
Nowitzki samdi við Dallas og verður ekki með Þjóðverjum á HM
Dirk Nowitzki verður ekki með þýska landsliðinu á HM í Körfubolta sem fer fram í Tyrklandi í næsta mánuði. Nowitzki er þó ekki hættur í landsliðinu því hann ætlar að spila með Þjóðverjum á EM 2011 þar sem barist verður um sæti á Ólympíuleikunum í London.