Sigfús: Gamli maðurinn hefur engu gleymt Valsmenn brostu í kvöld þegar silfurdrengurinn Sigfús Sigurðsson snéri aftur á handboltavöllinn eftir langa fjarveru. Handbolti 22. febrúar 2010 22:27
Gunnar: Sýndum karakter í lokin Gunnari Magnússyni, þjálfara HK, var létt eftir leikinn gegn Val í kvöld enda voru strákarnir hans næstum búnir að kasta frá sér öruggum sigri á ævintýralegan hátt. Handbolti 22. febrúar 2010 22:21
Óskar Bjarni: Skandall hvernig við mætum til leiks „Við gefum eftir í lokin. Það vantaði kraft til þess að klára leikinn. Elvar, Ólafur og Arnór voru búnir að ná þessu upp en svo vantaði bara kraftinn í að fara alla leið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn HK í kvöld. Handbolti 22. febrúar 2010 22:14
FH marði sigur á Stjörnunni FH skaust upp í annað sætið í N1-deild karla á nýjan leik í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á Stjörnunni, 25-22. Handbolti 22. febrúar 2010 22:08
Jónatan: Sóknarleikurinn verður fallegur í úrslitakeppninni „Síðasta heimaleik unnum við með þrettán mörkum og við heyrðum það á fólki að þetta hefði ekki verið nógu gaman. Við ákváðum því að hugsa um skemmtanagildið fyrir áhorfendur í kvöld,“ gantaðist Jónatan Magnússon, fyrirliði Akureyrar eftir sigurinn á Fram í kvöld. Handbolti 22. febrúar 2010 21:49
Halldór: Dæmigerður leikur fyrir Fram Halldór Jóhann Sigfússon, Akureyringur og leikmaður Fram, var ekki sáttur í leikslok með tap sinna manna í kvöld. Akureyri hafði 28-25 sigur á gestunum sem áttu ágætis kafla, en of fáa slíka. Handbolti 22. febrúar 2010 21:38
Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Handbolti 22. febrúar 2010 21:12
Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Handbolti 22. febrúar 2010 20:54
N1-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld Baráttan í N1-deild karla í handbolta heldur áfram í kvöld þegar þrír leikir fram. Toppbaráttulið Vals og HK mætast í Vodafonehöllinni en Valsmenn höfðu betur þegar liðin áttust við í Digranesi fyrr í vetur. Handbolti 22. febrúar 2010 12:30
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. Handbolti 18. febrúar 2010 21:30
N1-deild karla: FH-ingar sóttu sigur á Seltjarnarnesið FH vann 27-30 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesinu í kvöld en staðan var 14-15 gestunum í vil í hálfleik. Handbolti 18. febrúar 2010 21:29
Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Handbolti 18. febrúar 2010 21:25
N1-deild karla: Stjarnan og Akureyri skildu jöfn Einum af þremur leikjum kvöldsins í N1-deild karla í handbolta er lokið þar sem Stjarnan gerði 28-28 jafntefli gegn Akureyri í Mýrinni en staðan var 16-15 Stjörnunni í vil í hálfleik. Handbolti 18. febrúar 2010 20:04
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. Handbolti 18. febrúar 2010 00:01
Aron: Fáum góðan ferðadag á morgun Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar sáttur við sigur sinna manna á HK í kvöld enda halda Haukar í kjölfarið kátir til Spánar í fyrramálið þar sem þeir eiga fyrir höndum leik í Evrópukeppninni. Handbolti 17. febrúar 2010 22:58
Gunnar: Aron tók okkur af lífi „Ég var ánægður með sóknarleikinn hjá okkur í dag því við erum að skapa okkur fín færi allan leikinn. Aron tók okkur aftur á móti af lífi í markinu með ótrúlegri markvörslu," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari HK, við Vísi í kvöld. Handbolti 17. febrúar 2010 22:53
N1-deild karla: Haukar með öruggan sigur gegn HK Einn leikur fór fram í N1-deild karla í handbolta í kvöld þar sem Íslandsmeistarar Hauka unnu góðan 31-24 sigur gegn HK að Ásvöllum. Handbolti 17. febrúar 2010 21:56
Halldór: Náðum ekki að stíga skrefið til fulls „Þetta er mjög svekkjandi enda þriðji leikurinn gegn Val sem við töpum með einu marki," sagði Halldór Ingólfsson, spilandi þjálfari Gróttu. Liðið tapaði fyrir Val í undanúrslitum bikarsins í kvöld 20-19. Handbolti 14. febrúar 2010 20:49
Arnór: Ætlum að eigna okkur þennan bikar Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk í kvöld þegar Valur vann Gróttu 20-19 í undanúrslitum bikarsins. Hann var í besta skapi þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik. Handbolti 14. febrúar 2010 20:41
Umfjöllun: Enn einu sinni vann Valur nauman sigur á Gróttu Það verða Valur og Haukar sem leika til úrslita í Eimskipsbikar karla í ár. Valur vann sér þáttökurétt í úrslitunum áðan er liðið vann nauman sigur á Gróttu, 20-19. Handbolti 14. febrúar 2010 19:34
Bikardagur í Vodafonehöllinni Valsmenn munu vonandi fjölmenna í Vodafonehöllina í dag enda er sannkölluð bikarveisla í boði. Handbolti 14. febrúar 2010 15:00
Sigurbergur: Auðveldara en ég átti von á „Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel og náði afar góðri byrjun sem var frábært," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson en hann spilaði líkt og hann væri andsetinn á fyrstu mínútum leiks Hauka og HK í Eimskipsbikarnum. Handbolti 13. febrúar 2010 19:59
Sverrir Hermannsson: Þetta var skelfilegt Sverrir Hermannsson og félagar í HK áttu aldrei möguleika gegn Haukum er liðin mættust í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í dag. Handbolti 13. febrúar 2010 19:45
Björgvin: Beggi var í landsliðsklassa Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson var kampakátur er blaðamaður Vísis hitti á hann eftir að Haukar tryggðu sig inn í úrslit Eimskipsbikarsins. Handbolti 13. febrúar 2010 19:39
Umfjöllun: Í bikarúrslit á fimmtán mínútum Það tók Hauka ekki nema um 15 mínútur að tryggja sér sæti í úrslitum Eimskipsbikars karla. Haukar tóku á móti HK að Ásvöllum í dag og unnu afar öruggan og sannfærandi sigur, 26-20. Handbolti 13. febrúar 2010 17:33
Bjarni Fritzson: Ég var alls ekki ánægður með liðið „Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að spila en því miður vorum við einu marki slakari að þessu sinni", sagði FH-ingurinn, Bjarni Fritzson eftir sárt tap gegn Haukum í Hafnarfjarðaslagnum sem fram fór í kvöld. Leiknum lauk 24-25, Haukum í vil. Handbolti 8. febrúar 2010 23:17
Einar Örn: Algjör sýning fyrir áhorfendur Haukar sigruðu Hafnarfjarðaslaginn, 24-25 í dramatískum leik í kvöld. Þetta var toppslagurinn í N1-deild karla í handbolta og var stemningin stórkostleg í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 8. febrúar 2010 23:06
Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði. Handbolti 8. febrúar 2010 22:53
Rúnar: Sýndum úr hverju við erum gerðir Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar var brosmildur eftir burstið gegn Gróttu. Eftir slæmt tap gegn FH í síðustu umferð sneri Akureyri taflinu við og hleypti Gróttu aldrei inn í leikinn. Lokatölur 33-19. Handbolti 8. febrúar 2010 21:30
Guðlaugur: Dagsskipunin var massífur varnarleikur Guðlaugur Arnarsson batt saman vörn Akureyrar í kvöld af mikilli festu. Vörn liðsins lagði grunninn að fjórtán marka sigri á Gróttu, 33-19. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa augljóslega til kynna. Guðlaugur segir þó að sigurinn hafi ekki verið alveg jafn auðveldur og hann leit út fyrir að vera. Handbolti 8. febrúar 2010 21:22