

Nýsköpun

Áframhaldandi stuðningur við nýsköpun
Hlutverk stjórnvalda er að finna leiðir til að byggja traustan grunn fyrir nýsköpun hér á landi. Stuðningur við nýsköpun hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú og ljóst er að hugvit og nýsköpun eru að verða að styrkri stoð í hagkerfi Íslands.

Sigyn til Empower
Sigyn Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar hjá Empower þar sem hún mun leiða þróun jafnréttishugbúnaðarins Empower Now.

Setti Seðlabankinn nýjar reglur til höfuðs indó?
Sparisjóðurinn indó hefur vakið þónokkra athygli upp á síðkastið og ekki síst þau metnaðarfullu áform um að bjóða mun betri kjör á veltureikningum einstaklinga heldur en rótgrónu viðskiptabankarnir bjóða í dag.

Stofnendur indó vilja bæta bankakjör heimila um tíu milljarða
Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata.

Nýsköpun og menntarannsóknir
Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði.

Birna Ósk í stjórn vísisjóðsins Eyris Vaxtar
Birna Ósk Einarsdóttir, sem tók í ársbyrjun við starfi í framkvæmdastjórn hjá APM í Hollandi, dótturfélagi flutningafyrirtækisins Maersk, hefur verið kjörin ný í stjórn Eyris Vaxtar sem er sex milljarða vísisjóður sem var komið á fót í fyrra.

„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“
Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt.

Íslenskur vafri sem heldur utan um tölvupóstinn, dagatalið og hlaðvörpin
Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum.

Running Tide semur um uppbyggingu á Akranesi
Bandaríska loftslagsfyrirtækið Running Tide hefur undirritað samning við Breið - þróunarfélag og Brim hf. um leigu húsnæðis á Akranesi undir aðstöðu fyrir rannsóknir og framleiðslu á þörungum til kolefnisbindingar í hafi.

CRI hættir við áform um skráningu vegna óróa á mörkuðum
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI), sem framleiðir metanól úr koltvísýringi og vetni, hefur horfið frá fyrri áformum um skráningu á Euronext Growth markaðinn í Osló í Noregi. Unnið er nú að öðrum leiðum til að styðja við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins, sem er meðal annars í eigu fjárfestingarfélagsins Eyris Invest, og gert er ráð fyrir að þeirri fjármögnun ljúki síðar á árinu.

Gangverk landar samningum við bandarískt stórfyrirtæki
Íslenska hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur náð samningum um að hanna og þróa stafrænar lausnir fyrir bandarískan risa á sviði heimahjúkrunar, TheKey. Um er að ræða samstarf upp á mörg hundruð milljónir króna.

„Byrjaði allt vegna þess að ég varð ástfanginn”
Síðasta rúman áratug hefur enginn á Íslandi komið að umhverfi nýsköpunar, frumkvöðla eða fjármögnun á fyrri stigum nema að heyra nafnið Bala.

Fjárfestingafélagið Silfurberg fjármagnar nýjan vísissjóð
Fjárfestingafélagið Silfurberg, sem er í eigu hjónanna Friðriks Steins Kristjánssonar og Ingibjargar Jónsdóttur, stendur að fjármögnun á nýjum vísissjóði, Berg Energy Ventures, sem fjárfestir í fyrirtækjum sem vinna að lausnum gegn loftlagsvandanum.

Guðmundur Fertram gegnir stjórnarformennsku hjá indó
Guðmundur Fertra Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, varð fyrr á þessu ári stjórnarformaður indó, nýja sparisjóðsins sem mun hefja starfsemi í haust.

Þörungaræktandi telur Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar
Tugir manna gætu fengið vinnu hér á landi við verksmiðju bandarísks nýsköpunarfyrirtækis sem ætlar sér að binda kolefni með þörungarækt í Atlantshafi á næstu árum. Stofnandi fyrirtækisins segir Ísland geta orðið miðstöð kolefnisbindingar í heiminum.

Snjallvæðingin: Mótstaðan getur líka verið hjá stjórnendum og stjórnarmönnum
Margir óttast þá þróun að gervigreind og snjallar lausnir munu leysa af hólmi ýmiss störf og verkefni sem mannfólkið hefur séð um hingað til.

Fá 220 milljónir til að efla netöryggi hjá erlendum fyrirtækjum
Íslenska netöryggisfyrirtækið Nanitor hefur tryggt sér 220 milljóna króna fjármögnun frá Brunni með þátttöku einkafjárfesta. Stendur til að nýta fjármagnið til stækkunar á erlendum mörkuðum.

Myndaveisla frá Blárri nýsköpun í Húsi sjávarklasans
Yfir 50 fyrirtæki sýndu matvælaráðherra og öðrum gestum nýsköpun í Húsi sjávarklasans í gær. Á viðburðinum Blá nýsköpun voru í boði veitingar og jazz.

Nýjar hugmyndir og nýir frumkvöðlar í nýrri hringrás
Leitinni að áhugaverðustu nýsköpunarhugmynd Norðurlands á sviði matar, vatns og orku lýkur í kvöld þegar dómnefnd sker úr um hvaða ein af sex hugmyndum þykir skara fram úr. Hugmyndasamkeppnin nú er þó bara upphafið á annarri hringrás nýsköpunarstarfs á Norðurlandi.

Stokkað upp í stjórn stærsta fjárfestingafélags landsins
Á aðalfundi Eyris Invest fyrr í þessum mánuði var Kristín Pétursdóttir, sem hefur lengst af starfað í fjármálageiranum og var um tíma stjórnarformaður Kviku banka, kjörin ný inn í stjórn fjárfestingafélagsins.

Alfa framtak bætti við hlut sinn í Nox og hækkaði verðmatið
Framtakssjóðastýringin Alfa framtak verðmetur Nox Holding, sem heldur á um 76 prósenta hlut í heilsutæknisamstæðunni Nox Health, á nærri 12 milljarða króna og hækkaði verðmatið töluvert milli ára. Þetta má lesa úr ársreikningi framtakssjóðsins Umbreytingar.

Tryggja sér 300 milljónir króna til að koma jafnréttislausn á alþjóðamarkað
Íslenska fyrirtækið Empower hefur tryggt sér 300 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki og Tennin til að styðja við þróun og markaðssetningu á hugbúnaðarlausninni Empower NOW. Greint var frá þessu í morgun en stefnt er að því að hugbúnaðarlausnin fari á alþjóðlegan markað á næsta ári.

Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða.

Bein útsending: Opnun Nýsköpunarviku
Nýsköpunarvika 2022 verður sett í dag og hefst opnunarviðburðurinn í Grósku klukkan 9. Fjöldi leiðtoga nýsköpunarfyrirtækja flytja erindi á viðburðinum og segja sögur af sínum fyrirtækjum.

Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills
Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi.

Good Good landar 2,6 milljörðum til að efla sóknina vestanhafs
Matvælafyrirtækið Good Good hefur lokið 20 milljóna dollara hlutafjáraukningu, jafnvirði um 2,6 milljarða króna. Hlutafjáraukningunni er sérstaklega ætlað að styðja við öran vöxt fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði.

Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“
„Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab.

Viðskiptahraðalinn Startup SuperNova keyrður í þriðja sinn
Viðskiptahraðallinn Startup SuperNova verður keyrður í þriðja sinn í ár þar sem leitast verður við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára.

Samstarf 66°Norður og Fléttu, Erm og Valdísar Steinarsdóttur öll til sýnis á einum stað
Það var mikið stuð og mikil stemning í verslun 66°Norður á Laugavegi en þar voru í gangi þrjár sýningar samtímis.