NBA: Nowitzki meiddist en Dallas vann samt 17. sigurinn í 18 leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2010 09:00 Shawn Marion og Tyson Chandler fagna sigri Dallas í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. Caron Butler var með 21 stig og Shawn Marion skoraði 20 stig þegar Dallas Mavericks vann 103-93 útisigur á Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki, aðalstjarna Dallas, meiddist á hné þegar rúmar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hann var þá búinn að skora 13 stig í leiknum. Nowitzki var ekki eini Dallas-maðurinn sem er meiddur á hné því þjálfarinn Rick Carlisle missti einnig af leiknum vegna hnémeiðsla og stjórnaði Dwane Casey liðinu í þessum leik. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City og James Harden var með 18 stig en liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum á móti Dallas í vetur. Dwight Howard var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 104-88 útisigur á New Jersey Nets. Þetta var þriðji sigur Orlando í röð og nýju mennirnir virðast vera farnir að finna sig á nýjum stað. Einn þeirra, Hedo Turkoglu, skoraði 20 stig í leiknum. Devin Harris var stigahæstur hjá New Jersey með 24 stig en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu ellefu leikjum. Paul Silas.Mynd/AP Charlotte Bobcats byrjaði vel undir stjórn Paul Silas þegar liðið vann 105-100 heimasigur á Detroit Pistons. D.J. Augustin skoraði 27 stig og Stephen Jackson bætti við 23 stigum en Charlie Villanueva var atkvæðamestur hjá Detroit með 25 stig. Michael Beasley skoraði sigurkörfuna í fyrrinótt og var með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í 113-98 sigri Minnesota Timberwolves á New Orleans Hornets í nótt. Wes Johnson skoraði 24 stig fyrir Úlfana sem náði að vinna tvö kvöld í röð í aðeins annað skiptið á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig og 13 fráköst hjá New Orleans sem tapaði sjöunda útileiknum í röð og hefur tapað 12 af síðustu 19 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið 11-1. Zach Randolph skoraði 15 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Memphis Grizzlies vann 96-85 sigur á Toronto Raptors. Rudy Gay var með 18 stig fyrir Memphis en Linas Kleiza skoraði mest 22 stig fyrir Toronto. Toronto tapaði sínum þriðja leik í röð og er ennfremur búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum sínum. John Salmons einn á móti fjórum Atlanta-mönnum.Mynd/AP Al Horford var með 18 stig og 12 fráköst og Joe Johnson bætti við 15 stigum í 95-80 útisigri Atlanta Hawks á Milwaukee Bucks. Atlanta var fyrir leikinn búið að tapa fimm útileikjum í röð. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Milwaukee. Kevin Martin skoraði 20 stig og þeir Shane Battier og Aaron Brooks voru báðir með 15 stig þegar Houston Rockets vann 100-93 sigur á Washington Wizards. Þetta var fimmti sigur Houston-liðsins í röð og sá áttundi í röð á heimavelli. Kirk Hinrich skoraði 19 stig fyrir Wizards-liðið sem er búið að tapa öllum 15 útileikjum sínum. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Wesley Matthews skoraði 14 stig á móti sínum gömlu félögum þegar Portland Trail Blazers vann 96-91 útisigur á Utah Jazz. Deron Williams var með 31 stig fyrir Utah en það dugði ekki til.Blake Griffin var með 19. tvennuna í röð.Mynd/APEric Gordon skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 100-99 útisigur á Sacramento Kings og nýliðinn Blake Griffin náði sinni 19. tvennu í röð með því að skorað 24 stig og taka 14 fráköst. Tyreke Evans skoraði 32 stig í áttunda tapi Sacramento í röð. Monta Ellis var með 22 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warroirs vann 110-95 sigur á Philadelphia 76ers. David Lee var með 21 stig og 16 fráköst og Stephen Curry bætti við 17 stigum í þriðja sigri Golden State í röð. Jrue Holiday var neð 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia og Elton Brand var með 16 stig og 16 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dirk Nowitzki meiddist á hné í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-Detroit Pistons 105-100 New Jersey Nets-Orlando Magic 88-104 Memphis Grizzlies-Toronto Raptors 96-85 Milwaukee Bucks-Atlanta Hawks 80-95 Minnesota Timberwolves-New Orleans Hornets 113-98 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 93-103 Houston Rockets-Washington Wizards 100-93 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 91-96 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 99-100 Golden State Warriors-Philadelphia 76ers 110-95 NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
Dallas Mavericks vann tíu stiga sigur á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir að missa stjörnuleikmann sinn Dirk Nowitzki meiddan af velli í fyrri hálfleik. Orlando Magic vann sinn þriðja leik í röð og Charlotte Bobcats vann sinn fyrsta leik undir stjórn Paul Silas. Caron Butler var með 21 stig og Shawn Marion skoraði 20 stig þegar Dallas Mavericks vann 103-93 útisigur á Oklahoma City Thunder. Dirk Nowitzki, aðalstjarna Dallas, meiddist á hné þegar rúmar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. Hann var þá búinn að skora 13 stig í leiknum. Nowitzki var ekki eini Dallas-maðurinn sem er meiddur á hné því þjálfarinn Rick Carlisle missti einnig af leiknum vegna hnémeiðsla og stjórnaði Dwane Casey liðinu í þessum leik. Kevin Durant skoraði 28 stig fyrir Oklahoma City og James Harden var með 18 stig en liðið er búið að tapa báðum leikjum sínum á móti Dallas í vetur. Dwight Howard var með 19 stig og 13 fráköst þegar Orlando Magic vann 104-88 útisigur á New Jersey Nets. Þetta var þriðji sigur Orlando í röð og nýju mennirnir virðast vera farnir að finna sig á nýjum stað. Einn þeirra, Hedo Turkoglu, skoraði 20 stig í leiknum. Devin Harris var stigahæstur hjá New Jersey með 24 stig en þetta var áttunda tap liðsins í síðustu ellefu leikjum. Paul Silas.Mynd/AP Charlotte Bobcats byrjaði vel undir stjórn Paul Silas þegar liðið vann 105-100 heimasigur á Detroit Pistons. D.J. Augustin skoraði 27 stig og Stephen Jackson bætti við 23 stigum en Charlie Villanueva var atkvæðamestur hjá Detroit með 25 stig. Michael Beasley skoraði sigurkörfuna í fyrrinótt og var með 30 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í 113-98 sigri Minnesota Timberwolves á New Orleans Hornets í nótt. Wes Johnson skoraði 24 stig fyrir Úlfana sem náði að vinna tvö kvöld í röð í aðeins annað skiptið á tímabilinu. Chris Paul var með 22 stig og 13 fráköst hjá New Orleans sem tapaði sjöunda útileiknum í röð og hefur tapað 12 af síðustu 19 leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið 11-1. Zach Randolph skoraði 15 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik þegar Memphis Grizzlies vann 96-85 sigur á Toronto Raptors. Rudy Gay var með 18 stig fyrir Memphis en Linas Kleiza skoraði mest 22 stig fyrir Toronto. Toronto tapaði sínum þriðja leik í röð og er ennfremur búið að tapa 5 af síðustu 6 leikjum sínum. John Salmons einn á móti fjórum Atlanta-mönnum.Mynd/AP Al Horford var með 18 stig og 12 fráköst og Joe Johnson bætti við 15 stigum í 95-80 útisigri Atlanta Hawks á Milwaukee Bucks. Atlanta var fyrir leikinn búið að tapa fimm útileikjum í röð. John Salmons skoraði 18 stig fyrir Milwaukee. Kevin Martin skoraði 20 stig og þeir Shane Battier og Aaron Brooks voru báðir með 15 stig þegar Houston Rockets vann 100-93 sigur á Washington Wizards. Þetta var fimmti sigur Houston-liðsins í röð og sá áttundi í röð á heimavelli. Kirk Hinrich skoraði 19 stig fyrir Wizards-liðið sem er búið að tapa öllum 15 útileikjum sínum. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Wesley Matthews skoraði 14 stig á móti sínum gömlu félögum þegar Portland Trail Blazers vann 96-91 útisigur á Utah Jazz. Deron Williams var með 31 stig fyrir Utah en það dugði ekki til.Blake Griffin var með 19. tvennuna í röð.Mynd/APEric Gordon skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 100-99 útisigur á Sacramento Kings og nýliðinn Blake Griffin náði sinni 19. tvennu í röð með því að skorað 24 stig og taka 14 fráköst. Tyreke Evans skoraði 32 stig í áttunda tapi Sacramento í röð. Monta Ellis var með 22 stig og 12 stoðsendingar þegar Golden State Warroirs vann 110-95 sigur á Philadelphia 76ers. David Lee var með 21 stig og 16 fráköst og Stephen Curry bætti við 17 stigum í þriðja sigri Golden State í röð. Jrue Holiday var neð 23 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia og Elton Brand var með 16 stig og 16 fráköst. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Dirk Nowitzki meiddist á hné í nótt.Mynd/APCharlotte Bobcats-Detroit Pistons 105-100 New Jersey Nets-Orlando Magic 88-104 Memphis Grizzlies-Toronto Raptors 96-85 Milwaukee Bucks-Atlanta Hawks 80-95 Minnesota Timberwolves-New Orleans Hornets 113-98 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 93-103 Houston Rockets-Washington Wizards 100-93 Utah Jazz-Portland Trail Blazers 91-96 Sacramento Kings-Los Angeles Clippers 99-100 Golden State Warriors-Philadelphia 76ers 110-95
NBA Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira