NBA: Sigurganga San Antonio á enda | Sjö í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 09:00 Tim Duncan og Tony Parker voru hvíldir í nótt. Mynd/AP Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og vakti þar mesta athygli að 11 leikja sigurganga San Antonio Spurs endaði með stórtapi á móti Portland og Miami Heat vann sinn sjöunda "örugga" sigur í röð þegar liðið vann Sacramento Kings.Portland Trail Blazers vann San Antonio Spurs 137-97 og endaði þar með ellefu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs en það hafði auðvitað mikil áhrif að Gregg Popovich, þjálfari Spurs, ákvað að hvíla þá Tim Duncan og Tony Parker. Manu Ginobili var ekki heldur með og það skýrir betur stórsigur Portland. Jamal Crawford skoraði 20 stig fyrir Trail Blazers og þeir Gerald Wallace og Nicolas Batum voru báðir með 19 stig. Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og 10 fráköst. Sðurs-liðið hafði ekki tapað með 40 stigum síðan að liðið steinlá 111-69 á móti Chicago Bulls 5. mars 1997.Dwyane Wade var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Miami Heat vann Sacramento Kings 120-108 en Miami-liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð og þá alla með 12 stigum eða meira. Mario Chalmers og Chris Bosh voru báðir með 20 stig og LeBron James var með 18 stig og 8 stoðsendingar. Isaiah Thomas skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Marcus Thornton var með 23 stig og Tyreke Evans skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar.Roy Hibbert var með 30 stig og 13 fráköst þegar Indiana Pacers vann New Orleans Hornets 117-108 í framlengdum leik. Paul George var með 20 stig og Darren Collison skoraði 18 stig í þriðja sigri Indiana-liðsins í röð en Trevor Ariza skoraði mest fyrir New Orleans eða 21 stig.Antawn Jamison skoraði 32 stig og nýliðinn Kyrie Irving var með 17 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta í 101-100 endurkomusigri Cleveland Cavaliers á Detroit Pistions. Detroit var 72-55 yfir í lok þriðja leikhluta en liðið var búið að vinna þrjá leiki í röð. Alonzo Gee skoraði 13 stig í fjórða leikhlutanum og hann og Irving voru þá með 30 af 35 stigum Cleveland-liðsins. Brandon Knight skoraði 24 stig fyrir Detroit og Greg Monroe var með 19 stig og 11 fráköst.Marc Gasol var með 15 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann Philadelphia 76ers 89-76. Rudy Gay skoraði 14 stig og O.J. Mayo var með 13 stig. Jrue Holiday skoraði 22 stig fyrir Sixers-liðið sem tapaði þarna fjórða leiknum í röð og þeim sjötta af síðustu átta. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APCleveland Cavaliers - Detroit Pistons 101-100 Indiana Pacers - New Orleans Hornets 117-108 (framlengt) Miami Heat - Sacramento Kings 120-108 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76Ers 89-76 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 137-97 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Sópað út í sumarfrí? Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Sjá meira