur bundið enda á það mál með því að úrskurða að Wade fái fullt forræði yfir sonum sínum – en málaferlin hafa staðið yfir í tvö ár. Körfubolti 14. mars 2011 23:30
Boston fékk aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær. Boston setti félagsmet með því að fá aðeins á sig 56 stig gegn Milwaukee. Kevin Love leikmaður Minnesota skoraði aðeins 6 stig gegn Golden State en hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 53 leikjum í röð. Indiana kom verulega á óvart með góðum sigri gegn New York á útivelli. Körfubolti 14. mars 2011 09:00
Þjálfari Orlando líkir David Stern við einræðisherra Stan Van Gundy þjálfari NBA liðsins Orlando Magic gerir eitt mjög vel – að tala, og nú hefur hinn litríki þjálfari reitt David Stern framkvæmdastjóra NBA deildarinnar til reiði. Enda ekki á hverjum degi sem Stern er líkt við einræðisherra. Körfubolti 11. mars 2011 23:30
Kobe fór á 90 mínútna skotæfingu strax eftir Miami-leikinn Kobe Bryant var allt annað en sáttur með sjálfan sig eftir 94-88 tap Los Angeles Lakers á móti Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami vann þarna sinn fyrsta sigur í sex leikjum og endaði jafnframt átta leikja sigurgöngu meistarana. Í stað þess að svekkja sig yfir tapinu þá dreif hann sig strax aftur út í sal og fór á einka-skotæfingu á meðan starfsmenn íþróttahúsins hreinsuðu til eftir leikinn. Körfubolti 11. mars 2011 22:00
NBA í nótt: Allt undir hjá Miami sem vann Lakers Miami Heat vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, 94-88, og tryggði sér um leið öruggt sæti í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 11. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Enn vann Chicago - Love bætti met Chicago Bulls vann í nótt sinn ellefta sigur í síðustu þrettán leikjum sínum er liðið lagði Charlotte Bobcats, 101-84, í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 10. mars 2011 09:00
NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Körfubolti 9. mars 2011 09:00
Helena í úrvalslið riðilsins Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í þriðja sinn á ferlinum í gær. Körfubolti 8. mars 2011 09:30
NBA í nótt: Melo og Stoudemire öflugir Carmelo Anthony og Amare Stoudemire skoruðu samanlagt tæplega helming stiga New York í sigri liðsins á Utah, 131-109, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 8. mars 2011 09:00
Eigandi Dallas vill gera sjónvarpsþátt með Charlie Sheen Hinn skrautlegi eigandi Dallas, Mark Cuban, er í viðræðum við leikarann Charlie Sheen um að gera sjónvarpsþátt en óhætt er að segja að Sheen sé á allra vörum þessa dagana. Körfubolti 7. mars 2011 23:30
Paul fékk heilahristing og spilar ekki í nótt Stjarna New Orleans Hornets, Chris Paul, mun ekki spila gegn Chicago Bulls í nótt eftir að hafa fengið heilahristing gegn Cleveland í nótt. Körfubolti 7. mars 2011 19:00
NBA í nótt: Enn tapar Miami fyrir bestu liðunum Miami tapaði fyrir Chicago, 87-86, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Miami hefur aðeins unnið einn af níu leikjum sínum gegn fimm bestu liðum deildarinnar. Körfubolti 7. mars 2011 09:00
NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Körfubolti 6. mars 2011 11:00
NBA: San Antonio vann 30 stiga sigur á Miami San Antonio Spurs fór illa með stjörnurnar í Miami Heat í 125-95 sigri í NBA-deildinni í nótt og sýndi enn á ný að það er engin tilviljun að Spurs-liðið er með besta árangurinn í deildinni. Chicago Bulls vann Orlando, Boston og Lakers unnu sína leiki en New York Knicks tapaði hinsvegar fyrir Cleveland í annað skiptið á stuttum tíma. Körfubolti 5. mars 2011 11:00
NBA: Miami missti niður 24 stiga forskot í tapi gegn Orlando Orlando Magic vann 99-96 útisigur á Miami Heat í nágrannaslag Flórídaliðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Miami er með 22 stiga eða meiri forystu en tapar því niður og jafnframt enn einn stórleikurinn sem liðið tapar. Körfubolti 4. mars 2011 09:00
Dwight Howard og LaMarcus Aldridge valdir bestir í febrúar Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, og LaMarcus Aldridge, kraftframherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn febrúarmánaðar í NBA-deildinni í körfubolta, Howard í Austurdeildinni og Aldridge í Vesturdeildinni. Körfubolti 3. mars 2011 16:15
NBA: Atlanta vann Chicago, 50. sigurinn hjá Spurs og Durant meiddist Atlanta Hawks var aðeins yfir síðustu 29 sekúndurnar þegar liðið vann 83-80 sigur á Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann sinn 50. sigur á tímabilinu, Boston vann sinn leik og það gerði Oklahoma City Thunder líka þrátt fyrir að missa Kevin Durant meiddan af velli. Körfubolti 3. mars 2011 09:00
Murphy vildi frekar fara til Boston en til Miami Troy Murphy, fyrrverandi framherji Golden State Warriors, Indiana Pacers og New Jersey Nets, hefur ákveðið að semja við Boston Celtics og klára með þeim tímabilið. Hann var laus allra mála eftir að Golden State keypti upp saminginn hans á dögunum. Enski boltinn 2. mars 2011 17:30
Miami Heat búið að láta Arroyo fara - Bibby á leiðinni Miami Heat er byrjað að undirbúa komu leikstjórnandans Mike Bibby því liðið lét Carlos Arroyo fara í gær til þess að búa til pláss í leikmannahópnum fyrir þennan fyrrum leikstjórenda Atlanta Hawks og Sacramento Kings. Bibby tókst aldrei að vinna titilinn með Sacramento en var tilbúinn að fórna góðum samningi til þess að komast í lið sem átti möguleika á því að vinna titilinn. Körfubolti 2. mars 2011 13:30
NBA: Magic lagði Knicks og óvænt tap hjá Spurs Jameer Nelson fór mikinn og skoraði 14 stig í fjórða leikhluta er Orlando Magic lagði NY Knicks í nótt. Leikurinn var ekki sá hraðasti enda voru tekin 97 vítaskot í leiknum. Körfubolti 2. mars 2011 08:59
Mike Bibby á leiðinni til Miami Heat? Mike Bibby og Washington Wizards gengu frá starfslokasamningi í gærkvöldi og er því leikstjórnandinn laus allra mála frá félaginu. Washington-liðið hafði fengið Bibby frá Atlanta Hawks í skiptum fyrir Kirk Hinrich en fleiri leikmenn voru einnig með í þessum skiptum. Körfubolti 1. mars 2011 12:30
NBA: Channing Frye með sigurkörfuna annað kvöldið í röð Channing Frye tryggði Phoenix Suns sigur á lokasekúndunum annað kvöldið í röð í 104-103 útisigri á New Jersey Nets í framlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Chicago Bulls gefur ekkert eftir í baráttunni við Miami Heat um annað sætið í Austurdeildinni, Boston vann sigur í Utah og Denver hefur byrjað vel eftir stóru skiptin við New York. Körfubolti 1. mars 2011 09:00
New York sendi sterk skilaboð með sigri gegn Miami Heat Það var nóg um að vera í gærkvöld í NBA deildinni í körfubolta þar sem að 91-86 sigur New York Knicks gegn "ofurliðinu“ Miami Heat bar hæst. New York hefur gengið í gegnum miklar breytingar á leikmannahóp sínum á undanförnum dögum og nýjar stórstjörnur liðsins voru áberandi í leiknum. Það er því allt útlit fyrir stórskemmtilega baráttu í Austurdeildinni þar sem að Boston, Miami, New York og Orlando gætu öll gert atlögu að efsta sætinu. Alls fóru 10 leikir fram í gær. Körfubolti 28. febrúar 2011 08:12
Lakers vann borgarslaginn Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem meðal annars bar til tíðinda að Carmelo Anthony og félagar í NY Knicks töpuðu fyrir lélegasta liði deildarinnar. Körfubolti 26. febrúar 2011 11:00
Boston-menn ætla treysta á hinn 39 ára gamla Shaq Shaquille O’Neal heldur upp á 39 ára afmælið sitt í næstu viku (6. mars) og eftir skipti gærdagsins í NBA-deildinni í körfubolta þá er ljóst að Boston Celtics ætlar að treysta á framgöngu "The Diesel" þegar kemur að því að verja teiginn í komandi úrslitakeppni. Körfubolti 25. febrúar 2011 22:45
NBA: Tap hjá Miami og Boston Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni. Körfubolti 25. febrúar 2011 08:53
Boston Celtics sendir Perkins til Oklahoma City NBA-liðin Boston Celtics og Oklahoma City Thunder skiptu á leikmönnum í kvöld rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði í NBA-deildinni. Körfubolti 24. febrúar 2011 22:49
Baron Davis á leið til Cleveland Cleveland og LA Clippers hafa ákveðið að skipta á leikmönnum þar sem mesta athygli vekur að Baron Davis færir sig yfir til Cleveland. Körfubolti 24. febrúar 2011 17:15
Fabregas ætlar að ná úrslitaleiknum um helgina Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, ætlar að gera allt sem hann getur í þeirri von að hann fái loksins að leiða sitt lið út á völlinn í úrslitaleik en Arsenal spilar til úrslita í deildarbikarnum á sunnudag. Enski boltinn 24. febrúar 2011 09:45