
Trommusveit Vals leggur niður kjuðana | Ósátt við brottvikningu Sveins Arons
Það verður ekkert bongó á næstu leikjum Vals enda hefur trommusveit félagsins ákveðið að hætta að starfa fyrir félagið. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við að Sveinn Aron Sveinsson hafi verið rekinn úr félaginu.