Iverson-tilraunin mistókst Útlit er fyrir að dagar Allen Iverson hjá Detroit Pistons séu taldir og þjálfari liðsins hefur nú viðurkennt að líklega hafi það verið mistök að fá hann til liðsins á sínum tíma. Körfubolti 5. apríl 2009 16:35
Níunda tröllatvennan hjá Dwight Howard á tímabilinu Dwight Howard átti enn einn stórleikinn með Orlando Magic í nótt þegar Orlando Magic vann 88-82 sigur á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. apríl 2009 11:00
Philadelphia 76ers tryggði sig inn í úrslitakeppnina Philadelphia 76ers tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með 95-90 sigri á Detroit Pistons í kvöld. Detroit tapaði þriðja leiknum í röð og er ekki enn öruggt inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 23:15
Orlando Magic fór illa með Cleveland í nótt Cleveland Cavaliers fékk slæman skell á móti Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Los Angeles Lakers er komið einum leik á eftir LeBron James og félögum í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni og heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Körfubolti 4. apríl 2009 11:00
Cleveland tapaði óvænt fyrir lélegasta liðinu Cleveland Cavaliers tapaði óvænt fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Washington var með lélegasta árangurinn í Austurdeildinni fyrir leikinn. Körfubolti 3. apríl 2009 09:00
Iverson vill frekar hætta en dúsa á bekknum Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Detroit Pistons í NBA deildinni hefur allt á hornum sér þessa dagana. Körfubolti 2. apríl 2009 15:15
Boston þurfti tvær framlengingar gegn Charlotte Boston Celtics komst í hann krappann í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann Charlotte Bobcats, 111-109, eftir tvíframlengdan leik. Körfubolti 2. apríl 2009 09:00
Andrew Bynum húlahoppar með Playboy-kanínum (myndband) Um helgina birtust skemmtilegar myndir af miðherjanum Andrew Bynum hjá LA Lakers í netheimum þar sem hinn meiddi leikmaður var að gamna sér með léttklæddum stúlkum á Playboy-setrinu. Körfubolti 1. apríl 2009 17:45
Sigurganga Cleveland heldur áfram en Lakers tapaði aftur LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Körfubolti 1. apríl 2009 09:00
Garnett settur á ís Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics í NBA deildinni verður látinn hvíla næstu fjóra leiki í það minnsta vegna hnémeiðsla. Körfubolti 31. mars 2009 18:40
Parker og Howard bestu leikmenn vikunnar Tony Parker bakvörður San Antonio Spurs og Dwight Howard framherji Orlando Magic voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í gær. Körfubolti 31. mars 2009 09:45
Dwight Howard bætti metið hans Wilt Chamberlain Dwight Howard skoraði 22 stig og tók 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 101-95 sigur á nágrönnum sínum í Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 31. mars 2009 09:00
Cuban sektaður fyrir að rífa kjaft á Twitter NBA-deildin hefur enn eina ferðina sektað hinn litríka eiganda Dallas Mavericks, Mark Cuban. Að þessu sinni fékk hann 25 þúsund dollara sekt fyrir að kvarta yfir dómgæslu á samskiptasíðunni Twitter sem virðist vera að tröllríða öllu í Bandaríkjunum þessa dagana. Körfubolti 30. mars 2009 22:15
Cleveland jók forskotið á Lakers með tólfta sigrinum í röð Cleveland Cavaliers er komið með tveggja leikja forskot á Los Angeles Lakers eftir að liðið sett nýtt félagsmet með tólfta sigurleiknum í röð og Lakers-liðið tapaði fyrir Atlanta Hawks. Körfubolti 30. mars 2009 08:55
NBA í nótt: Naumur sigur Utah Utah vann sigur á Phoenix í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 104-99. Körfubolti 29. mars 2009 09:54
NBA í nótt: Slagsmál í New York Það var nóg um að vera þegar að New York vann góðan sigur á New Orleans, 103-93, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 28. mars 2009 11:00
NBA í nótt: Loks vann Lakers í Detroit LA Lakers batt enda á níu leikja taphrinu liðsins á heimavelli Detroit er Lakers unnu þar fimmtán stiga sigur í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 92-77. Körfubolti 27. mars 2009 09:00
NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Þá gerði Orlando sér lítið fyrir og hafði sætaskipti við Boston í Austurdeildilnni. Körfubolti 26. mars 2009 09:16
Arenas stefnir á endurkomu á laugardaginn Hinn litríki Gilbert Arenas hjá Washington Wizards í NBA deildinni stefnir á enn eina endurkomuna eftir meiðsli á laugardaginn kemur. Körfubolti 25. mars 2009 17:35
LeBron James stundar jóga fyrir leiki LeBron James hjá Cleveland Cavaliers hefur gefið það upp að hann stundi jóga fyrir leiki til að undirbúa sál og líkama undir átökin í NBA deildinni. Körfubolti 25. mars 2009 13:35
NBA í nótt: San Antonio í vandræðum með Golden State San Antonio vann nauman sigur á Golden State, 107-106, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 25. mars 2009 09:09
NBA í nótt: Atlanta á siglingu Atlanta Hawks er á góðri leið með að ná sér í heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn áttunda sigur í síðustu níu leikjum sínum í nótt. Körfubolti 24. mars 2009 09:09
LeBron James og Chris Paul léku best allra í vikunni LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Chris Paul hjá New Orleans Hornets voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni og setti James með því met. Körfubolti 23. mars 2009 23:00
Shaq komst upp með að blogga í hálfleik Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix stalst á samskiptasíðuna Twitter í hálfleik í leik gegn Washington á laugardaginn og skrifaði stutta færslu. Körfubolti 23. mars 2009 14:39
NBA í nótt: Metjöfnun hjá Cleveland Cleveland vann í nótt sinn níunda sigur í röð í NBA-deildinni í körfubolta og þar með sinn 57. sigur á tímabilinu sem er metjöfnun hjá félaginu. Körfubolti 23. mars 2009 09:15
O´Neal í fimmta sætið á stigalistanum Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns í NBA deildinni komst í nótt í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar þegar hann skoraði 13 stig í sigri liðsins á Washington í gærkvöldi. Körfubolti 22. mars 2009 18:30
Ferðalag Lakers byrjar vel Sjö leikja ferðalag Lakers hófst í nótt þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Það var engin þreyta í strákunum hans Phil Jackson sem unnu góðan sigur. Körfubolti 22. mars 2009 11:45
Rivers sektaður af NBA Doc Rivers, þjálfari meistara Boston Celtics, hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik Boston og Chicago Bulls. Körfubolti 20. mars 2009 10:30
NBA: Lakers og Cleveland á sigurbraut Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. LA Lakers og Cleveland unnu sigra sem og Atlanta Hawks. Körfubolti 20. mars 2009 09:00
NBA: Boston rétti úr kútnum Það eru mikil meiðsli í herbúðum meistara Boston Celtics þessa dagana og fimm menn frá. Það aftraði þeim þó ekki frá því að leggja Miami, sem var án Dwyane Wade, í framlengdum leik. Körfubolti 19. mars 2009 09:00